Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 35
eins á undan. „Great Western" hafði á leiðinni
notað 655 smálestir af kolum, en „Sirius“ 450
smálestir.
„Great Western" reyndist að mörgu leyti gott
skip og vel hæft til Atlantshafsferða. Þótt far-
gjald væri hátt með skipinu, hafði það brátt
nóg að gera, eftir að það hafði sýnt hæfni sína.
Hélt „Great Western" uppi föstum áætlunar-
ferðum milli gamla og nýja heimsins, en þó
aðeins á sumrum, því eigi var talið fært að
flytja á honum farþega í vetrarveðrum. Var
skipið að jafnaði 15 daga á leiðinni vestur, en
13 daga að vestan. Rekstur skipsins bar sig
sæmilega, en þó mátti ekkert út af bregða. Með
ferðum þessum fékkst mikil og dýrmæt reynsla,
sem fyrst og fremst kom að góðum notum félagi
því, er skipið átti, en aðrir lærðu einnig tals-
vert af. Var „Great Western" í Ameríkuferð-
um til ársins 1847, er hann var seldur öðru út-
gerðarfélagi, sem hafði hann í Indlandsferðum
um níu ára skeið. Árið 1856 var skipinu lagt,
þar eð það var talið úrelt, og selt til niðurrifs
árið eftir.
,JBritish Queen“ og „President“.
Það kom þegar í ljós, að „Sirius“ var alltof
lítið skip til áætlunarferða vestur um haf, enda
var ætlun félags þess, er tók það á leigu, ein-
göngu sú, að verða á undan keppinaut sínum
að hefja áætlunarferðirnar. Það hafði líka tek-
izt, þó að litlu munaði. „British Queen“, sem
félagið lét byggja, var tilbúið sumarið 1839.
Þetta var hjólskip, eins og „Great Western",
200 feta langt, búið tveim 250 hestafla gufuvél-
um. Kostaði skipið, sem var í alla staði mjög
vandað, 60 þús. sterlingspund. Skip þetta lagði
af stað í jómfrúferð sína frá Portsmouth 12.
júlí 1839, og kom til New York eftir fjórtán
sólarhringa og átta klukkustunda ferð. Hafði
það reynzt vel í alla staði.
Félagið ákvað nú að láta smíða annað skip
sams konar. Það hlaut nafnið „President". Þeg-
ar er smíðinni var lokið, var hið nýja skip einn-
ig látið hefja Ameríkuferðir. Fór það þrívegis
fram og til baka yfir hafið, og tókust þær ferð-
ir vel. En hinn 11. marz árið 1841, lagði „Presi-
dent“ upp frá New York og var förinni heitið
til Liverpool. Var skipið fulllestað og farþegar
svo margir, sem orðið gátu. Til skipsins spurð-
ist aldrei síðan og ekkert mannsbarn komst lif-
andi af. Skipstjóri var Roberts sjóliðsforingi,
er stjórnað hafði „Siriusi", orðlagður sægarpur.
Þetta mikla áfall reið útgerðarfélaginu að
fullu. Það fór á höfuðið og „British Queen“ var
Ví K l N □ U R
seld til Belgíu. Hafði hún þá farið ellefu ferðir
yfir hafið, fram og til baka.
„Great Britain“.
Félagið „The Great Western Steamship
Company“, eigandi „Great Western“. ákvað ár-
ið 1839 að hefja smíði nýs skips til Atlants-
hafsferða, stærra og fullkomnara en hitt var.
Tóku verkfræðingar félagsins þá ákvörðun, að
skipið skyldi byggt úr járni, en járnskip voru
þá að byrja að ryðja sér til rúms. Sú nýjung
í skipasmíðum átti sér að vísu nokkuð langa
þróunarsögu. Talið er, að fyrsti báturinn, sem
smíðaður var úr járni, hafi verið reyndur á
fljóti einu í Yorkshirehéraði í Englandi árið
1777. Skömmu síðar voru byggðir nokkrir flat-
botna járnprammar, sem notaðir voru til flutn-
inga á ám og vötnum. Næsta sporið var það, að
tekið var að nota járn í einstaka hluta hinna
stærri skipa, þótt aðalefniviðurinn væri tré.
Einhver fyrsti gufubátur úr járni var byggður
í Englandi 1821. Hann hét „Aaren Manby“.
Bátur þessi var seldur til Frakklands, skyldi
vera fljótsbátur á Signu. Þótti það mikil glæfra-
för, er ákveðið var að hann skyldi fara fylgd-
arlaust yfir Ermasund. Margir áttu bágt með
að trúa því, að járnskip gæti yfirleitt flotið.
En ferðin gekk ágætlega, báturinn reyndist vel
og var notaður til ferða um Signufljót í tuttugu
ár samfleytt. Tók nú smám saman að vaxa til-
trú manna til járnskipa. Þó mun það hafa þótt
nokkuð djarft tiltæki hjá útgerðarfélagi því, er
fyrr var nefnt, er það ákvað að láta smíða stórt
gufuskip úr járni, til siglinga um Atlantshaf.
En hvað sem öllum hrakspám leið, var smíði
skipsins hafin árið 1839. Var skipið smíðað í
Bristol. Er sagt, að smíðin hafi verið boðin út,
eins og venja var um flest skip, en engin skipa-
smíðastöð hafi treyst sér til að byggja skipið
á eigin ábyrgð. Svo mjög óx mönnum það þá í
augum, að byggja járnskip, sem vera skyldi
yfir hálft fjórða þúsund smálesta. Varð skipa-
félagið að standa sjálft fyrir smíðinni. Þurfti
að byggja sérstakan slipp fyrir skip þetta, svo
að hægt yrði að koma því á flot, þá er smíð-
inni væi'i lokið. Stærð di’ekans var þessi: Lengd
322 fet, breidd 50 fet, brúttóstærð 3600 smá-
lestir. Siglutré voru sex, og voru gaffalsegl og
stagsegl á fimm þeirra, en rásegl á einu. Upp-
haflega var ráð fyrir því gert, að skipið héti
„Mammuth", og væri búið skófluhjólum, eins
og flest gufuskip höfðu verið fram til þess
tíma. En þetta breyttist skyndilega.
Nokkru eftir að gufuskipin komu til sögunn-
317