Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Page 22
A. Sandemose:
OFSÚKN
Síðari hluta hausts 1916 strauk ég af skonn-
ortu, sem komið hafði við í Fogo við Nýfundna-
land og ætlaði að taka þar fisk til Spánar. Mér
finnst ennþá, að ég hafi haft fullkomna ástæðu
til þess.
Ástandið var hörmulegt um borð. En það
skiptir ekki miklu, máli, eftir svo mörg ár, hver
hafði á réttu eða röngu að standa. Þegar slíkt
er orðið yfir þrjátíu ára gamalt, er venjulega
allt, sem heitir hatur eða fjandskapur, orðið að
óljósum endurminningum. Persónur eru þá
orðnar málinu óviðkomandi.
Ég komst með fiskiskonnortu frá Fogo yfir
til aðallandsins, og fékk þar vinnu við skógar-
högg, héraðið hét Millertown. Inni í landi er
Nýfundnaland algjörlega óbyggt, svo að við, sem
höfðum þar viðlegu, sáum aldrei konur, börn
eða byggða^staði.
Ég man ekki lengur í hve mörgum bækistöðv-
um ég vann. Þær voru allar eins. Þar sem við
settumst að, byggðum við sjálfir langan skála.
Veggirnir voru úr einföldum borðum og tjöru-
pappaþak. Inngangur í miðju. Vinstra megin
héldu matsveinninn og verkstjórinn til, og þar
borðuðum við. Hægra megin var ,,the bunk
house", þar sváfum við, hálft hundrað manna,
á hillum meðfram veggjunum. Við sóttum lyng
í skóginn til að liggja á. Lúsin herjaði.
Framh. af bls. W.
inu, þegar farið var að flytja farangurinn um
borð aftur, sem bjargað hafði verið, að sjö
flöskur af víni vantaði á byrgðirnar. Eigandi
vínsins, sem var útgerð skipsins, gerði þó ekk-
ert veður út af svona smámunum, en þá kom
til kasta yfirvaldanna í landi, sem settu allan
sóma sinn í að fá það upplýst, hvað orðið hefði
af þessum guðaveigum. Næstu dagar fóru því
í stöðugar yfirheyrslui-, en ekkert sannaðist í
málinu. Madsen gamla var hins vegar bölvan-
lega við svona rekistefnu. Hann sagðist lialda
að hinum gömlu víkingum væri ekki of gott
að njóta þessa lítilræðis, án þess að vera hund-
eltir: Ég á nóg eftir í morgunsnapsa, sagði
hann og púaði um leið.
Mig minnir að maturinn hafi verið frekar
fábrotinn og frumstæður, en góður og næring-
armikill. Stundum fengum við nýtt kjöt af villi-
hreinum, kanínum og grísum, einskonar undan-
villingum. Það voru magrir grísir, mjóir, og
eins og samanþjappaðir frá hliðunum. Ég skil
ekki á hverju þeir lifðu þarna í barrskógunum.
Seinna hef ég talað við Nýfundnalandsmenn,
sem aldrei hafa heyrt getið um þessa grísi í
landinu. Það voru ábyggilega ekki venjuleg villi-
svín, heldur munu þeir hafa verið undan tömd-
um svínum, en villzt að heiman.
Maður kemur varla á ömurlegri staði, og
grárra loftslag getur maður tæpast ímyndað
sér, ýmist slydda, snjór eða rigning, og í frí-
stundunum ekkert að gera, annað en sitja og
glápa á vegginn. Ekki blað, ekki bók. Úti fyrir
bara veglaus skógur, sem maður fékk nóg af í
vinnutímanum. Fyrir þann, sem ekki hafði
byssu, var ekki annað að gera en leggjast flat-
ur og reyna að sofa sig frá þessari grámollu,
þangað til maður þurfti aftur af stað með öx-
ina. Vinnutíminn var ekki ákveðin tala vinnu-
stunda, maður vann eins lengi og sá til á daginn.
Það var frá áttá til tíu tímar. Mig minnir, að
vinnan hafi ekki verið mjög erfið, þegar ég
hafði vanist henni um tíma, maður var líka
ungur og sterkur, og þá vanur erfiðisvinnu.
Það gerði líka sitt, hvað Við sváfum mikið, og
að fæðið var yfirleitt gott. En óendanlega ömur-
leg tilvera var þetta, auð og omurleg, svo manni
f'annst, að maður myndi slokkna innvortis. IJm
rómantík var svo sem ekki að tala.
Það hljóð, sem ég minnist bezt frá kvöldun-
um, var hið langa og ömurlega gaul, sem karl-
arnir gáfu frá sér, þegar þeir geispuðui Stund-
um söng einhver þeirra ástarkvæði upþá marg-
ar tyíftir vísna — söng svo falskt, að mann skar
í eyrun. Ennþá man ég eftir kvæði, sem mér
finnst hafa verið minnst hundrað vísur, sem
allar byrjuðu eins: , I have a girl in Boston“.
Þegar maður hefur heyrt þetta þúsund sinnum,
fer mann að langa til að heimsækja þessa stelpu
í Boston og lemja hana duglega.
Á einni stöðinni, þar sem ég vann, dó einn.
VÍKINGUR
22