Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 20
pligt að komast framhjá aukavinnu eins og gefur að skilja. Það gat því farið svo, er maður var búinn að vinna í næturvinnutíma klukkan 12 á miðnætti, að þá byrjaði rétt og slétt dag- vinna, ef þurfti að halda áfram. Var það ekki öfundsvert hjá stýrimanni að gera í þessu svo öllum líkaði. Ég hef ekki mikið minnst á kvenfólkið eða vinnubrögð þess. En það var þarna eins og annars staðar, að það fékkst einkum við þau verk, er okkur karlmönnunum finnst minnst aðlaðandi, svo sem eins og matreiðslu, upp- þvotta, klefaþrif, fataviðgerð og þvotta; vinna í fiski, svo sem leggja fisk í salt, rífa hann upp, rétta hann upp á flatningsborðið og þvo hann upp; og síðast, en ekki sízt, halda sér hreinum og aðlaðandi eftir önn dagsins, því- að þær skilja betur en við, hvað það kostar, ef þar er misbrestur á. Sem sagt, ég held því fram, að kvenfólk eigi að vera með til sjós. í því sambandi vil ég minnast á afstöðu útlendinganna til kvenfólks- ins, að Norðmaður einn spurði mig, hvort væri ekki mikill ófriður og læti kringum stúlk- urnar hjá okkur og hvort við værum ekki alltaf að slást um þær. Ég sagði honum, sem satt var, að okkur dytti slíkt ekki í hug, við héldum alltaf frið við kvenfólkið, og spurði, hvort það mundi ekki vera eins hjá þeim og af hverju þeir hefðu ekki kvenfólk með. Það mundi ekki lánast, sagði hann, skipstjórarnir bönnuðu að hafa það með, því að allt mundi lenda í uppnámi og slag&málum hjá þeim út af því. Svo það er hægt að sjá af þessu, hversu miklu meiri kvenréttindamenn við erum, ís- lendingarnir, en þeir. En ekki segi ég nú, að þeir hafi allir litið óhýru auga til stúlknanna okkar fyrir því. Þegar m/s Oddur kom með kolin, þótti sýnt, að ekki mundi hægt að halda eins lengi til með leiðangurinn og í fyrstu hafði verið hugsað. Og vegna þess að brást, að þilbátarnir kæmu, eins og ráð hafði verið fyrir gert, afli tregari en við var búist og sýnt, að trillubátaútgerð með þessum hætti væri hæpin til arðs, og erfið- leikar á að birgja leiðangurinn upp að vistum og kolum og arðvænleg verkefni handa mann- skapnum þar af leiðandi mjög fækkandi, var þeim gefinn kostur á, sem vildu, að fara heinf með Oddi, allt að 10 manns, og gáfu þeir sig fram sem vildu, þar af 3 stúlkur. V/b „Papey“ fór líka, en tveir hásetar hennar urðu eftir í staðinn fyrir 2 trillumenn, sem fóru heim. V/b „Elsa“ kom reyndar rétt á eftir og lagði upp úr tveimur útilegum. En hver aflamunur hefur verið á Hafdísinni og trillunum með „Papey“ og ,,Elsu“ til samans, sést bezt á því, að ,Hafdís“ átti um helming af því, sem afl- aðist. Hygg ég, að skipshöfn hennar þurfi ekki að vera óánægðari með árangurinn af förinni en sumir þeir, er á síld fóru hér heima. Ég tel, að reynzla Hafdísarinnar gefi góða bend- ingu í þá átt, hvernig þurfi að haga til með fiskveiðileiðangur á Grænlandsmið í framtíð- inni. 0(/ svo var haldiö heim. Við dvöldum nú þarna við ýmislegan undir- búning undir heimferðina og veiðar bátanna jafnframt. til 16. sept., að við vorum tilbúnir að leggja af stað heim, og kvöddum Grænland í yndislegu veðri og sólskini, og var nú stefnt dýpra til hafs en á vesturleiðinni, samkvæmt ráðleggingum Færeyinga, til að losna við ís- rekið út af jökulfjörðunum. Hvarf hinn tignar- legi Merquitsoq okkur síðast í blárri móðu fjarlægðarinnar, sveipaður gullinni slæðu hinn- ar grænlenzku septembersólar. Heimferðin gekk okkur ekki eins greiðlega og útleiðin. Við hrepptum andviðri og súld strax nóttina eftir að okkur hvarf land, og fyrir Hvarfi lentum við í ofsaroki, svo að ekki tommaði í heilan sólarhring. En þá sá ég fyrst, að það er satt, sem allir segja, að Súðin er gott sjóskip. Það var gaman að sjá, hvernig hún risti hinum reiðu Ægisdætrum bakrúnir. Við komum að bakkanum í Reykjavík um 3- leytið aðfaranótt sunnudagsins þann 25. sept- ember og var fjöldi fólks þar fyrir til að fagna Grænlandsförunum, þótt langt væri liðið yfir venjulegan háttatíma. Og maður fann, að það var gott að koma heim; og þó verð ég að segja, að mér fannst ég aldrei vera að heiman, meðan ég dvaldi við hrjóstrin í Marghöfða- firði. Sól Inukanna er ekki slílc, að mann langi til að flýja geisla hennar. £ntœlki Antoni hafði oft verið hegnt fyrir ýmis afbrot og nú stóð hann einu sinni ennþá fyrir rétti. — Ég ætla fyrst að lesa upp dóma, sem þér hafið fengið áður, sagði dómarinn. — Þá ætla ég að fá mér sæti á meðan, sagði Anton. ★ Feitur maður steig upp á vog og ætlaði að vigta sig. Margir krakkar höfðu safnazt í kring. Vogin var í ó- lagi, og óg maðurinn ekki nema eitt pund. — En hvað þetta er skrítið, sagði einn krakkinn, — það hlýtur að vera loft í honum. 54 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.