Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1949, Blaðsíða 64
Bill Naughtoni
Dikki lærir að tala
Þegar ég var 12 ára, var minn bezti vinur
drengur, sem kallaður var Dikki Flitt, og voru
aðeins tvö hús á milli heimila okkar, við sömu
götu. Dikki var bæði mállaus og heyrnarlaus
— daufdumbur. — Þessi vöntun virtist ekki
gera neinn mun hjá okkur strákunum. Hann
varð að passa í okkar kram, rétt eins og hver
annar strákur, án þess að vera neitt tiltakan-
lega öðruvísi en við hinir.
Ég verð að segja að hann var sérstaklega
leikinn í að lesa af vörum, og þegar við söfnuð-
umst saman við ljóskerstaurinn á horninu og
sögðum brandara, var það oftast hann, sem
skellti fyrst upp úr i sögulok. Að hann var dauf-
dumbur vorum við ekkert að fást um, fyrst hann
á annað borð var tekinn gildur.
Þegar hann vildi gera sig skiljanlegan, var
hann svo leikinn, að engin vafi var á hvað
hann meinti. Ekki litum við niður á hann vegna
málleysisins, síður en svo. Við álitum hann gáf-
aðan þar eð hann gat talað með höndunum,
því að með tungunni gátu auðvitað allir talað,
sem heyrn höfðu.
Á laugardögum vorum við Dikki vanir að
vinna okkur inn sinn skildinginn hvor, með því
að aka kolum á tvíhjólavagni frá kolakaupmann-
inum í hverfinu til nágrannanna. Eftir vinnuna
fórum við Dikki svo í kjötbúðingsbúðina henn-
ar „Mömmu Walsh“ í Doddsgötu. Hún hafði
ávalt á boðstólnum nýbakaðan kjötbúðing, fyllt-
an safamiklum mat, ekta enskan með lauk-
bragði. Við keyptum hálfskildings stykki hvor
og átum á meðan við gengum niður götuna.
„Þegar ég er orðinn milljóner“, var Dikki
vanur að segja mér með merkjum, og lét vas-
ana bunga út, „skal ég ekki borða annað en kjöt-
búðing frá „Mömmu Walsh“.
Það eina, sem gerði Dikka frábrugðinn öðrum
venjulegum drengjum var, hvað hann var ör-
geðja, uppstökkur og önuglyndur. Þegar hann
lék fótbolta varð hann afar æstur og átti þá til
að reka upp öskur, er hann var með boltann fyr-
ir framan mark andstæðinganna. Hann gat auð-
vitað ekki heyrt flautu dómarans og lék því
stundum of lengi, en varð svo mjög hryggur
eftir á, þegar hann var skammaður fyrir það.
Þá var það og einstaka þiáðjudagskveld, þegar
mamma hans kom ekki heim á venjulegum tíma
— þau bjuggu tvö í íbúðinni — og hann beið
með teið tilbúið, að hann varð svo leiður að engu
tali tók.
Þetta var það eina, sem gerði hann frábrugð-
inn okkur hinum, og styggði það suma stráka frá
honum. En okkur þótti svo vænt hvorum um
annan, að þessi skapbrestur hans varð okkur
ekki að sundurþykkju.
Frú Flitt var erfiðisvinnu manneskja, sem
þrælaði alla vikuna í þvottahúsi hverfisins, en
einstaka útborgunardag lét hún eftir sér að fá
sér eitt bjórglas með vinnufélögum sínum, áður
en hún fór heim.
Nú skeði það, að talsérfræðingur kom dag
nokkurn í skólastofuna okkar, og eftir að hafa
rannsakað Dikka, gerði hann mömmu hans boð
um að ef hún leyfði, myndi hann geta komið
drengnum fyrir í stofnun í Miðlöndum, þar sem
hann myndi áreiðanlega geta lært að tala. Frú
Flitt varð mjög hrærð yfir þessum möguleika,
en það var Dikki ekki. Hann sagðist vilja vera
kyrr, þar sem hann væri, og langaði ekkert til
að læra að tala öðruvísi en hann kynni þegar.
Ég var honum sammála, af því að ég vildi ekki
missa hann í burtu og óttaðist einnig að allt
myndi breytast milli okkar er hann hefði lært
að tala. Nágrannarnir sögðu það synd af móður,
að láta barnið sitt frá sér til ókunnugra. Sér-
fræðingurinn sagði frú Flitt að það væri skylda
hennar að láta hann fara og fór hún að hans
ráði.
Það var Ömurleg kveðja, þriðjudagsmorgun
einn í rigningu og sudda. Ég skrópaði í skólan-
um til að geta fylgt Dikka á járnbrautarstöðina,
ásamt móður hans. Því ekki gat hún farið ferð-
ina með honum, bæði vegna kostnaðarins og
346
V í K I N G L) R