Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Síða 39
reykjapípusafn. En ég sé aðeins eina pípu. Það er nefnilega alveg sérstök gerð, sem ég hef ekki séð í f jöldamörg ár. Afar löng með marg-saman- settu munnstykki og stórum postulínshaus, sem tekur ósköpin öll af tóbaki. — Kannske eitt pund. Ég minnist gamals manns heima í þorp- inu, þar sem ég ólst upp. Hann átti svona pípu og þótti hún forláta gripur. Mig langar til að skoða gripinn betur og geng inn í búðina. Fyrir innan borðið stendur maður, sem hefur öll þau einkenni, sem Gyðing mega prýða, en þó finnst mér nefið á honum óþarflega stórt. Mér dettur í hug hvernig þessi hafi sloppið framhjá Himler. „Góðan daginn“. „Góðan daginn, kæri herra!“ „Mig langar til að sjá þessa stóru pípu í glugganum. Það er sjaldséður gripur“. „Með ánægju, herra. Gjörið svo vel. Forláta gripur og antik. Útlendingar eru villtir í allt gamalt og það er alveg sérstakt að þessi pípa hefur farið fram hjá þeim. En hún hefur líka aðeins verið í glugganum í eina viku. Ég skoða pípuna, ekki af því mig langi svo mikið til að kaupa hana, heldur af því hversu sjaldgæf hún er. „Hvað kostar hún?“ „Aðeins þrettán mörk. Gjafverð. Hlægilega lágt verð! Kæri herra“. „Það er satt. Það er ekki mikið“. „Kaupið hana, kæri herra!“ „Nei, ég hef ekkert með hana að gera“. „Kaupið hana, kæri herra. Ótrúlega lágt verð“. „Ég á ekki nógu mikla peninga fyrir henni“. „Jú, útlendingar hafa nóga peninga. Þjóð- verjar hafa enga peninga. Kaupið hana, kæri herra!“ „Ég hef ekki nema níu mörk“. Ég er orðinn hálfgramur út í karlskömmina. „Jú, kæri herra, þér hafið nóga peninga. Kaupið hana!“ „Nei, þakka yður fyrir. Kannske þér sýnið mér einhverja af þessum venjulegu". „Engin jafnast á við þessa“. Hann hreyfir sig ekki til að ná í aðra. Ég ber pípuna upp að munninum. Hún er svo löng að hausinn nemur við gólf! „Þessi pípa er alltof stór fyrir mig eða ég of lítill fyrir hana“.. „I-Ivorugt, herra. Þér munuð aldrei reykja í annari pípu, eftir að þér hafið reynt þessa. Is- kaldur reykur og engin sósa! Kaupið hana!“ Ég er orðinn leiður. Fleygi níu mörkunum á borðið. „Hérna eru allir þeir peningar, sem ég hef. Takið þá eða látið vera“. „Guð fyrirgefi yður herra. Ég er fátækur maður og þetta setur mig alveg á hausinn. Mér er óhætt að loka búðinni og binda enda á betta auma líf. En það er sama, þakka yður fyrir, kæri herra. Þér látið mig kannske njóta við- skinta yðar eftirleiðis“. Hann vefur pípunni inn í bréf. „Vantar vður ekki vindlakveikjara, sem aldrei bilar. Nýtt bvzkt natent?“. Hann virðizt ekki trúa því að ég hafi ekki meiri neninga. „Jú takk, ef ég fæ hann í kaunbæti". „A'Vins sex mörk og fimmtíu. 1 Hafnarstræti kosta beir átta mörk“. ,.Nú er ég svo blankur að ég á ekki fyrir strætisvagni!“ ..■þpr pmð gamansamur, kæri herra“. Mér blöskrar. Hann er síður en svo betri en kvnbripður hans í New York og er þá langt til jaf^að. Ég ýti honum frá dvrunum. har sem hann hefur staðið, og flýti mér út. — Bálvondur. Hann klannar mér á bakið „Auf wiedersehen, auf wiedersehen!“ ..Farðu í andsk....Ég kem aldrei aftur. Ég labba aftur niður strætið og nú á ég langa göngu fvrir höndum, því ég á ekki fyrir strætis- vagni. En Júðinn stendur í dyrunum eð sigur- bros á vör. M. Jensson. £tnœtki Eiginmaður: — Eina nóttina meðan þú varst í burtu, heyrði ég að þjófur var kominn inn í húsið, og þá hefð- irðu átt að sjá mig þjóta niður stigann. Ég tók þrjár tröppur í einu skrefi. Eiginkonan: — Var þá þjófurinn uppi á þaki? ★ Faðirinn: — Hvers vegna sagðirðu honum ekki að tala við mig, þegar hann bað þín? Dóttirin: — Ég sagði honum það. Hann sagðist oft hafa talað við þig, en að hann elskaði mig samt sem áður. ★ — Það gleður mig að sjá yður, sagði faðir skólapilts við kennara. — Sonur minn lærði hjá yður stærðfræði í fyrravetur. Kennarinn: — Afsakið, herra minn. Sonur yðar átti að læra hjá mér stærðfræði, en hann gerði það ekki. VI K I N □ U R 321

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.