Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 22
HugleibLngar sjómanns I síðustu grein minni minntist ég lítilsháttar á talstöðvarmálið og þá óánægju, sem ríkti meðal sjómanna um hvernig á þeim málum væri haldið. Til er fjöldi talstöðva á landinu, sem ekki hafa leyfi til að svara skipum á hafi úti, jafnvel þó lífið lægi við. Vil ég aðeins nefna nokkra staði, t. d. Djúpavog, Raufarhöfn, Flat- ey (Breiðafj.), Stykkishólm o. fl. Við svo búið má ekki standa, við verðum að krefjast þess, að allar þær talstöðvar verði opnaðar til notk- unar fyrir skip á hafi úti, og einnig, að settar verði niður talstöðvar í öllum verstöðvum. Auð- vitað á Slysavarnafélagið og deildir þess um land allt að beita sér fyrir þessu máli. Nú er verið að setja niður talbrú á Seyðis- firði. Eins og ég hef tekið fram áður, álít ég þetta mjög misráðið. Fyrst er nú það, að flest skip, er koma erlendis frá, koma upp að suð- austurlandinu, en ekki austurlandinu, og svo annað hitt, að hlustunarskilyrði eru mjög slæm á Seyðisfirði, ekki aðeins fyrir talbrú, heldur einnig fyrir talstöð; hana ætti að staðsetja á Dalatanga. Þessi talbrú á að vera á Hornafirði. Þar eru öll skilyrði góð og staðurinn hentar bezt fyrir skip, sem koma erlendis frá. Eins og mörgum sjómönnum er að sjálfsögðu kunnugt, þá er aðeins einn radíóviti til á Austurlandi, vitinn á Vesturhorni. Vitaskuld er prýðilegt að hafa þennan vita, ekki hvað sízt fyrir þau skip, er taka land við suðausturlandið, en betra væri að hafa tvo vita á Austurlandi, t. d. annan á Dalatanga, því þá væri hægt að taka krossmið. Heyrt hef ég sagt, að til sé radíóviti í fórum vitamálastjóra. Ef svo er, leyfi ég mér að skora á þann heiðursmann, að vitinn verði þegar sett- ur niður á Dalatanga, til notkunar fyrir alla sjófarendur, sem til hans gætu náð. Eins og ég hef drepið á áður, er mikið búið að starfa að bryggjubyggingu og hafnarmann- virkjum síðustu ár. Ég vil nú aðeins minnast á bryggjurnar lítilsháttar. Margar af þeim eru ófullgerðar og standa því að sjálfsögðu til bóta, en flestar eru þessar bryggjur ekkert annað en sker út í hafið, alveg óvarin, nokkurs konar „skipaskemmdarsker“, en þó er verst við flest- ar þessar bryggjur, hvað festai'höld eru öll lé- leg. Litlir og lélegir hringir, engar ístungur (tersar), en í stað þess oftast kassafjalir. Geta menn því hugsað sér, hvað þægilegt er að leggj- ast að slíkum bryggjum í misjöfnum veðrum. Tel ég nauðsynlegt, að þetta verði endurbætt hið allra bráðasta. Víða vantar baujur, ljósbaujur, merki, ljós í merki o. fl., og vona ég að hinn núverandi vitamálastjóri sjái sér fært að kippa þessu öllu í lag næstkomandi sumar. Gnðvi. Gíslason. Skattfrelsi sjómanna Frá stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Islands. Eins og kunnugt er leitaði stjórn F.F.S.Í. úrskurðar dómstólanna um niðurfellingu skatt- frelsis á áhættuþókun sjómmanna fyrir árið 1947, sem ákveðin var með dýrtíðarlögum rík- isstjórnarinnar í desemberlok sama ár. Dóms- niðurstöður fyrir undirrétti og hæstarétti urðu þær, að sjómönnum var dæmd skattfrjáls hálf áhættuþóknunin 1947. Dómsniðurstöðurnar voru til athugunar hjá skattayfirvöldunum í nokkra mánuði, en voru að því loknu viðkenndar af ríki og bæ. Um- reikningur skatta og útsvara til lækkunar hef- ur staðið yfir í allt haust og er eigi lokið enn- þá, vegna þess að sjómenn hafa verið dreifðir um allt land og langur tími hefur farið í að safna upplýsingum um áhættuþóknun þeirra, en þær upplýsingar verða að koma frá útgerð- arfélögum víðsvegar um land. Af þessum sök- um eru sjómenn þeir, er hér eiga hagsmuna að gæta, áminntir um að ganga úr skugga um hvort áhættuþóknun þeirra hefur verið gefin upp og umreiknuð á viðkomandi stöðum. Hér er um að ræða einn stærsta sigur sjómannastétt- arinnar í hagsmunabaráttu hennar. Þessi úr- skurður gildir fyrir alla þá, er áhættuþóknun tóku árið 1947. Stjórn F.F.S.Í. skorar þess vegna á alla sjó- menn, er hlut eiga að máli, að tilkynna skrif- stofu sambandsins upphæð frádreginna skatta og útsvara og greiða málskostnaðinn, sem er 5% af lækkuninni. F.F.S.Í. getur eigi af eigin rammleik greitt málskostnað fyrir báðum rétt- um, og verður því að leita til hvers einstakl- ings, sem beinan hagnað hefur haft af málinu. Sjómenn, gerið skyldu ykkar. Greiðið ykkar hlut af málskostnaðinum. 56 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.