Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 33
Ferðasaga Kæri Tolli. Eins og þú veizt, er ég fæddur á Hornströnd- um og uppalinn á íslandi. Líf mitt hefur verið heldur tilbreytingarsnautt og laust við skemmti- leg ferðalög eða spennandi ævintýr. Þó hefur mér lánazt að komast út fyrir pollinn, eins og fólk kallar það, stöku sinnum, en án þess þó, að slíkir túrar hafi skilið eftir nokkuð ævin- týralegt í huga mér. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Fyrir mér átti að liggja að fara í þá ferð, sem ég mun minnast alla mína tíð. Áður en ég byrja á upphafi ferðasögunnar, ætla ég að kynna fyrir þér nokkrar af sögu- hetjunum, eða réttara sagt geta þess fólks, sem urðu skipsfélagar mínir og vinir í þessu tveggja og hálfs mánaðar ferðalagi heimsálf- anna á milli. Þeir mynda fyrirmyndarskips- höfn á stærsta, fegursta og bezta skipi íslands. Skipið er án efa sérkennilegasta skip, sem fs- lendingar hafa eignazt um sína daga. Eitt er þó, sem fleytan „Marshall“ verður aldrei fræg fyrir, og það er ganghraðinn, og er því óhugs- andi, að skipið geti sér orðstír á borð við Orm- inn langa hans Óla norska eöa hraöbátana hans Pálma, sem gengu. svo mikið, að enginn fannst sá úr sjómannastétt, sem þorði að sigla á þeim, sökum hraða, og höfðu sumir orð á því, að lítið legðist fyrir kappana „íslands Hrafnistu- menn“. Þá skal fyrstan telja skipstjórann. Hann er glæsimenni í sjón, léttur og lipur í snúningum og minnir hann helzt á kappana úr fornsögunum, Gunnar frá Hlíðarenda og Kjart- an Ólafsson. En í dag, þegar ég hef kynnzt hon- um betur, finnst mér ég hafa „Tarzan" í sigl- ingum um borð. Svo mjög notar skipstjórinn sólina, að brúnn er hann sem suðurlandabúi. Þá þykir honum allt gott, sem villt er vaxið, svo sem ávextir og grænmeti alls konar, að ó- gleymdum krabbategundum, sem ég kann nú ekki að nefna. Þá er hann þegar frægur fyrir að hafa fyrstur íslenzkra manna siglt undir ís- lenzku flaggi skipi gegnum Panamaskurð. Og eins og þú hefur víst heyrt, er hann nú á leið- inni með mikið og stórt skip, sem fyrir utan að vera venjulegt kaupfar, er líka fullkomin verk- smiðja. Við ferðafélagarnir höfum komið okk- ur saman um að skora á orðunefnd að veita honum ekki einn heldur tvo krossa, þegar heim kemur. Minna gerum við okkur ekki ánægða með. 1. stýrimaður er af Vestfjarðakyni og eins og þú þekkir, Tolli minn, því ágætis maður eins og ég og þú o. fl. Vestfjarðakjálkamenn. Að- eins eitt er það, sem mér ekki fellur. Hann lætur sér vaxa skegg á efri vör. Ég hef haft þá trú, að slíkir menn, sem þann fjára gera, væru engir ,,navigatörar“. En veiztu, Tolli, þetta er bara fölsk trú. 1. stýrimaður er sá snilling- ur í öllu því er lýtur að siglingu skips, að það er alveg sama hvort hann sér land eða ekki. Hann veit alltaf hvar hann er staddur á haf- inu. T. d. hef ég séð hann mæla sól og stjörnur á broti úr sekúntu nákvæmlega í þoku. Það má nú kalla kraftaverk, Tolli. 2. stýrimaður er karlmenni í sjón og raun. Hann var áður skipstjóri á póst- og farþega- skipi. Frægur varð hann fyrir það, að geta aldrei farið af stað nema á réttum klukku- slætti. Þetta kom sér illa fyrir marga farþega, og heyrði ég suma af þessum strandaglópum, ég tek það fram, að það voru ekki menn af Hornströndum, úthúða skipstjóra fyrir óreglu. Þetta fólk sagðist kunna betur við gömlu sið- ina, að öll farartæki legðu of seint af stað. Þá höfum við stundum kallað vakt 2. stýrimanns handarlausu vaktina, því svo einkennilega vildi til, að allir af hans vakt hafa orðið handlama, og grunur minn er sá, að allt sé ekki með felldu hvað meinin snertir. Tveir af fjórum fóru á sjúkrahús. Það sannfréttist, að sá fyrri, sem var einn af hásetunum, nei óvitarnir eru þeir víst kallaðir hér, fékkst með illan leik burt af spítalanum og hafði þá verið nokkrum dögum lengur en hann þurfti. Og hvað heldurðu að skeði sama dag? 2. stýrimaður heimtar að kom- VI K I N G U R 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.