Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 48
heimsmannsbragur á þér. Þú munt vera ættar- laukur einhvers höfuðbóls. er það ekki?“ Sveitamaðurinn leit riiður fyrir sig og hristi hausinn við skjallið, feiminn en upp með sér yfir því að bessi gamli sægarpur skyldi gera sér svo títt um hann. „Ojæja, ojæja“, muldi’aði hann, og heldur en að gera ekkert við hendurnar byrjar hann að vöðla saman sjóhattinum. Drullusokkur. hugsaði Hákon, en upphátt sagði hann: „Ég er hrifinn að menningu sveit- anna. — ég meina náttúrlega höfuðbólin, en ekki þær bestíur þar sem menn þvo sér upp úr bala og leita hver öðrum lúsa á kvöldvökunni, nei, ég meina höfuðbólin, grænar engjar, 20 beljur í fjósi, bækur í húsinu“. Hákon lokaði boxinu. „Já, einmitt, bækur í húsinu. Ég er nefnilega mikið gefinn fyrir „kúltúr“, skal ég segja þér — kúltúr, það er lóðið. Bóndasonurinn tvísteig hálfu meir en fyrr. Hákon virti hann fyrir sér og dró af þögn hans þá kuldalegu ályktun að nú væri hann að hugsa um lekan kotbæ og hundsrass hjá grjóthrúgu, og eina rykfallna klámbók inni í skáp. „Ég hef líka verið í sveit“, hélt Hákon áfram drjúgur á svip „Og hvar skyldi það nú hafa verið?“ spurði bóndasonur og leit upp. „Hvar?“ sagði Hákon vingjarnlega, en var hlátur í hug. Hann naut þess að heyra sjálfan sig tala, en honum var lífsnauðsyn að ljúga. „Að Gránustöðum 10 mílur SSV af Portlandi, höfuðból, hundrað og fimmtíu beljur í fjósi, átta hundruð rollur upp um allar trissur; bæk- ur í húsinu, og upp á vegg enginn fúlskeggj- aður Jesús Kristur né Guð blessi heimilið, heldur klámmynd frá Mílanó“. Hákon virti sveitamanninn fyrir sér og gerði sér í hugarlund þetta bú á 60 faðma dýpi. „Ja-há“, sagði bóndasonurinn, „en nú er víst hífopp“. Af sjóhattinum, sem hann vöðlaði sam- an milli handanna, er það að segja, að Hákon gamli var farinn að velta því fyrir sér með meinfýsni hvað úr því ágæta fati ætlaði að verða. „Nú, jæja“, sagði hann. „Svo þeir ætla að kíkja í drusluna. Láttu þá um það, karl minn, þetta fer allt til fjandans fyrr eða seinna hvort sem er“. Raddir innan úr borðsal gera hlé á samræð- urnar og brot úr orðasennu berst til þeirra. Raddstyrkurinn er slíkur að hver meðal karla- kór væri fullsæmdur af honum: Þegiðu! Þú gafst upp á að kynda Belgaum. Og ég skal segja þér hað Sigurður að ég er óhræddur við þig, þótt þú sért stór en ég lítill. „Hvað gengur á?“ hváði bóndasonur. „Tveir sjómenn að tala saman“, svaraði Há- kon stuttlega. „Þessi sem nú sagði meiningu sína er kyndarinn Gvendur, öðru nafni hómó- pati. Það er þessi litli regingslegi með úrið“. Hákon tók í nefið. „Hann er svona fyrirferðar- mikill eins og allir kyndarar, þeir verða nefni- lega annaðhvort að aumingjum eða mönnum, í glímunni við eldana og slæsana niður á fír- plássi. Hitt er núverandi háseti og alt-muligt- maöurinn, Siggi Brands. Það er þessi stórbein- ótti með rauðu skotthúfuna; hann er ýmist kokkur. kyndari eða háseti á skipum, báðir rót- lausir gleðimenn, sem láta hverjum degi nægja sína þjáningu og hafa engu fyrir að sjá — sem er slæmt fyrir suma en gott fyrir þá, bætti hann við. Hómópatinn er öllu merkilegri, því hann hefur drepið mann, annars eru þeir báðir kynlegir kvistir, svo ekki sé meira sagt“. „Drepið mann“, át bóndasonurinn upp. ,,Já, steindrap hann. Það var í stríðinu, þeg- ar Gvendur var á pólskum flutningadalli. Mér skilst að drep hafi hlaupið í fót eins hásetans og Gvendur gaf sig undir eins fram, því ein stærsta ástríða hans er lækningalöngun". „Og hvað svo?“ spurði sveitamaðurinn for- vitinn. „Og hvað“, spurði Hákon ömurlega því sam- ræðurnar voru að berast inn á ómerkilegar brautir fyrir hann. „Og hvað, hvað skeður þeg- ar slátrari eins og Gvendur kyndari gefur sig út fyrir lækni? Það þurfti að taka af fótinn, sagði Gvendur, og hann tók bæði fót mannsins og líf, eins og gefur að skilja, enda voru kjafts- högg og sígarettur víst eina deyfilyfið". Hákon hló hrottalega. „Viltu í nefið?“ Bóndasonurinn horfði undan. ,;.Nei, takk, takk“. „Rétt hjá þér“, sagði Hákon mæðulega, „það er nóg sem mæðir á hausnum á manni, þó maður sé ekki líka að troða í hann tóbaki. Þú reykir þó?“ Bræðslumaðurinn hafði nú tekið upp þráð- inn þar sem hann slitnaði. ,..Nei, ekki heldur“. „Er ekki ungmennafélagshús í þinni sveit, eða hvað?“ spurði Hákon hvatskeytlega. „Ha?“ „Ungmennafélagshús! Heyrirðu illa ?“ „Jú, jú“. Hákon tútnaði skyndilega út: „Á þetta að vera svar við spurningunni um heyrnina eða húsið?“ 33D V í K I N □ L) R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.