Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 50
samúð skilið, því samvizkan kvelur hann alltaf eitthvað, en hinn ekki. Basta“. „Glæpamenn hafa ekki sál“, sagði sveitamað- urinn og hélt sig hafa sagt eitthvað stórmerki- legt. „Viðhafðu ekld svona klám í mín eyru“, sagði Hákon ógnandi. „Bölið ákvarðast hvorki af sál né anda, heldur ljótum kirtlum hingað og þang- að í hálsinum og í maganum. Þú hefðir þurft að lenda á loftskeytamanninum, bölvaður dón- inn. Og eins og faðir minn var vanur að . . . .“. „Hver var eiginlega faðir þinn?“ spurði há- setinn reiður og var kominn hálfur út úr dyr- unum. „Jón Arason, biskup!" Og Hákon gamli greip andann á lofti og beið eftir áhrifunum. „Ja, einmitt". Sveitamaðurinn hentist út og fór sem faraldur fram hjá kýrauganu. Hákon gamli hló lengi og innilega, og það sem eftir var dagsins lék hann á als oddi. Nú sprangaði hann sprækur, eins og tvítugur ungl- ingur, á stálgrindunum yfir vélarúminu. Ámát- legt gaul í öryggisventli skar loftið og gufu- strókur gaus fram í vélarúmið, kyndarinn birt- ist nakinn að ofan og vöðvastæltur og stál- stólparnir, sem snúa öxlinum, minntu á hesta á harðaspretti. Vélstjórinn veifaði olíukönnunni glaðlega til Hákonar, eins og hann vildi segja: Þakka þér fyrir sendinguna. Hákon svaraði með glæsilegri handsveiflu: Ekkert — miðla skalt þú öðrum. ★ 7. dagurinn á miðunum rennur upp með ó- veðursskýi á himni og slæma veðurspá. Lífið um borð hefur gengið sinn vanagang síðan Há- kon talaði við bóndasoninn; öðru hvoru smáerj- ur yfir matnum eða orðasennur milli brytans frá Kaupinhavn og hins óstýriláta 3. stýrimanns. Að öðru leyti er allt tíðindalaust og Egill Svarti togar enn á líkum slóðum, skammt frá togar Neptunus og út við sjóndeildarhring Hallveig Fróðadóttir með sínar stílhreinu línur og vold- ugu brú. Veðrið fer stöðugt vaxandi og þegar líða tekur á daginn rís hver aldan annari fer- legri undan kinnungum Egils Svarta, og dynur með þungum gný á dekki og lyftingu, splundr- ast þar hátt í loft upp og dreifist yfir keisinn og bátadekkið, en skipið skelfur, eins og gömul skip ein geta skolfið. öðru hvoru, þegar tvær höggþungar öldur ríða samtímis undir og yfir skipið, missa sjómennirnir fótanna og skolast aftur í svelg ásamt sveðjum, slori og hausarusli, en staulast jafnskjótt á fætur aftur og taka til vinnunnar á ný, möglunarlaust, bölvandi þó ef byltan hefur verið snörp. Skipstjórinn Nikulás, sem nú hefur fengið málið aftur, kemst brátt í líkan ham og haf- flötur Halans. Yfir skipshöfnina dynja jöfnum höndum, skammir, aðvörunarorð eða glósur til „Haltu kjafti, Nikki!“ nýgræðinganna; aðallega þó skammir, þrungnar þeim kyngikrafti, sem aðeins gamall togara- skipstjóri hefur yfir að ráða. Veðrið eykst og skammirnar líka. Loks er einum sjómannanna, stórvöxnum manni með nautssvíra, nóg boðið. Eins og elding réttir hann skyndilega úr sér, þar sem hann er að afhausa á bakborða, blóðugur upp í axlir, tvíhendir sveðju sína með æðislegum tilburðum og varpar af jötunafli í planka svo syngur í stálinu, gríp- ur steinbítshaus og slöngvar á lyftingu, ásamt þrem orðum, sem yfirgnæfa veðurgrýinn og minna á jarðskjálfta: „Haltu kjafti, Nikki“. í því ríður alda yfir skipið og hylur allt. Skip- stjórinn kippir upp glugganum og forðar sér undan sendingunni af dekkinu. Hausinn mölvar brúarglugga og í kjölfar glerbrotanna gusast sjórinn inn í brúna. Löðrið hverfur út í busk- ann og vaktin á dekkinu kemur aftur í ljós. Sá er kastaði steinbítshausnum er aftur tekinn að afhausa og hamast hálfu meir en fyrr og var þó vel unnið fyrir. Skipstjóranum er skemmt, hann tekur glottandi í nefið, og segir í kímni við loft- skeytamanninn, sem kominn er fram í brú til að vita hvað gangi á: „Maður verður að láta þessa andskota vita að maður sé til“. Að svo búnu rekur hann upp ánægjulega roku og gefur há- seta stuttaralega skipun um að negla fyrir gluggann. 332 VÍ K I N G U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.