Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Page 52
þessu“. Að svo mæítu stakk hann gafflinum í
stóra sneið, hóf hana á loft og glennti á hana
skjáina, „og úldin líka, eða hvað?“ svaraðu
maður.
Kokkurinn gat ekki stillt sig lengur, en reyndi
að halda virðingu sinni og svaraði niðurbældri
ródd, og eins og alltaf þegar hann reiddist, mælti
hann á tungu danskra á íslandi: íslenzku,
dönsku, plús vitleysu.
„Jeg skemmer ikke kjötið með suða. Þetta er
stórgripur og skal meðhöndlast sem slíkur“.
„Með suðu“, hló stýrimaður hrottalega.
„þetta er ólseig belja, svona kjöt þarf að sjóða
í viku“.
Brytinn leit aðvarandi á stýrimanninn og
skaut fram hökunni. „Þú skal vera pen ved yfir-
mann“.
„Yfirmann! Kallarðu þig yfirmann, ég ætti
að standa upp og gefa þér á kjaftinn, og hvaða
drulla er þetta, allt úldið eða hvað, sæktu kæfu“.
Brytanum varð orðfall. Svo öskraði hann:
„Þú ert svín! Nú kan mann skilja að þið drekkja
biskupum ykkar í poka eins og kettlingum með
kurt og pí, og kljúfa hvorn annan í herðar niður
í mörg hundruð ára. Loftskeytamaðurinn er pen,
hann segja manni fiskifréttir og margt, en þú
bara heimta og heimta“.
Loftskeytamaðurinn sagði um leið og hann
hvarf undir borðið: „Ja, og nú er jeg svo pen
að hverfa augnablik“. Hann sá hvað var í vænd-
um.
„Kæfu“. kumraði stýrimaður og átti fullt í
fangi með að bæla niður hláturinn.
„Ja, ja“ brytinn hló tryllingslega — „í haus-
inn. Jeg vildi jeg hafði alle beljan“. 0g kæfu-
stykkið stefndi á stýrimanninn, sem vék sér und-
an með leiftrandi augnaráði og svaraði með
snilldarlegu ostvarpi, sem hitti brytann í augað.
Brytinn saup hveljur, en allt í einu sneri hann
við blaðinu og tók að leita hófanna um sættir.
Hann settist á bekkinn hjá stýrimanninum.
„Ver nú pen, elskan mín, dú er kunstnerin í
lestin, jeg í kokkhúsið“.
Stýrimaður svaraði fýlulega um leið og hann
stakk upp í sig heilli brauðsneið: „Þú gefur mér
úldna belju“.
„Det er ikkesandt, du maa ju þukla paa den
gamle belja, hún er sko ikke úldin“.
„Ég fer ekki með puttanna í skít“, tilkynnti
stýrimaður og stui-taði í sig innihaldi úr te-
bolla.
Loftskeytamaðurinn kom undan borðinu.
Fyrsti stýrimaður kom niður í sömu svipan og
dæsti: „Jæja kokkur“, sagði hann um leið og
hann tók af sér sjóhattinn, „nú ætla ég að éta
á við tvo“. Hann snýr sér að þriðja stýrimanni:
„Hörður fékk blokkina í hausinn áðan“.
„Er hann dauður?“ Þriðji stýrimaður teygði
sig eftir sjóhatti sínum.
„Nei, og það má heita merkilegt. Ég sendi
hann í koju“.
Jæja. Þriðji stýrimaður leit flýrulega á kokk-
inn og skálmaði síðan vígreifur og saddur úr
káetu.
★
Það er nýbúið að kasta og skipstjórinn Niku-
lás snýr sér að loftskeytamanninum: „Stattu
hérna og stýrðu NV, ég ætla að leggja mig á
bekkinn hjá þér nokkrar mínútur". Það er fyrsta
hvíldin, sem skipstjórinn tekur sér i þrjá sólar-
hringa, og dísætt kaffi, með mikilli mjólk í, er
það eina, sem hann hefur nærzt á í viku, og er
alvanalegt með togaraskipstjóra. Samkeppnin
innbyrðis í þessari stétt manna er nefnilega
miskunarlaus og taugar þeirra eiga í sífeldu
stríði við stóran komplex: Togaraskipstjóra,
sem hættir að fiska eða er fyrir neðan meðallag,
er fljótt kastað, og annar yngri maður reyndur.
Um leið er því, sem þeir hafa keppt að með
striti, sem ekki á hliðstæðu í neinni atvinnu-
grein, kippt undan þeim og tug ára eða tveim,
á glæ kastað. Kyrrstaðan við brúargluggann úti-
lokar líka að þeir geti dreift huganum. Öll hugs-
un snýst um fisk, og aftur fisk.
Skipstjórinn Nikulás er þó ekki látinn af
skipstjórn, því frá bekknum er kallað öðru
hvoru svefndrukkinni rödd: „Sama dýpi ? Hvað
ertu búinn að keyra niður mörg skip?“
Þetta er spurning, sem Loftus hefur verið
spurður að mörg hundruð sinnum.
„Ekkert enn“, kallar hann, „en hér er eitt,
sem sjans er á að keyra í kaf ef hvorugur vík-
ur. Stór enskur togari skríður gegnum íshröngl-
ið og stefnir á Egil Svarta“.
„Hver er það?“ kveður við í klefanum.
„Julius Fock frá Hull“.
„Hvað er hann að sniglast?“
„Hann er með ísfarm frá Spáni. Ef ég á ekki
að stýra á hann, verðurðu að breyta stefnunni".
„Löppin á bekknum spriklaði reiðilega, og
hás rödd skipstjórans kvað enn við: „Þegar ég
segi NV þá stýra menn NV!“
Mínúta leið og Júlíus Fock nálgaðist, stór og
mikill, gerði sig ekki líklegan til að víkja. Ann-
aðhvort hefur verið þar í brúnni að verki
334
V í K I N G L) R