Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 2
Vélskipið Helgi fersí a Faxaskeri Síðdegis á laugardag, hinn 7. janúar síðast- liðinn, tóku að berast um það fregnir hingað til Reykjavíkur, að vélskipið Helgi frá Vest- mannaeyjum hefði farizt á skeri í nánd við eyjarnar þá um daginn. Skipið hafði lagt af stað úr Reykjavík um morguninn í allhvössu veðri, en veður versnaði mjög er á daginn leið og með kvöldinu var komið austan fárviðri. Það fylgdi einnig fregninni, að tveir menn myndu hafa komizt upp á sker, en vonlítið eða von- laust mætti teljast um björgun þeirra. Því miður reyndist þessi harmafregn rétt. Helgi hafði farizt við Faxasker og tíu manns látið lífið. Mönnunum tveimur, sem komust á skerið, varð ekki bjargað, þrátt fyrir ítrekað- ar og djarflegar tilraunir björgunarliðs Vest- mannaeyja. Á Helga var sjö manna áhöfn og þrír farþegar höfðu verið með bátnum. Fara hér á eftir nöfn þeirra, sem fórust: Hallgrímur Júlíusson, skipstjóri. Hann var 43 ára, fæddur 3. júlí 1906, kvæntur, átti tvö börn, 5 og 7 ára, og þrjú stjúpbörn. Hann var dugmikill sjómaður og hafði verið skipstjóri á Helga um tíu ára skeið. Öll styrjaldarárin sigldi hann skipi sínu í fiskflutningum til Bretlands. Árið 1945, að styrjaldarlokum, veitti bórgar- stjórinn í Fleetwood honum og skipshöfn hans sérstakar heiðursmóttökur, til að þakk'a þá at- orku, þrek og hugrekki, sem skipverjar á Helga höfðu sýnt í millilandasiglingum á styrjaldar- árunum. Hafði Helgi þá farið 120 ferðir yfir hafið milli Islands og Bretlands og siglt um 150 þús.sjómílur til að færa Bretum björg í bú. En um síðustu áramót hafði skipið íarið sam- tals um 200 ferðir milli þessara landa. Gísli Jónasson, stýrimaður, 32 ára, fæddur 27. september 1917, ókvæntur. Gísli var frá Siglu- firði. Jón B. Valdimarsson, 1. vélstjóri. Hann var fæddur 25. september 1915, og var því 34 ára að aldri. Hann var kvæntur og lætur eftir sig eitt barn ársgamalt. Gústaf Adólf Runólfsson, 2. vélstjóri, 27 ára, fæddur 26. maí 1922. Kvæntur, átti fjögur börn ung. Hálfdan Brynjólfsson, matsveinn, 23 ára, fæddur 25. desember 1926. Hann var nýkvænt- ur, kvæntist á gamlárskvöld s.l. Siguröur Ágúst Gíslason, háseti, 26 ára, fædd- ur 1. september 1923. Ókvæntur, en hafði fyrir aldraðri móður að sjá. Óskar Magnússon, háseti, 22 ára, fæddur 15. ágúst 1927. Ókvæntur. Farþegar voru þessir: Arnþór Jóhannsson, skipstjóri frá Siglufirði. Hann var 42 ára, fæddur 12. marz 1907, kvænt- ur og átti þrjú börn. Arnþór var þjóðkunnur skipstjóri og frábær aflamaður. Hann var lengi með vélskipið Dagnýju frá Siglufirði, sem jafn- an var í tölu aflahæstu síldveiðiskipa og eigi sjaldan aflahæst. Síðustu árin hafði Arnþór verið skipstjóri á Helga Helgasyni frá Vest- mannaeyjum, og einnig þar reynzt dugmikill og aflasæll. Var hann á leið til Eyja til að halda þar áfram störfum. Séra Halldór Einar Johnson, 64 ára, fæddur 12. september 1885. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Akureyrarskóla 1907, fór skömmu síðar til Bandaríkjanna og hélt þar áfram námi. Lauk hann þar guðfræðiprófi 1917 og var síðan prest- ur í Kanada um þriggja áratuga skeið. Hann V.s. Ilelgi frá Vestmannaeyjum. 36 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.