Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Side 9
á er letrað gleiðu letri: Games, er hrundið upp
og í ljós kemur salur einn mikill, með bar í
öðrum endanum, hljómsveit í hinum og dans-
gólfi í miðjunni. Þýzku herrarnir tveir eru úr
sögunni; þeir voru drukknir undir borðið um
tvöleytið og bornir út af nokkrum kjólklædd-
um þjónum. Hljómsveitin tekur til starfa, ljós-
in dofna og dansinn hefst, hálfu trylltari en á
hæðinni fyrir ofan, hælar glamra við gólf, pils
lyftast og þyrlast og tónlistin glymur í haus-
kúpunum, dauðadrukkin kona slengist í gólfið
og spýr beint upp í loftið, en er borin burt; spil-
ararnir þiggja óspart hina alkóhólísku örvun,
sem að þeim er rétt, og einhver tekur að kyrja
klámvísur út í horni.
Siggi Brands muldrar í kjassandi tón um leið
og hann dansar fram hjá Loftusi: Elsku litli
pungurinn minn. Alltaf notalegt að nudda sér
upp við bjórinn á þeim, svarar hinn og sveiflar
stúlkunni frá Berlín til hliðar.
Og þegar líður á nóttina kemur í ljós að með-
al gestanna leynast nokkrir ágætir skemmti-
kraftar, því skyndilega víkur skarinn til hliðar
og út á gólfið þeysir danskona af Zigaunakyn-
stofni og tekur að dansa með óviðjafnanlegri
fótlipurð og yndisþokka, ýmsa dansa, allt frá
írskum faldafeyki til serbnesks sverðsdans, ým-
ist með eða án herra, og klykkir að lokum út
með Lotusblóminu, og gerir það af slíkri kúnst,
að unun er á að horfa. Lófaklappið fyrir hinni
fótfimu stúlku er vart dáið út þegar maður einn
miðaldra, lágvaxinn og knár, finnur hjá sér
köllun til að leika sínar listir, stekkur upp á stól
og tilkynnir að hann muni líkja eftir nokkrum
skringilegum spendýrum, þar á meðal páfanum
í Róm. Að svo mæltu rífur hann út úr sér fölsku
tennurnar og stingur þeim í vasann, setur að svo
búnu stút á koníaksdöggvaðar varirnar og bein-
ir augliti sínu til himins, og sýningin hefst.
Um það er engum blöðum að fletta að túlkun-
in á páfa tókst bezt, enda fígúra sú greinilega
sá efniviður, sem bezt hæfði þeim skemmtikrafti
sem hér stóð upp á stól og stakk tönnunum aftur
í andlitið undir lófaklappi áhorfenda. Og hómó-
patinn yfirgaf augnablik hina dauðadrukknu
dömu sína við barinn og sýndi hvernig ætti að
standa á hausnum. En á meðan drukknar síðasti
lífsvottur dömunnar, í hinum þýzku veigum, og
þar með er notagildi hennar fyrir hómópatann
úr sögunni. Hún slefar og umlar: Lumma-lumm.
Það eru kveðjurnar, sem kyndarinn fær þegar
hann snýr aftur, en hann er maður sem vill hafa
eitthvað fyrir sinn snúð og hefur ráð undir
hverju rifi, enda margt reynt um dagana, með-
al annars verið skutlaður með hníf á hóru-
húsi á Spáni og háð einvígi á fljótapramma á
Ganges. Það er líka vel skiljanlegt að hann sé
gramur, því á þennan vanþakkláta kvenmann
hefur hann sóað bæði tíma og peningum, líka
því sem verra er: öðrum tækifærum, og þótt
af hans hálfu hafi meiningin verið yfirleitt
eitthvað skyld þessu, áður en viðskiptum hans og
stúlkunnar lyki, þá var þetta hvorki staður né
stund til að hagnýta það. Svo kyndarinn fram-
kvæmir í snatri á manneskjunni nokkrar bráða-
birgða lífgunartilraunir í anda Slysavarnarfé-
lagsins, og þegar þær bera ekki tilætlaðan ár-
angur, dregur hann hana á eftir sér út í hinn
endann á salnum í betra næði. Nokkrir hjálp-
samir Þjóðverjar aðstoða hann við að drasla
henni upp á borð við vegginn.
„Er hún dauð?“ spyr áhugasamur áhorfandi.
„Þetta er líklega Coronary Thrombis", sagði
maður, sem var eitthvað lauslega tengdur
sjúkrahúsi.
„Hvernig væri að gefa henni sitt undir
hvorn?“ spurði lagleg stúlka.
„Ja, ef um........“. Maðurinn, sem tengdur
var spítalanum, komst ekki lengra, því kyndar-
inn hafði öðrum hnöppum að hneppa en svara
bjánalegum spurningum, og greip fram í. „Ét-
iði skít!“
En allt kemur fyrir ekki, hvernig sem kynd-
arinn togar í tunguna, glennir upp augnalokin,
potar puttunum milli rifjanna eða í naflann:
Hin þýzka drós vill ekki vakna, en umlar aðeins
svo varla heyrist: Lulla, lulla. Hómópatinn
varpar yfir hana borðdúk í reiði sinni, og geng-
ur burt.
Þó rætist betur úr málum fyrir hann en á
horfðist, því innan stundar er hann kominn með
nýtt andlit milli handanna.
Enn líður á nóttina og stemning gestanna
hefur smám saman komizt á stig kyrrlátari lífs-
gleði: kviðvöðvar strengjast og lostahvítur hand-
leggur með gullarmbandi kemur upp úr síg-
arettureyknum við barinn, hægur hrynjandi
tónlistarinnar seitlar um hálfrökkrið og grann-
ur háls sveigist hægt út við glugga, íslenzk tunga
stendur í germönsku koki, síðan: blossi á eld-
spýtu, og það sést í sokkabönd stúlkunnar frá
Berlín.........
Nýr dagur er að renna.
Frh.
VÍKINGUR
9