Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 47
J. H. Jónss.
EGILL SVABTI
Framh.
Fari það nú í logandi, hugsaði Loftus. Nú
heldur liann að ég sé rolla.
Þá hló skipstjórinn Nikulás hrottalegum
hlátri, að svo miklu leyti sem næstum raddlaus
maður getur hlegið. „Ég er svona hás!“ sagði
hann, „skilurðu það, svona hás. Sæktu fyrir
mig mixtúru, pillur, eða eitthvað, um leið og
þú ferð í kaffi“.
Loftskeytamanninum létti við þessar upplýs-
ingar og var nú vaknaður til fulls. „Þetta er
mikið betra resultat en áðan, en það, sem þig
vantar, er hvorki mixtúra né pillur, heldur hrár
laukur“, og með þau orð hvarf hann út úr
brúnni.
„Laukur“, endurtók skipstjórinn háðslega,
„það er sem ég segi“. Því næst þreif hann til
kaffikönnunnar drakk af stútnum innihaldið,
sem var.þreyttum taugum hans ómissandi örv-
unnarlyf, rak síðan upp fýlulega roku, svipti
opnum brúardyrunum og seig út.
Aftur í gangi við káetustigann stóð Hákon
bræðslumaður, skæðasti orðhákur Egils Svarta,
og hafði hremmt sveitamann nýkominn til sjós.
Þessi gamli sægarpur með skallann og stálgráan
hárkransinn í vöngunum, var týpiskur upp á
sjóræningja 17. aldarinnar, þar sem hann hall-
aði sér upp við járnþilið, íturvaxinn og hvat-
skeytlegur með breitt belti um sig miðjan, fram-
stæða höku og þunnar litlausar varir, — og tal-
aði í gegnum nefið. Snakk og mótsagnir eru
hans skemmtun og munaður í tilbreytingarleysi
hálfsmánaðar hringsóls um Halann, og ef svo
vel bar í veiði sem nú að einfeldningur villtist
um borð, svo ekki sé talað um sveitamann að
auki, þá var eins og þessum gamla manni væri
gefið pund gulls eða meira. Samherji hans í þess-
um efnum er 1. vélstjórinn, Qddur, spikfeitur
sykursýkissjúklingur, en gæddur ódrepandi glað-
værð.
Bræðslumaðurinn fór að engu óðslega, heldur
bjó sig undir langa viðræðu, og samræðan sem
á eftir fer, er gott sýnishorn af því hvernig
Hákon gamli leikur sér að einfeldningunum, eins
og köttur að mús, skjallar þá fyrst en gengur að
lokum algerlega fram af þeim á sálfræðilega
réttu augnabliki.
„Jæja“, sagði Hákon vingjarnlega og sló á
tóbaksboxið. „Svo þú ert úr sveit. Því hefði ég
ekki trúað að óspurðu. Það er nefnilega einhver
Meðan á bardaganum stóð, var Victory nálægt
franska skipinu Redoutable og frá því skipi kom kúl-
an, er olli dauða Nelsons. „Þá hefur þeim loksins tekizt
að gera út af við mig, Hardy“, sagði hann við kaptein-
inn. „Það vona ég ekki“, svaraði Hardy. „Jú“, sagði
Nelson, „ég hef fengið kúlu í hrygginn".
Áður en orustan hófst hafði Nelson gefið út fyrir-
skipun: „Verið undir það búnir að varpa akkerum þeg-
ar eftir ljósaskiptin". Og þegar orustan var um garð
gengin og hann vissi dauðann nálgast, lagði hann ríkt
á við Hardy, að þessu yrði framfylgt.
Um þrem klukkustundum eftir að skotið hæfði Nel-
son, gaf hann upp öndina, en síðustu orð hans voru
þessi: „Ég hef gert skyldu mína, svo er guði fyrir að
þakka“.
Því miður hlýddi Collingwood ekki skipun hans um
að varpa akkerum þegar eftir ljósaskiptin, og er kula
tók um nóttina týndist mikið af herfangi því, sem tekið
hafði verið. Orustan við Trafalgar var þrátt fyrir það
mikill sigur fyrir England. Floti Frakka var tvístraður
og sambræðsla Frakka og Spánverja hafði verið að
engu gerð.
Þótt herstjórnarlist Nelsons í orustunni við Trafalg-
ar væri snjöll og árangurinn glæsilegur, getur enginn
Englendingur minnzt bardagans án djúprar sorgar.
Hversu dýrlegur dauðdagi sem það er að falla á stund
árangursríkrar fórnar, þá munu Englendingar fremur
óska sjóhetjum sínum þess að mega eiga þægilega elli-
daga með fjölskyldum sínum og njóta aðdáunar og
virðingar þjóðar sinnar.
(Lauslega þýtt úr „British Sailor Heroes“
eftir Sir T. Knox Laughton).
Ví K 1 N G U R
329