Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Page 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Page 18
Jóhann J. E. Kúld Eldur um borð Haustið 1926 var ég bryti á norska vöru- flutningaskipinu Activ frá Haugasundi. Skipið hafði losað þýzkar brúnkolatöflur á Akurcyri, og við vorum á leið til Siglufjarðar með helm- ing farmsins, sem átti að fara þar í land. Þetta var í byrjun nóvembermánaðar. Veður var gott, hægur norðan kaldi með dálitlu frosti, en tals- verður undirsjór, eftir að kom út úr mynni Eyjafjarðar. Nokkrir af mektarmönnum Siglu- fjarðar voru farþegar með skipinu frá Akur- eyri og voru þeir dálítið við skál, í boði fram- kvæmdastjóra skipsins, sem var með skipinu þessa ferð. Framkvæmdastjórinn sat með gest- um sínum í viðhafnarsal skipsins og var glatt á hjalla. Þegar við vorum við Hrísey síðari hluta dags, þá bað hann mig að útbúa veizlu- mat til kvöldverðar fyrir alla farþegana, sem voru tólf menn. Ég man að mér þótti þetta hreinasti óþarfi, þar sem við yrðum á Siglu- firði um sjöleytið, en sagði þó ekkert í þá átt, því ekki þýddi að deila við dómarann. Þar sem hjálparmaður minn lá veikur um borð, þá varð ég að hamast eins og um lífið væri að tefla, svo ég gæti afkastað þessu, ásamt vanalegum skyldustörfum, sem voru meiri en nóg eins og á stóð. Þegar klukkan var hér um bil sex, þá var ég að fara með mat aftur í matstofu yfirmanna. Tunglskin var og yndislegt um að litast, fjöll- in hvít niður í sjó, nema þar sem þau voru svo þverhnípt að ekki festi snjó á þeim. Þegar ég kom aftur út úr matstofunni þá stansaði ég drykklanga stund aftur við yfirbygginguna til þess að kæla mig. Mér varð litið aftur eftir skipinu og augu mín staðnæmdust við farm- rúmsopið. Hlerarnir höfðu verið settir lauslega yfir og þó ekki að fullu, því veður var gott, sem fyrr segir. Ég gat ekki betur séð, en að reyk legði upp frá brúnkolatöflunum. Ég sagði stýri- manni þeim, sem mataðist, frá þessu, en hann fór sér að engu óðslega. Sagði að þetta hlyti að vera vitleysa, því ekki hafði hann séð neitt þess háttar fyrir nokkrum mínútum, þegar hann var úti á þilfarinu. Stýrimaðurinn hélt svo áfram að raða í sig matnum, eins og ekkert hefði ískorist, en ég fór fram í eldhús, til þess að ná í veizlumatinn fyrir boðsgestina. Eftir nokkra stund, er ég hafði borið á borð fyrir gestina, þá skrapp ég aftur á skipið ti) þess að aðgæta hvort nokkur reykur sæist. Ég staðnæmdist við afturhorn yfirbyggingarinnar stjórnborðsmegin og litaðist um. Upp úr farm- rúminu steig greinilega reykur, hann hafði auk- izt talsvert frá því að ég sá hann fyrst. Fyrsti stýrimaður, ásamt einum háséta, voru þarna önnum kafnir við að koma fyrir sjósiöngu. Þrátt fyrir að sjó var nú dælt viðstöðulaust á kolatöflurnar, þá magnaðist reykurinn eftir því sem á leið daginn. Og þegar skyggja tók fyrir alvöru, þá fóru að sjást eldglæringar niðri í farmrúminu. En rétt áður en beygt var inn á Siglufjörð, þá gerðust þau uggvænlegu tíð- indi, að reykjarmökkur mikill gaus upp úr farmrúminu að framan, en það var nær því fullt af kolatöflum. Sjóslöngur voru nú einnig settar þangað fram í skyndi, en það virtist engin áhrif hafa. Sumir farþeganna tóku nú að ókyrrast, höfðu sýnilega fengið nóg af vistinhi um borð, þrátt fyrir ríkmannlegar veitingar framkvæmda- stjórans. Aðrir létu eld og reyk ekkert á sig fá, og sátu rólegir í veitingasalnum yfir guða- veigum framkvæmdastjórans. Þeir vildu sitja á meðan sætt var, og njóta þess sem í boði var, á meðan þess væri nokkur kostur. Skipið smá- nálgaðist ákvörðunarstaðinn, það skreið inn Siglufjörð eftir lognsléttum sjó, á meðan eld- tungur teygðu sig upp í myrkrið neðan úr báð- um farmrúmum. Þegar á Siglufjörð kom, var strax lagst upp að bryggju og vírar settir í land. Skipstjóri gaf nú skipun um að raka út cldana undir katlinum, því hann óttaðist spreng- ingu í skipinu, sökum þess hve gasið var mikið, sem smaug um allt skip, frá hinum brennandi kolatöflum. Þegar komið var að bryggju, létu farþegarnir ckki á sér standa að yfirgefa skipið og halda sem skjótast upp í bæinn. Madsen skipstjóri á Activ bað nú strax um aðstoð slökkviliðsins í landi, sem brá við fljótt og hóf björgunar- 1 B V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.