Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Side 58
Þegar gott var veður sátu þær Helga og „Fiskurinrí‘ við hannyrðir.
m ,
i ...... i“lu- ’ *
hver tauta að „Monsúninn“ væri ógæfuskip og
að við myndum aldrei komast yfir Atlantshafið.
Við slík tækifæri hældi ég ágæti' sjómannslífsins
upp í hástert, og fékk að launum skammir frá
Helgu, sem enduðu oftast með því að ég væri
djöfulsins harðstjóri — ég hefði orðið stoltur
fyrir 20 árum, ef einhver hefði einkennt mig
með bessu. en nú var allt öðruvísi.
Kvöld eitt skreiddist ég upp káetutröppurnar,
máttlaus af þreytu, til að fara á vakt. Ofviðri
geysaði og frávikið var sex stig. Fordæmdraflói
gein við. Kjarkleysið var meira en ella, og ég
hafði talað vel yfir hausamótunum á Viktor, ég
hata kjarkleysið eins og pestina, ég hef sjálfur
verið kjarldaus og veit hvað ég tala um. Það var
ekki hægt að heyra sína eigin rödd fyrir veður-
haminum. Ég heyrði Helgu syngja faðir vor með
lagi B. Peterscn, i því ég lokaði á eftir mér. Við
mættum fáum skipum. Alfred gerði allt til að
hressa Hclgu og var annar faðir barnanna, hann
gerði líka allt sem hann gat fyrir mig.
Á sjó er það sjórinn og veðrið, sem gera skap-
ið. Ef hættur eru á ferðum eykst hugrekkið,
stormur og andblær gerir mann harðan, gott
veður gerir mann léttúðugan, í logni dreymir
mann. Eftir ofviðrið kom lognið.
Hafið getur verið kyrrt, en þar er þó alltaf
undiralda. hún er dásamleg, sérstaklega að nóttu
til, hún kemur svört af þunglyndi eins og heið-
in og lyftir okkur nær stjörnunum, svo heldur
hún áfram. áfram. þar til hún brotnar við
ströndina. Þá fyrst brotnar hún og syngur.
Skýin sigla yfir hafinu á daginn, og á nótt-
unni stjörnurnar.
Þegar ég hugsa um undirölduna, bráðnar eitt-
hvað í mér.
Börnin komu fyrr en venjulega upp á þilfar
þennan morgun. Máninn leið yfir vesturhimnin-
um eins og öfugur Feneyjabátur. Börnin stóðu
og horfðu. Svo hlupu þau til mín og þöktu mig
með kossum. Við undum upp öll segl og sett-
umst síðan að morgunverði. Sólin skein inn í
óræstilegan salinn, svo fór Helga að kenna börn-
unum í sólskininu, hún var bieik og hana svim-
aði þegar hún kom upp, en brátt hresstist hún,
og sólin vevmdi. Svo kom höfrungahópur stökkv-
andi yfir bláan liafflötinn. Nú gat ég farið að
lesa aftur. Ég byrjaði á „Mirrow of The Sea“,
eftir Conrad, Warneford gaf mér hana. Góð
bók. Conrad elskaði ekki sjóinn, hann elskaði
skip og sjómenn, hann hataði sjóinn, sem tók
það, sem hann elskaði, þó var sjórinn honum allt.
34D
V í K I N G U R