Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 45
8. gr. Á skipum er stunda botnvörpu- eða dragnótaveiðar, skal greiða þannig: a) Skipstjóri hafi 2 hásetahluti og auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð. b) Stýrimaður hafi 114 hásetahlut og auk þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr. mánuð. c) Á þeim skipum er hafa það stóra vél, að á þeim þurfa að vera vélstjórar með meira vélstjórapróf- inu, þá skal þeim greitt þannig: 1. vélstjóri hafi 114 hásetahlut og auk þess kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mánuð. 2. vélstjóri hafi 114 hásetahlut og auk þess kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mánuð. d) Skipstjóri, stýrimaður og vélstjórar greiða sjálfir fæði sitt. 9. gr. Á skipum er stunda innanlandsflutninga, skal greiða þannig: a) Skipstjóri hafi kr. 1130,00 — ellefu hundruð og þrjátíu krónur — pr. mánuð, auk þess frítt fæði. b) Stýrimaður hafi kr. 900,00 — níu hundruð krónur — pr. mánuð, auk þess frítt fæði. Ef 2. stýrimaður er á slíkum skipum, skal hon- um greitt kr. 725,00 — sjö hundruð tuttugu og fimm krónur — pr. mánuð, auk þess frítt fæði. c) 1. vélstjóri hafi kr. 1106,00 — ellefu hundruð og sex krónur — pr. mánuð og 2. vélstjóri kr. 894,00 — átta hundruð níutíu og fjórar krónur — pr. mánuð, svo og frítt fæði. 10. gr. Á skipum er sigla til útlanda með ísvarinn fisk, skal greitt þannig: a) Skipstjóri skal hafa sama mánaðarkaup og á inn- anlandsflutningum og auk þess 0,5 prósent af brúttósölu. b) Stýrimaður skal hafa sama mánðarkaup og á innanlandsfutningum og auk þess 0,3125 prósent af brúttósölu. Ef 2. stýrimaður er á slíkum skip- um, skal hann hafa sama mánaðarkaup og á innanlandsflutningum og auk þess 0,25 prósent af brúttósölu. c) 1. vélstjóri skal hafa sama mánaðarkaup og á innanlandsflutningum og auk þess 0,375 prósent af brúttósölu. 2. vélstjóri skal hafa sama mánað- arkaup og á innanlandsflutningum og auk þess 0,25 prósent af brúttósölu. d) Skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar skulu hafa frítt fæði. 11. gr. Utgerðai-maður tryggir skipstjóra og stýrimanni mánaðarlega greiðslu á veiðitímabilinu upp í hundraðs- hluta afla hans frá lögskráningardegi til afskráningar- dags með kr. 610,00 á mánuði til hvors, enda greiði þeir sjálfir fæði sitt. 1. vélstjóri skal á sama hátt hafa kr. 915,00 í trygg- ingu á mánuði á síldveiðum og 2. vélstjóri kr. 762,50. Á öðrum veiðum er samningurinn tekur til, skal 1. vélstjóri hafa kr. 867,00 og 2. vélstjóri kr. 722,50 á mánuði í tryggingu á sama hátt og segir í 1. málsgrein. Þó skal mánaðartrygging þeirra á dragnóta- og botn- vörpuveiðum á tímabilinu frá 1. september til 31. des- ember, vera kr. 578,00 fyrir hvorn. Breytist núgildandi samningar Landssambands ísl. útvegsmanna við önnur stéttarfélög sjómanna um hluta- tryggingar háseta til hækkunar eða lækkunar, þá mið- ist tryggingar meðlima Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands ávallt við þær tryggingar, sem Lands- sambandið semur um á hverjum tíma. Fari einhver manna þeirra, er samningur þessi tekur til úr skiprúmi á veiðitímabilinu án lögmætra orsaka að dómi skipstjóra, fellur trygging hans niður. 12. gr. Meðlimir Landssambands ísl. útvegsmanna skuld- binda sig til þess að láta meðlimi stéttarfélaga innan Farmanna- og fiskimannasambands Islands ganga fyrir atvinnu, enda séu þeir fullgildir menn til þess starfa. 13. gr. Skylt skal útgerðarmanni að gera skriflegan samn- ing við aðila samnings þessa, ef þeir óska eftir slíkum samningi, enda sé þá ekki vikið frá samningi þessum. 14. gr. Þegar skipstjói'ar, stýrimenn eða vélstjórar vinna við skip milli veiðitímabila, skal þeim greitt kr. 4,00 á klst., þegar þeir vinna við skipið. 15. gr. Þegar fiskiskip, sem um ræðir í samningi þessum, liggja með farm í höfn, skal skipstjóri eða stýrimaður, ásamt öðrum hvorum vélstjóranna, vera um borð í skipinu. 16. gr. Þar sem talað er um kaup í samningi þessum er átt við grunnkaup og skal verðlagsuppbót samkvæmt lög- bundinni verðvísitölu greiðast þar á. 17. gr. Með samningi þessum er úr gildi fallin áhættuþóknun samkvæmt eldri samningi í innan- og utanlandssigl- ingum. 18. gr. Útgerðarmaður heldur eftir af kaupi eða aflahlut skipvel'ja upphæð er nemur ógi'eiddu iðgjaldi til stétt- arfélags hans, ef þess er óskað af félaginu, og afhendir því þegar þess er krafizt. 19. gr. Samningur þessi gildir frá undii'skriftardegi til 1. janúar 1951. Sé honum ekki sagt upp fyrir þann tíma, framlengist hann um eitt ár í senn. Uppsagnarfrestur er tveir mánuðir, eða 1. nóvember ár bvert. 20. gr. Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða ein- tökum og heldur hvor samningsaðii um sig einu eintaki. VÍKINGUR 79

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.