Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Side 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Side 29
sé krankt, og þá stórhættulegt, og ætti þar af leiðandi ekki að hafa haffærisskírteini, en þessu er áreiðanlega ekki þannig varið með nýju „fossana", svo að þeir menn, sem láta þessa skoðun í ljós, geta ekki haft mjög mikið til síns máls. Það er þá fyrst að benda á, að því hærri sem yfirbygging skipsins er, þó að vissu marki, því stöðugra er skipið. Vil ég í þessu sambandi benda á m.s. „Bragi“ R E 250, því að þægilegra vinnupláss mun vart finnast á sjó hér við land, á sambærilegum fiskibát, en þilfarið á honum, vegna þess hve stöðugur hann er. Þá sést einnig af teikningunni, að aðalvél „fossanna“ er löng og lág og virkar því þungi hennar neðar á skip- in en ef um hærri vél væri að ræða, og vegur þvi þyngra en ella á móti hærri yfirbyggingu. Um orku vélanna er það eitt að segja, að hing- að til hefur ekki þótt ástæða til að kvarta und- an of mikilli orku í íslenzkum skipum, heldur hið gqgnstæða. Hvað burðarmagn skipanna snertir, þá er það eðlilega minna en ef um venjuleg flutn- ingaskip er að ræða, þar eð meira en helmingur lestanna er einangraður til flutnings á frosn- um matvælum, eða 7900 cu. ft. (grain) en lest- ar nr. 1 og 4 eru 78000 cu. ft. (grain) og óein- angraðar. Aðalmál skipanna samkvæmt teikningu eru þessi: Lengd 290 ft. Breidd 46 ft. Djúprista 21 ft. og 3%, þuml. fullhlaðið, en þá ber skipið 2675 tonn af vörum. Aðalvélin er níu strokka, einvirk tvígengisvél, 2950 hemilhestöfl með 160 s. á mín. Strokkvíckl er 500 mm. og slaglengd 900 mm. Þrjár 120 kw. Ijósasamstæður framleiða raf- magn fyrir skipið og tvær tveggja strokka Sabroc kælipressur eru í vélarúminu fyrir kæli- lestarnar. Það á vafalaust margt eftir að koma í ljós, með tíma og notkun, um gæði og galla þessara skipa, sem annara, en það er þó víst, að í dag er tekið eftir þeim, hvar sem þau sigla og koma, og erlendis þykja þau bera vott um smekkvísi og góða stjórn í hvívetna og vera landi og þjóð og Eimskipafélagi Islands til sóma. * Ymislegt Rússar hafa samið við Dani (B. W.) um smíði á 13.500 smál. olíuskipi og fimm mótor- skipum með kælitækjum. • The Socany-Vacuum Oil Co. selur olíur í Oslermoor, nálægt Kiel-skurðinum á $ 16,83 fyrir Bunker C. kæliolíu og $ 25,19 fyrir diesel- olíur. • John Lewis & Sons, Ltd., Aberdeen, eru að byggja diesel-togara. Eigendurnir eru St. Andrews Steam Fishing Co. Ltd., West Hartle- pool Steam Navigation Co. Ltd. og J. Marr & Son, Ltd. Skipið er 190 feta langt og 32 feta breitt, sjórými er um 1400 tonn fullhlaðið. Þriggja strokka Doxford Diesel mótor knýr skipið, 1140 hemilhestöfl, snúningshraði 140 s. á mín. og er þetta minnsti hreyfill, sem Doxford hefur smíðað um margra ára skeið. Strokkvídd er 440 mm. og samanlögð slaglengd er 1440 mm. í skipinu er Robertson togvinda með Hyland- olíudrifi. • Technik und Wissenschaft heitir nýtt mán- aðarrit, sem gefið er út i Kiel—Flensburg. Ritið kostar 2,50 þýzk mörk, fyrir utan póstgjald, frá Nicolaistrasse 7, Flensburg, Germany, Brit- ish Zone. Olíuverð á nokkrum þeirra staða, er íslenzk skip sigla til: Ketilolía Dieselolía Antwerpen . . . . 91/6 133/- Genoa 92/- 139/- Hamborg 95/2 136/1 Hull 91/6 133/- Liverpool 91/6 133/- London 91/6 133/- New York . . . . ... $1,90 $3,32 Gj aldmiðillinn, sem miðað er við, er sterlings- pund pr. tonn, nema í New York, þar er miðað við dollar pr. tunnu. Frá Langcinesi. V I K I N G U R 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.