Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Qupperneq 30
13./12. Úranus, fyrsti nýsköpun-
artogarinn, sem farið hefur á salt-
fiskveiðar, kom úr veiðiför í gær.
Undanfarið hafa nokkrir togarar
landað afla sínum til söltunar í
Reykjavík, eru slikar ráðstafanir
afleiðing af slæmum söluhorfum fyr-
ir ísvarinn fisk í Bretlandi. Marz
Iandaði nýlega í Reykjavík 200 smál.
af þorski og um 80 smál. af öðrum
fiski. Var það allt saltað til útflutn-
ings.
Rauði Kross ísl. hefur starfað í 25
ár. Meðal forgöngumanna að stofn-
un hans voru Tryggvi Þórhallsson,
Sveinn Björnsson og Steingrímur
Matthíasson læknir. Alls eru nú
starfandi 10 Rauðakross-deildir
víðsvegar um landið.
•
26./12. Banaslys varð í Borgar-
firði. Valt jeppabifreið út af veg-
inum hjá svokölluðu Hraunsnefi og
slasaðist annar maðurinn, sem í bif-
reiðinni var svo, að hann lézt af
meiðslum sínum litlu síðar. Maður-
inn hét Jóhannes Kristvinsson Víði-
mel 21, Reykjavík.
•
28./12. Fjallvegir voru yfirleitt
færir um jólin. Fært var i f.vrradag
austur um Hellisheiðf, allt til Víkui
í Mýrdal. óveniu friðsamt var í
Reykjavík um jólin. Drykkjuskapur
var með allra minnsta móti, sem
verið hefur í mörg ár, og má það
sömuleiðis með einsdæmum heita,
að slökkviliðið var aldrei kvatt út
yfir alla jólahelgina. Jólapóstur varð
að þessu sinni meiri en nokkru sinni
áður. Póstmenn voru í hreinustu
vandræðum vegna iimleysis. enda
voru borin út 235 þúsund jólabréf
til Rcykvíkinga.
30./12. Kauplagsnefnd og Hag-
stofan hafa reiknað út vísitölu
framfærslukostnaðarins fyrir des-
embermánuð og reyndist hún vera
340 stig, eða þrem stigum hærri en
í mánuðinum á undan. Hækkun þessi
stafar af híekkuðu verði á smjör-
líki, saltkjöti og fatnaði.
•
4. /1. Ráðgert er að gera út 18
báta frá Akranesi til línuveiða á
vetrarvertíðinni. Er unnið að undir-
búningi vertíðarinnar, en enginn
bátur mun byrja róðra fyrr en á-
kveðið hefur verið af stjórnarvöld-
um landsins hvað gert verður í dýr-
tíðarmálunum.
í síðustu Hagtíðindum er skýrt
frá álagningu tekju og eignaskatts
árið 1948 og út frá því reiknaðar
heildartekjur þjóðarinnar árið á
undan. Reyndust þær vera 1222,17
millj. króna og höfðu aukizt um nær
200 milljónir frá árinu 1948.
•
5. /1. Tillögur ríkisstjórnarinnar í
málefnum bátaútvegsins lagðar fram.
Þar eru ekki farnar neinar nýjar
leiðir, heldur er baldið áfram á
sömu braut og áður, braut uppbóta
og styrkja.
Síðastliðið sumar var gerð tilraun
til að reka vinnuskóla fyrir unglinga
á aldrinum 12—14 ára á Akranesi.
Skólinn starfaði frá 31. maí til 1.
október, og var aðalþáttur skólans
rætkun matjurta, en auk þess ýmis
önnur störf og nokkurt bóklegt nám.
Gafst tilraunin mjög vel.
•
7./1. Eldur kom upp í geymslu-
plássi í Lyfjabúðinni Iðunn. Brann
hæðin nokkuð að innan, einkum þau
herbergi er vita mót suðri og hana-
bjálkaloftið. Skemmdir urðu minni
en á horfðist í fyrstu. Eldsupptök
munu hafa verið í herbergi, sem í
var geymd baðmull og sárabindi, en
orsök eldsins er ókunn.
10./1. Tíu menn létu lífið er vél-
báturinn Helgi sokk við Faxasker í
Vestmannaeyjum á þriðja tímanum
síðastliðinn laugardag. Mönnunum
tveimur, sem komust á skerið, varð
ekki bjargað, þrátt fyrir margar og
háskalegar tilraunir. En lík þeirra
náðust snemma í gærmorgun er
nokkuð dró úr veðurofsanum og vél-
báturinn Sjöfn gat dregið björgun-
arbát út að skerinu, en fjórir menn
úr honum komust upp í það. Þar
fundu þeir Gísla Jónsson stýrimann
og óskar Magnússon háseta, báða
örenda, og voru lík þeirra flutt á
land á Eiðinu við geymsluskýli björg-
unarbátsins. Á þeim sáust nokkrir
áverkar og er talið ólíklegt að þeir
hafi lifað lengi eftir að þeir komust
á skerið. En um það leyti, sem Helgi
fórst, skall á eitt versta veður, sem
menn muna þar um slóðir, og mæld-
ust þar 15 vindstig á Stórhöfða.
Gizkað er á að orðið hafi að
minnsta kosti þriggja milljóna króna
tjón af völdum stórbruna, sem varð
í Vestmannaeyjum aðfaranótt 8. þ.
m. 1 brunanum gereyðilagðist um
300 fermetra geymslu- og aðgerðar-
hús og efsta haið Hraðfrystistöðvar
Vestmannaeyja, langstærsta hrað-
frystihúss laudsins, sem til þessa
hefur framleitt um 2,000 tonn af
hraðfrystum fiski á ári eða 7 prósent
af heildarframleiðslu landsmanna
af þeirri vöru. 1 Hraðfrystistöðinni
og geymsluhúsinu eyðilagðist mikið
verðmæti af fiski, vélum alls konar
og áhöldum, veiðarfærum og fleiru.
Ekkert manntión varð. Geysierfitt
var að eiga við eldinn, enda var
ofsaveður á og ekki bætti það úr
skák að þari settist í vatnsslöngur
slökkviliðsins, svo að þær voru að
lieita má gagnlausar á tímabili og
stöðvaðist slökkvistarfið þá -ð
mestu.
30
VÍKINBUR