Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Side 16
Hluti nf vélasal. Vélfræði-kennslustofa.
og ritfanga. Skólafélagið beitir sér fyrir ýmsu,
sem hefur menningarlegt gildi fyrir nemend-
urna, svo sem að útvega ódýra aðgöngumiða
að leikhúsum, skoða söfn og sýningar. Skóla-
félagið gefur út mánaðarrit. Flestir nemendur
skólans fá peningastyi’ki frá siglingamálaráðu-
neytinu, en skólinn hefur yfir að ráða allmörg-
um sjóðum, sem hann veitir lán og styrki úr,
t. d. hefur skipaeigendafélagið gefið allgildan
sjóð. Nemendur geta fengið rentulaust lán úr
þessum sjóði. Þegar nemandinn byrjar að sigla
á skipunum, er þetta lán endurgreitt á þann
hátt, að dregið er 10—20% af kaupi hans mán-
aðarlega unz lánið er endurgreitt. Þessar lán-
tökur hafa oft komið sér vel fyrir efnalitla
nemendur.
Ií Áberandi er hve góð samvinna er milli skól-
| ans og vélstjórafélagsins og hvað vélstjórafé-
E. P. C. Stahl,
framkvæmdas tj óri.
lagið stendur vel á verði um hag þessa mennta-
seturs stéttarinnar. Vélstjórafélagið er eitt af
öflugustu fagfélögum í landinu. Vélskólinn í
Kaupmannahöfn er einn af fullkomnustu vél-
skólum á Norðurlöndum, enda eru danskir vél-
stjórar stoltir af skólanum og sýna honum mikla
ræktarsemi, og má nefna, að nýlega gáfu þeir
píanó til afnota í hátíðasal skólans.
Odense í nóvember 1949.
Andrés GuðjÓ7isson.
VÍ KI N G U R
16