Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1950, Qupperneq 32
S extugur: Baldvm Halldórsson, skipstjóri 16. nóvember s.l. varð einn af okkar kunnustu togaraskipstjórum, Baldvin Halldórsson, Aust- urgötu 16, Hafnarfirði, sextugur. — Hann er fæddur að Næfurholti á Rangárvöllum árið 1881, sonur hjónanna Halldórs Magnússonar og Guðrúnar Baldvinsdóttur. Baldvin byrjaði að stunda sjó árið 1907 og þá á áraskipum, eins og svo margir þeirra sjó- manna, sem eitthvað hafa komizt áfram á þeirri braut. Hann var brautskráður frá Stýrimanna- skólanum 1920 og varð fyrsti stýrimaður á tog- ara 1924. Baldvin fékk fljótt orð á sig sem dugandi sjómaður, enda valdizt hann brátt í skiprúm hjá einhverjum nafntogaðasta skip- stjóra hér við land á þeim árum, Þórarni 01- geirssyni og varð stýrimaður á skipi hans. Þessi skipstjóri, sem talinn var með þeim fremstu hvað aflabrögð og alla sjómennsku snertir, gat auðvitað valið úr togarasjómönn- um á skip sitt. Þáð mun því engin tilviljun að Baldvin varð hans hægri hönd um langt skeið. Árið 1984 fékk Baldvin sjálfur skip til um- ráða og hefur verið skipstjóri á togurum óslitið síðan, með þeim árangri sem allir þekkja. Hann er nú meðeigandi í þremur togurum í Hafnar- firði, og sótti einn þeirra, þ. e. nýsköpunartog- arann Bjarna riddara 1947 og var með það skip þar til á síðastliðnu ári, að hann varð framkvæmdarstjóri fyrir b.v. óla Garða. Bald- vin er þó ekki alveg búinn að kveðja sjóinn, því á afmælislaginn var hann með togarann Hauka- nes á veiðum. Það gafst því engum vina hans tækifæri til að hitta hann á þessum merku tíma- mótum og mun Baldvin hafa verið því feginn, því fáa menn þekki ég, sem eru frábitnari öll- um hávaða en hann. Ég var svo heppinn að kynnast þessum mæta manni er hann sótti Bjarna riddai'a, og var í þjónustu hans meðan hann stjórnaði því skipi, cða á annað ár. Baldvin er nefnilega einn af þeim mönnum, sem maður græðir á að kynnast. Hann er einstakt prúðmenni við undirmenn sína, skapfastur og ákveðinn. Eins og áður er sagt, er Baldvin enginn hávaðamaður eða flysj- ungur. Hann er einn af þeim, sem hafa unnið 32 störf sín í kyrrþey og er manna ófúsastur til að láta bera á sér á nokkurn hátt. Guð hefur verið örlátur við Baldvin. Auk þess sem hann er þrekmaður likamlega, er hann prýðilega gáfaður maður, vel lesinn og fróður um marga fleiri hluti heldur en aflabrögð og sjómennsku. Ekki get ég hugsað mér að Baldvin eigi nokkurn mann að óvini. Hitt er svo annað mál, að hann er vandur að vali kunningja, en þeim sem hann hefur einu sinni tekið, þar verður engu haggað fyrir annarra tilstilli. Baldvin er kvæntur Helgu Jónsdóttur, ætt- aðri úr Reykjavík. Eiga þau fjögur uppkomin börn, Ástu gifta Oddi Thorarensen lyfjafræð- ingi, Halldór 2. stýrimann á b.v. Bjarna ridd- ara, Jón loftskeytamann og Hafstein stud. jur. Ég veit að Baldvin kann mér engar þakkir fyrir þetta skrif. En það hefur það og engum er kunnara en mér hversu þessi svipmynd, sem ég hef reynt að draga hér upp, er ófullkomin og ófullnægjandi. Ég óska svo Baldvini alls hins bezta í framtíðinni og vona að hans megi lengi við njóta. M. Jensson. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.