Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Side 6
. gm t j jj i| íf • i i c
Ib St- j
/' frystiklefánum.
sagði mér að byggð hefði verið brú yfir ein-
hverja sprænu ofarlega í Skriðdal í sumar, og
þessi smíði hefði kostað 250 þúsund krónur,
en það versta við þetta væri það, að aðeins þrír
bæir hefðu not af þessari brú, eða með öðrum
orðum, að flutningur yfir brúna væri í mesta
lagi yfir árið ca. 8—10 tonn. Ætli það hefði
ekki borgað sig betur að færa bændurna um
set, t. d. á eitthvert eyðibýli neðar í dalnum og
spara þessa aura, eða byggja brú þar sem meiri
þörf var fyrir hana. En svona er nú hreppa-
pólitíkin, og bráðum tómur kassinn.
Svona sagðist þessum kunningja mínum frá.
Margar góðar tillögur komu frá síðasta
þingi F.F.S.I., en mig furðar á því, að ekki
skyldi hafa verið minnzt á hina miklu þörf
fyrir talstöðvar á ýmsum höfnum kringum
landið. Ég hef átt tal við marga formenn á
fiskibátum og eru þeir mjög óánægðir með
þetta framtaksleysi í talstöðvarmálinu, en það
er nú svo, að talstöðvar eru víða til, en það má
bara ekki nota þær, en hvers vegna? Það er
t. d. talstöð á Djúpavogi, en hún kemur að litlu
gagni, þegar ekki má snerta hana nema í viss-
um tilfellum. Einnig er mér kunnugt um að
talstöð er til á Raufarhöín, en hún er bara lokuð
inni í pakkhúsi og ekki notuð nema á sumrin,
og svona má lengi telja. Það sem við eigum að
heimta er, að hafa talstöð á hverri höfn, það
skapar mikið öryggi fyrir alla sjófarendur hér
við land, fyrir utan þau þægindi, sem það skap-
ar. Annars er ég hissa að Slysavarnafélagið
skuli ekki hafa áhuga fyrir þessu máli.
Að endingu vil ég minnast á eitt nauðsyn-
legt mál, sem ég álít að þyrfti að hrinda í fram-
kvæmd hið allra bráðasta og það er talb'rú á
Hornafirði, þar á hún heima, en ekki á Seyðis-
firði, eins og ég hef heyx-t að einhver hafi stung-
ið upp á. Skilyrði eru þar afleit, aftur á móti
prýðileg á Hornafirði.
Þetta myndi vera til mikilla þæginda fyrir
öll skip, sem sigla til útlanda, og eins strand-
feroaskipin. Þá væri hægt að ná beinu sam-
bandi við Reykjavík og Austfirði, jafnvel þó
skipin væru langt á hafi úti.
Gudm. Gialason.
6
VÍKINGUR