Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 55
skúrirnar voru svo þéttar að við sáum lítið,
en kl. 2 breyttist áttin og nú fór að blása af
norð-norð-vestri, þokunni létti og leiðin lá beint
til Madeira. Þrímöstruð skonnorta kom inn með
smáseglin uppi, en við undum upp segl og lögð-
um af stað. ,,Monsúninn“ skokkaði eftir öldun-
um og virtist vera í ágætu skapi, við bundum
allt lauslegt, og nú gekk það. Um sólarlag hélzt
sami byrinn, svo tók að blása meira, Norður-
Atlantshafið fór að dansa; við Kristensen gát-
um með naumindum bjargað toppseglinu. Hálf-
tíma eftir að við fórum fram hjá Lizard voru
allir á þilfari til að haga seglum, tveim tímum
síðar vor komið rok, við Jensen felldum stag-
fokkuna í þreifandi myrkri, um leið og brot-
sjór skall á okkur og hafði næstum fært okkur
útbyrðis. Máninn sást við og við og við í gegn-
um skýjatrefjarnar. brotsjóarnir skullu á okkur,
en við héldum okkur í seglið og hlógum og sung-
um, gegnvotir og sjóveikir. Á hundavaktinni
brotnaði skipskænan, sem var ný, sláin milli
bátaklónna brotnaði og bátaklærnar léku laus-
ar, svo minnstu munaði að björgunarbáturinn
færist.
Við hentum skipskænunni útbyrðis og báðum
VÍKINGUR
Neptún að gefa henni góðan byr, svo bundum
við björgunarbátinn og bátaklærnar, pumpuð-
um og athuguðum aðrar skemmdir. Þegar ég
kom niður kl. 4, eftir 22 tíma vakt, bauðst Helga
til að lána mér þurran kjól af sér, hún strauk
mér, mér hlýnaði um hjartarætui-nar. I níu sól-
arhringa höfðum við andbyr og lentum fjórum
sinnum í stormi, í tvö skiptin í sannkölluðu of-
viðri. Eftir hvern storm gátum við aðeins haft
segl uppi í 3 eða 4 tíma, svo urðum við að rifa
eða fella. Það má sjá af dagbókinni að við höf-
um farið í gegnum miðju stormsveips. Nóttina
milli 23. og 24. október var stormur með hryðj-
um af suðvestri og mikill sjór af norðvestri og
norðri. Frávik 5 strik. Kl. 7,30 kyrrði skyndi-
lega og í hálftíma héngu seglin, svo kl. 8 rauk á
með ofsaroki af norð-norðvestan. Kl. 8,30 urð-
um við að venda í ofsasjó. Frávik 6 strik.
í níu sólarhringa höfðum við hágluggann yfir
salnum fleygaðan. Toppseglið rifnaði og við urð-
um að taka það niður og gera við það í salnum.
Hluti af borðstokknum brotnaði eina nóttina,
þegar við sigldum fyrir fullum seglum, og stýr-
issveifin losnaði úr stýrinu, en við festum hana
aftur svo vel að þaðan í frá hélzt hún þar. Stóra
337