Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 43
Lie, aðalritara Sameinuðu þjóðanna og Romulos forseta allsherjarþings- ins, tilkynningu varðandi útnefn- ingu og nöfn manna þeirra, sem verða eiga fulltrúar kínversku kommúnistastjórnarinnar hjá S. Þ. Ennfremur er endurtekin krafan um að fulltrúar þjóðernissinna- stjórnarinnar verði látnir víkja sæti fyrir fulltrúum Pekingstjórn- arinnar. 3./1. íslenzku fulltrúarnir á þingi sameinuðu þjóðanna fengu sam- þykkta tillögu um, að landhelgis- mál verði tekin til meðferðar í sér- l'ræðingadeild stofnunarinnar, en þar fá þeir kærkomið tækifæri til að skýra landhelgismálin frá íslenzku sjónarmiði. Fjórtán brezkir, norskir og sænsk- ir vísindamenn eru nýlagðir af stað á norsku heimskautafari frá Höfða- borg til Suðurskautsins. Fulltrúadeild franska þingsins af- greiddi í gær fjárlagafrumvarpið til efri deildar, og var það við lokaat- kvæðagreiðslu samþykkt með 21 at- kvæðis meirihluta. Itíkisstjórn Islands hefur veitt lýðveldinu Bandaríkjum Indónesíu viðurkenningu sína, og hefur for- seti fslands sent forseta lýðveldis- ins heillaóskaskcyti í þessu tilefni. • 6./1. Bandaríkjastjórn lýsir yfir, að hún muni ekki veita þjóðernis- stjórninni í Kína hernaðarlega að- stoð til þess að verja eyna Formósa, né heldur senda þangað hernaðar- ráðunauta til þess að skipuleggja varnirnar fyrir kínversku stjórnina. • 9. /1. Utanríkisráðherra kínversku kommúnistastjórnarinnar i Peking hefur formlega krafizt þess, að full- trúar kínversku þjóðernissinna- stjórnarinnar verði látnir víkja sæti í öryggisráðinu fyrir fulltrúum hennar. • 10. /1. Átta verkamenn voru skotn- ir til bana, yl'ir 30 hættulega særðir og meira en 60 hlutu minni áverka, er ítalska rikislögreglan hóf skot- hrið á kröfugöngu i borginni Mod- ene í gær. Um þrjár milljónir italskra verkamanna gerðu mót- mælaverkfall i gær. 13./1. Varð árekstur milli brezks kafbáts og sænsks 600 smálesta skips í Themsármynni, með þeim afleiðingum, að kafbáturinn sökk þegar í stað. Alls munu 76 menn hafa verið á kafbátnum. 58 manna er saknað en 15 varð bjargað. • 15./1. Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna skýrði frá því, að komm- únistastjórnin kínverska hefði lagt hald á ræðismannsskrifstofur Banda ríkjanna í Peking, svo og eignir landsins þar. Lítur Bandaríkjastjórn mjög alvarlegum augum á þessa at- burði, og hefur við orð að kalla heim alla sendimenn sína frá þeim hluta Kína, sem kommúnistar ráða. • 17./1. Fulltrúar Kússa gengu af fundi þriggja nefnda, sem eru inn- an vébanda S. Þ., er synjað var kröfu þeirra um brottrekstur full- trúa kínversku þjóðernissinnanna úr hlutaðeigandi nefndum. Áður hafði rússneski fulltrúinn Malik gengið af fundi Öryggisráðsins, vegna setu fulltrúa kínversku þjóðernissinn- anna þar. • 19. /1. Skýrt var frá því, að David Lilientahl hafi boðizt til að fara til l'undar við Stalin marskálk í Moskva til að bera sættir milli Bandarikj- anna og Kússlands í kjarnorkumál- unum. Lilicntahl var til skamms tíma formaður kjarnorkumálanefnd- ar Bandaríkjanna. • 20. /1. Mikil flóð liafa orðið í Mississippi og þverám hennar í Bandaríkjunum. Hefur hún flætt yfir akra, og eru víða allstór Iand- svæði undir vatni. í suðausturhluta Missouririkis hafa um tíu þúsundir manna orðið að yfirgefa heimiii sín uin stundarsakir vegna flóðanna. Pekingstjórnin hefur scnt Tryggve 21./1. André Vishinsky, utanrík- isráðherra Rússa, birti yfirlýsingu í Moskva, þar sem hann mótmælir því, að Sovétríkin sækist eftir yfir- ráðum í Kína. Færeyingar hafa fest kaup á flug- vél, hinni fyrstu, sem þeir eignazt. Kom flugvélin til Færeyja fyrir jól- in og verður aðallega notuð til flutn- inga milli eyjanna. • 25./1. Skriðjökull féll á þorp norðarlega í Irak. Brotnaði svo mik- ið af jöklinum og hrundi niður fjalls- hlíðina, að þorpið hvarf undir is- hrönglið. Talið er, að íbúar allir og búpeningur hafi farizt og hafa mörg lik fundizt. Svíþjóð veitt Marshalllán að upp- hæð 350 þúsund dollarar. Var frá þessu grcint í tilkynningu frá Efna- hagssamvinnustofuninni í Wash- ington. Fé þessu verður varið til þess að festa kaup á ýmislegum tækjurn til málmgraftar fvrir iðn- fyrirtækið A. B. Zinkgruvor, en það á miklar zinknámur skammt frá Falun í Svíþjóð. Hins vegar inun A. B. Zinkgruvor tryggja sér lán lieima í Svíþjóð, er nemur um sex sinnum hærri upphæð en dollara- Iánið, er að framan getur, til þess að nýta betur zinknámur Svíþjóðar. I gær fór fram í Englandi hnefa- leikaheimsmeistarakeppnin í létt- þungavigt. Bretinn Freddie Mills og Ameríkumaðurinn Joe Maxim áttust við og lauk kcppninni með sigri Maxim, en hann sló Mills „knoch- out“ í 10. lotu. Mills var fyrrvcrandi heimsmeistari. 1./2. Sjónvarpið á stöðugt vax- andi vinsældum að fagna. I Bret- landi er tala þeirra, sein eiga sjón- varpstæki, komin upp í 285,000, og hefur aukizt um 90,000 á síðastliðnu ári. VÍ Kl N □ U R 77

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.