Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Side 24
raunverulega væri miklu meira í mig spunnið
en aðra, að ég væri gáfaðri, laglegri og sterk-
ari. Ekkert af þessu, var ég fær um að telja
sjálfum mér trú um. Ég vissi alltof vel, að það
var minna í mig spunnið en aðra, að ég var
heimskari, ljótari og veikgerðari. Nei, ég bjarg-
aði mér á allt annan hátt. Ég bjargaði mér með
því, að skríða inn í sjálfan mig og hugsa sem
svo: Þú hefur verið heimskur, þetta er allt
saman þér að kenna. Þú stökkst að heiman, þú
hefur gert mjög margt, sem þú hefðir átt að
láta ógert, og nú hefurðu strokið af skútu og
flækist mállaus í ókunnu landi. Það er allt sam-
an þér að kenna.
Ef til vill lyftir einhver vísifingrinum og seg-
ir: Þessi drengur þekkti þó að minnsta kosti
sjálfan sig. En það gerði ég alls ekki. Ég veit
nú, að ég hef á engan hátt verið heimskari, veik-
gerðari eða ljótari en fólk er flest. Mér hafði
verið sagt þetta, og í barnslegri einfeldni minni
hafði ég trúað því.
En svo öfugsnúið er það, að það var samt
sem áður vitundin um að vera heimskur og
skrítinn, sem átti eftir að hjálpa mér gegnum
nokkur erfið ,ár. Ég viðurkenndi, að sökin væri
algjörlega mín, og reyndi að gera allt, sem ég
gat, til þess að verða hyggnari, svo það var
eftir einkennilegum krókaleiðum að ég komst
á strik, leiðum, sem ég síðan hef ekki
haft gildar ástæður til að barma mér yfir.
Sá, sem ímyndar sér, að hann sé ákaflega gáf-
aður, getur auðveldlega farið að halda'að hann
geti ekki orðið gáfaðri. En hinn aumi skarfur,
sem heldur að hann sé flón, vill gjarna auka
við reynslu sína og verða sér úti um þekkingu.
Það liðu nokkrir óhugnanlegir dagar. Það yrti
aldrei neinn á mig. Enginn svaraði þegar ég
reyndi að koma af stað samtali. Brátt þorði
ég það ekki heldur. Ég þorði ekki að segja
upp og fara, því ég bjóst við öllu mögulegu, sem
þeir þá myndu finna upp á. Ekki gat ég heldur
strokið, því ég bjóst ekki við að rata til byggða.
Enn í dag veit ég ekki hvað hefur skeð. Jú,
ég veit það, það var ekki nokkur skapaður hiut-
ur, en ég hef heldur ekki getað reiknað út hvað
þeir héldu. Eftir mörg herrans ár, 1938, ákváðu
örlögin, að ég kæmi til Botwood á Nýfundna-
landi, og ég frétti að verkstjóri einn úr skógun-
um í Millertown byggi þar nú á gamals aldri.
Er ég heyrði nafnið, fannst mér ég kannast við
það, það var síðasti verkstjórinn minn í Miller-
town. Hann hét Rodith Campbell. Við munum
eftir þeim, sem við höfum óttast. Ég fór og
ætlaði að heimsækja hann, en hitti hann ekki.
Hann myndi líka ekkert hafa getað sagt mér.
Ég hafði verið einn af mörgum hundruðum,
sem hann hafði mátt kljást við í heilan manns-
aldur, og hann myndi aldrei hafa fengið jafn
skýra mynd af mér og ég af honum.
Svo varð það flótti, þrátt fyrir allt. Við leit-
um auðveldustu leiðarinnar, og það varð brátt
auðveldara að strjúka og hætta á að svelta í
hel í skóginum, en að vera kyrr í allri þessari
myrku óhugnan. Ég hafði líka fengið þá hug-
mynd, að kannski vissu þeir um eitthvað, sem
hafði skeð áður fyrr, og strákar halda alltaf
að þeir séu mjög miklir syndarar.
Auðvitað hafa þeir ekki vitað annað en það,
sem þeir sáu þarna í stöð Rodith Campbells,
það er að segja ekkert. — Ef til vill höfðu þeir
komizt á þá skoðun, að ég væri mormóni, og
Nýfundnalandsmenn eru ekki til að spauga með
í trúarlegum efnum. Það er ekki ýkja langt síð-
an þeir réðust á amerískan selfangara og eyði-
lögðu bæði afla og skip vegna þess, að ameríkan-
arnir stunduðu, veiðina á helgidögum. Ég held
það hafi verið yfir þrjú hundruð þúsund doll-
arar, sem Nýfundnalandsstjórnin mátti út með
í skaðabætur og sektir. Fyrsta járnbrautarkerf-
ið orsakaði óeirðir, vegna þess, að það var á
móti hugmyndum þeim, sem þeir gerðu sér um
kristilega siði.
Ég held ennþá, að það hafi verið eitthvað
vegna trúarinnar, einhver grilla, sem þeir höfðu
fengið, jafnvel þó þeir skildu ekki hvað ég
sagði, en það upplýsist aldrei, og — nei, það
er ekki svo ákaflega merkilegt. En þegar ég
ákvað að strjúka næstu nótt, var ég viss um,
að þeir höfðu ráðgert að drepa mig.
Höfðu þeir það?
Það er ég viss um nú, að svo var ekki. En
þá var ég jafn viss um að þeir höfðu ákveðið
það. Þeir umgengust mig með svo áberandi fyr-
irlitningu og hatri, já, næstum hræðslu, að ég
bjóst við hinu versta. Nú álít ég, að þetta ein-
kennilega ástand hefði einn góðan veðurdag
endáð með því, að einn þeiri'a hefði vaknað við
og spurt hina, hvað þessi vitleysa ætti eigin-
leða að þýða, og allir hefðu brátt orðið elsku-
legir. Eða þeir hefðu gefið mér á ’ann án þess
sjálfir að vita vel hvers vegna þeir gerðu. það,
og svo hefði allt liðið hjá, eins og eftir þrumu.
Þegar ég læddist út í skóginn um nóttina,
held ég að hver einasti maður hafi verið vak-
andi og heyrt að ég fór. Það var alltof óeðlilega
kyrrt. Enginn hraut eða andaði, svo maður yrði
var við. Kannski létti þeim við að ég hyrfi.
Hvort ég slapp lifandi? Jú, hér sit ég og
skrifa.
Æska!
Gudmundur Guðmundsson þýddi.
24
VÍ K I N G U R