Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 40
Nelson flotaforingi
Horatio Nelson er fæddur 29. september árið 1758 í
Burnham Thorp í Norfolk, þar sem faðir hans var
sóknarprestur. Móðurbróðir hans var Maurice Suckl-
ing, sem hafði, er Nelson fæddist, verið kapteinn í þrjú
ár og getið sér orðstír fyrir stjórn sína á skipinu
Dreadnought hjá Vestur-Indíum árið 1757. Tíu árum
síðar dó móðir Nelsons og Suckling kapteinn lofaði að
taka að sér einn af drengjum hennar.
Arið 1770 var Suckling fengið skipið Raisonnable til
stjórnar. Þegar Nelson frétti um það, sagði hann við
einn eldri bróður sinn: „William, skrifaðu föður mín-
um fyrir mig og segðu honum, að ég vilji gjarnan fara
til sjós með Suckling frænda“.
Faðir hans skrifaði Suckling bréf, en svar hins síð-
arnefnda gefur til kynna, að Horatio hafi ekki verið
sá af drengjunum, er hann hefði helzt kosið að fetuðu
í fótspor hans.
„Hvað hefur Horatio gert af sér umfram alla hina,
að hann skuli vera sendur til að afplána það á sjón-
um? En látið hann koma, þó að ekkert sé líklegra en
fallbyssukúla sníði af honum höfuðið í fyrstu orust-
unni og sjái þannig fyrir honum í einu vetfangi“.
Suckling skráði systurson sinn á Raisonnable, og er
hann stuttu síðar tók að sér stjórnina á Triumph, varð-
skipi á Medwayánni, lét hann Nelson fylgjast með sér.
En þar sem Suchling gerði ekki ráð fyrir að frændinn
mundi læra mikið í sjómennsku á þessu skipi, kom hann
honum á kaupskip, er var að legg-ja upp í siglingu til
Vestur-Indía.
Er Nelson kom aftur á Triumph, fékk hann kennslu
i farmennsku og lærði einnig skipstjórn á hagkvæman
hátt, þar sem hann var látinn stjórna bát, er var á
stöðugu ferðalagi um árnar Tems og Medway í þjónustu
varðskipsins.
Hjá Nelson vaknaði þannig snemma óviðráðanleg
löngun til að neyta krafta sinna og lenda í svaðilför-
um, og honum tókst að fá því framgengt — fyrir áhrif
Sucklings frænda síns, er var háttsettur á flotanum
— að hann var „lánaður" á skipið Carcass, og á því
skipi var hann sumarið 1773 í Norðurhöfum. Að því
leyti, sem íshafsleiðangur var ný reynsla fyrir hann,
kann vistin að hafa verið honum geðþekk, en gera má
ráð fyrir, að hin eirðarlausa athafnaþrá þessa sjó-
manns hafi illa getað samrýmst hinni dauðu ísbreiðu,
er hélt Carcass í óbifanlegri greip sinni.
Fyrsta reglulega herskipið, sem Nelson komst á, var
freigátan Seashore, er var búin tuttugu fallbyssum.
A henni var Nelson sem liðsmaður í deild, er var undir
stjórn Sir E. Hughes á leið til Austur-Indía.
Sú saga er sögð, að þegar Nelson árið 1777 tók und-
irforingjapróf, hafi frændi hans, er þá var yfirmaður
flotans, verið viðstaddur, en ekki látið uppi um skyld-
leika þeirra fyrr en eftir að Nelson hafði staðizt prófið
mjög glæsilega. Sagan ætlar okkur að hugsa sem svo,
að ef prófdómendurnir hefðu vitað, að þeir voru að
prófa systurson flotaforingjans, hefðu þeir látið líta
svo út sem hann hefði leyst prófraunirnar afburðavel,
þótt hann hefði í raun og sannleika ekki verið fyrir
ofan meðallag. Sagan á að sýna okkur fram á, að hon-
um hafi ekki verið gert hærra undir höfði en öðrum,
hann hafi skarað fram úr í raun og veru.
Þetta er ein af hlnum góðlátlegu sögum, sem leik-
menn segja um flotann. Ekkert er jafn ósennilegt og
það, að samstarfsmenn Sucklings hafi ekki vitað hvern
þeir voru að prófa. Hitt er einnig mjög sennilegt, að
Nelson hafi tekið ágætispróf i sjómennsku, enda þótt
hann væri ekki mikið fyrir skólalærdóm eða bóklestur.
Er Nelson hafði verið á Seashore um nokkurt skeið
var hann fluttur sjúkur heim. Engin lyf komu að haldi
gegn sjúkdómnum. Hann var orðinn eins og beinagrind,
og um tíma gat hann ekki hreyft útlimina hið minnsta.
Heimförin var eina vonin, sem honum var eftir skilin.
Kapteinn Pigot flutti hann heim á skipi sínu, og ef
Nelson hefði ekki notið framúrskarandi umönnunar
hans og góðsemi á leiðinni, hefði hann aldrei náð strönd-
um heimalands síns.
En Nelson náði aftur heilsu og þar sem hann hafði
verið í þjónustu flotans i sex ár, var hann hækkaður
í tign og gerður að undirforingja á freigátunni Low-
estoft, er hafði 32 byssur. Locker hét sá, er var fyrir
freigátunni, og hefur hann efalaust tekið Nelson á skip
sitt fyrir vináttusakir við Suckling. En Nelson mun
hafa orðið Locker mjög kær.
Með Locker var Nelson um hálfs árs skeið, en í árs-
lok 1778 var hann gerður höfuðsmaður á tvímöstrung-
inum Badger. Hálfu ári síðar var hann enn hækkaður
í tign og gerður kapteinn á Hinchinbroke, er hafði 28
fallbyssur.
Svo skjótur sem frami Nelsons hafði verið, hafði
hann þó ekki enn sýnt mikið af þeirri geysilegu metn-
aðargirnd og hinum frábæru skipulagshæfileikum, er
stuðlað hafa að því að varðveita nafn hans í sögu Eng-
322
VI KI N G U R