Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Qupperneq 5
Guöm. Gíslason
Hugleiðmgar sjómanns
Ég tel víst að flestir hafi fylgst af áhuga
með tilraun þeirri, sem gerð var til fiskveiða
við Grænland í sumar, ég á þar við „Súðar-
leiðangurinn“. Því miður virðist þessi tilraun
hafa algjörlega misheppnast „en nú vaknar
þessi spurning“, er nú ekki óþarfi að kasta fé
í slíka dýra leiðangra meðan nógur fiskur er
við okkar strendur?
I sumar fiskaðist ágætlega í kringum Langa-
nes, t. d. voru 10 trillubátar gerðir út frá Bakka-
firði með 19 manna áhöfn, þessir bátar drógu
að landi frá byrjun júní þar til um miðjan sept-
ember um 250 tonn. Á sumum bátunum var
hluturinn um tuttugu þúsund krónur. Til saman-
burðar má geta þess, að Súðin kom úr hinni
frægu för með 300 tonn af lélegum fiski. Að
sögn voru þar um borð 60 eða 70 manns og skip-
inu fylgdu auðvitað bátar til að fiska, einir
þrír eða fjórir.
Án efa væri heppilegt að íslendingar kynntu
sér fiskimiðin við Grænland, en ættum við ekki
að reyna til að stunda okkar eigin fiskimið bet-
ur áður en við gerum meira af því að tæla menn
út í slík ævintýri, sem Súðarleiðangurinn hefur
án efa verið.
Á Bakkafirði var byggð bryggja í hitteð-
fyrra. Ég kynntist þeirri missmíð bæði í sjón
og reynd. Við lögðumst að bryggjunni á m.s.
Herðubreið í fyrrasumar. Er við höfðum legið
við bryggj una í góðan klukkutíma, var mér
sagt, að sjór streymdi inn í lest no. 2, fórum
við þá strax frá bryggjunni og gerðum að lek-
anum. Við athugun kom í Ijós, að steinnibba
stóð út úr miðri bryggjunni ca. 3 fet undir
sjávarmáli, lítils háttar súgur var, og vantaði
því lítið á að gat kæmi á skipið.
Ég skoðaði bryggjuna, steyptir höfðu verið
garðar utan um sker er liggur örskammt frá
sjálfum marbakkanum og fyllt upp með smá-
grýti, síðan steypt yfir með ca. 6 cm. þykku
sementlagi, en aðalgallinn var auðsjáanlega sá,
að sandurinn, sem notaður var, hefur verið of
moldborinn og því steypan algjörlega ónýt.
Enda fór líka svo, að er voraði hafði ægir sleikt
nýsmíðina svo dyggilega, að eftir voru aðeins
garðbútar sitt hvoru megin við skerið. Heyrt
hef ég sagt, að þetta mannvirki hafi kostað V2
milljón, og er hart til þess að vita, að peningum
landsmanna skuli bókstaflega vera fleygt þann-
ig í sjóinn. Nú er verið að endurreisa þessa
bryggju og lízt mér þannig á að þar sé unnið
af meira hugviti en að þeirri fyrri.
Margt mætti segja um bryggjur og hafnar-
mannvirki, sem unnið hefur verið að víðs vegar
um landið undanfarin ár, en ég ætla nú að láta
staðar numið í þetta sinn, nema að mig langar
aðeins til að minnast lítils háttar á hina fyrir-
huguðu höfn í Þorlákshöfn. Heyrt hef ég sagt,
að þegar sé byrjað á undirstöðu undir vestari
garðinn með því að sökkva niður sementsþökum.
I sambandi við Þorlákshöfn minnist ég þess,
að 1920 kom ég til borgarinnar Cacablanca í
Norður-Afríku, þá var verið að byggja þar
höfn fyrir opnu hafi, byrjað var á garði, sem
átti að taka á móti hinum stóru Atlantshafs-
sjóum. Ég tók sérstaklega eftir því, að steyptur
hafði verið fjöldinn allur af stórum Beton-
stykkjum (blokkum) ca. 3—4 metrar á kant.
Stór krani á larfafótum færði þessar stóru
blokkir á sinn stað og kafarar voru þarna auð-
sjáanlega til að laga undirstöðurnar undir þeim.
Eftir þrjú ár kom ég aftur til Cacablanca, þá
var höfnin fullgerð og gaman var að horfa á
þessa tvo voldugu gai’ða, eins og sterka hand-
leggi rétta beint út í Atlantshafið, til þess að
bjóða hinum sterku dætrum hafsins byrginn.
Er ég gekk út annan garðinn tók ég eftir því,
að á þann kantinn, sem að hafinu sneri, hafði
verið hrúgað feikn af sementsblokkum ca. 1—2
m. á kant, sem mynduðu nokkurs konar grunn.
Þar brotnuðu öldurnar áður en þær náðu sjálf-
um garðinum. Eitthvað líkt þessu hafði ég hugs-
að mér höfnina í Þorlákshöfn.
Nú er kosningar eru nýafstaðnar er ekki
nema eðlilegt að mönnum verði skrafdrjúgt um
þær. Ég hitti kunningja minn fyrir austan um
daginn og var hann að tala um hvað við ætt-
um við rammvitlaust kjördæmaskipulag að búa,
hin svokallaða hreppapólitík væri á leiðinni að
gera landið gjaldþrota, og tók hann dæmi. Hann
VÍ <1 N G U R
5.