Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Qupperneq 56
Knud Andersen, höfundur ferðasögunnar og skipstjóri á „Monsúninum“. borðið í salnum brotnaði, við negldum það öfugt í káetugólfið og bundum stólana við fæturna. Fæturnir undir píanóinu brotnuðu og það tók að hreyfast, en við urðum vör við það í tíma og festum það; það er 300 kíló og hefði það losn- að. hefði fátt verið eftir í salnum óbrotið. í búrinu féll mélpoki á gólfið og rifnaði, mél- ið blandaðist sandi, en Alfred sópaði allt upp og bakaði brauð úr því. Við kölluðum það sandköku og komum því niður. í fyrstu voru flestallir sjó.veikir, slensía, höfuðverkur og tannpína, magaveiki og hálsbólga — sjómenn þekkja þetta. Kristensen og Kúla voru þeir einu, sem kenndu sér einskis meins. Karl var mjög sjó- veikur og kastaði upp blóði, en vann þó. Viktor missti allan áhuga fyrir jarðneskum gæðum. hann leit út eins og beinapoki, á fimmta degi gaf ég honum hægðasalt og dró hann upp á þil- far, hann engdist þar sundur og saman góða stund, svo fór honum að skána. Helga lá milli heims og helju, hún kvaldist bæði af sjóveiki og gikt, og hélt að hún hefði krabba í maganum. Á kvöldin settumst við á gólfið í salnum, kveiktum í pípunum, og Alfred tók grammófón- inn og spilaði, krakkarnir sátu allt í kringum hann, hengilampinn ruggaði og það var hlýtt inni. Hann spilaði mest slagara, þær sígildu voru aðeins notaðar þegar kyrrt var. Stundum steppuðum við og slógum taktinn með hnefun- um á borðfætur og veggi. Sjómennirnir mínir voru ótrauðir, og Jensen þráði þá stund þegar „Monsúninn“ færi 12 mílur. Ég man eina nótt, þegar siglt var svo hratt að ég gat ekki sofnað, skipið skalf eins og malaríu-sjúklingur á síð- asta stigi, ég fór upp til að vita hvað um væri að vera. Jensen var við stýrið og Karl stóð á kulborða og horfði út á sjóinn, „Monsúninn" skreið fyrir fullum seglum með öldustokkinn í kafi. „Förum við 12 mílur núna?“ hrópaði ég. ,.Þetta er aðeins hryðja“, svaraði Jensen, hann hafði ekki heyrt til mín. „Annars gengur vel, við höfum siglt 35 mílur á síðustu fjórum tímun- um“. „Heldur þú að toppseglið þoli þetta?“ öskr- aði ég. „Já, áreiðanlega, annars heyri ég illa, ég er með nýja sjóhattinn — 36 mílur — á 4 tímum — beitivindur og mikill sjór“. Kristensen var ágætur sjómaður, duglegur, skapgóður og hjálpsamur. Ég söng stundum fyr- 33B V í K I N □ U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.