Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 13
„Það var þessvegna sem þér hlóguð, býst ég við“, sagði stúlkan og hnykkti til höfðinu. „Jæja, minn hlutur var ekki betri en hans“, sagði skipstjórinn. „Ég vildi miklu heldur fá hundrað byltur en vera lokaður heila nótt inni í þessum skáp. En allt er gott sem endar vel“. „Æ“, sagði ungfrú Pilbeam döpur í bragði, „en bara þetta væri nú endirinn“. Bligh skipstjóri lagði frá sér hníf og gaffal og horfði á hana kvíðinn. „Hvað eigið þér við?“ sagði hann. „Hugsið ekki um það; reynið heldur að njóta matarins". sagði stúlkan. „Ég skal segja yður það seinna. Það er hart til þess að vita, að þér skuluð þurfa að hýrast tvo mánuði í fangelsi í viðbót við gistinguna í skápnum, eftir alla fyrir- höfnina". „Hryllileg tilhugsun“, sagði skipstjórinn skelfdur. „En hvað óttist þér?“ „Maður getur ekki séð við öllu“, sagði ung- frú Pilbeam, „en auðvitað hefðum við átt að láta okkur detta í hug að stýrimaðurinn yrði órólegur, þegar þér komuð ekki um borð í gær- kvöldi. Hann fór til lögreglunnar og gaf henni lýsingu á yður“. Skipstjórinn spratt upp og barði hnefanum í borðið. „Pabbi er farinn niður að höfn til að halda vörð um skipið“, sagði ungfrú Pilbeam. „Auð- vitað átti lýsingin nákvæmlega við manninn, sem réðst á hann. Hann þakkaði forsjóninni upplýsingarnar". „Það hefnir sín að hafa fífl fyrir stýrimann“, sagði skipstjórinn beizklega. „Hvað kom honum þetta við, má ég spyrja? Hvað varðar hann um það, hvoi-t ég kem um borð eða ekki? Hvað vill hann vera að blanda sér í málefni annarra?" „Það er tilgangslaust að úthúða honum“, sagði ungfrú Pilbeam, studdi höku á greipar sér og lézt vera í þungum þönkum. „Spurningin er, hvað hægt er að gera? Ef pabbi hefur hendur í hári yðar —“. Hana hryllti við, og skipstjóranum fór eins. „Ég slepp kannske með sekt; ég meiddi hann ekkert“, sagði hann. Ungfrú Pilbeam hristi höfuðið. „Þeir eru voða strangir hér í Woodhatch", sagði hún. „Ég var asni að vera að skipta mér af hon- um“, sagði skipstjórinn iðrunarfullur. Allt kom þetta af því, að ég var í góðu skapi. Og hann ávarpaði mig eins og ég væri krakki". „Spurningin er, hvernig hægt er að koma yður undan“, sagði stúlkan. Þér getið ekki farið út á götuna meðan lögreglan og hálfur bærinn er að leita yðar“. „Ég væri hólpinn ef ég kæmist um borð“, muldraði skipstjórinn. „Ég gæti haldið mig niðri meðan stýrimaðurinn færði skipið út úr höfninni“. Ungfrú Pilbeam var hugsi. „Það veltur á að koma yður um borð“ sagði hún. „Þér yrðuð að dulbúa yður. Og ég get sagt yður að það yrði að vera góður dularbúningur, ef faðir inn á að glepjast á honum“. Bligh skipstjóri játti því ólundarlega. „Eina ráðið, sem mér kemur í hug“, sagði stúlkan hikandi, „er það, að þér búið yður eins og kolakarl. Það eru eitt eða tvö kolaskip í höfn- inni, og ef þér færuð úr jakkanum — ég gæti sent yður hann um borð — neruð yður allan með kolasalla, og rökuðuð af yður yfirskeggið, þá held ég að þér mynduð sleppa“. „Ráka!“ hrópaði skipstjórinn óttasleginn. „Núa —/ Kolasalla —!“ Bligh skipstjóri hallaði sér aftur í stólnum og var brúnaþungur. Af gömlum vana strauk hann yfirskeggið hægt með fingurgómunum. „Ég held að kolasallinn nægi“, sagði hann eft- ir nokkra þögn. Stúlkan hristi höfuðið. „Pabbi veitti yfir- skegginu sérstaka athygli“, sagði hún. „Það gera allir“, sagði skipstjórinn með döpru stolti. „Ég raka það ekki af mér“. „Ekld mín vegna?“ sagði ungfrú Pilbeam vonsvikin. „Þrátt fyrir allt, sem ég hef gert fyrir yður ?“ „Nei“, sagði skipstjórinn þrjózkulega. Ungfrú Pilbeam brá vasaklútnum fyrir augu sér, saug’ grunsamlega upp í nefið og hraðaði sér út úr stofunni. Bligh skistjóri klökknaði, og eftir nokkuð hik fór hann að leita hennar. Stundarfjórðungi síðar stóð hann skegglaus í kolageymslunni og neri kolasalla í andlit sér. „Þetta líkar mér betur“, sagði stúlkan, „þér eruð hryllilegur ásýndum". Hún tók handfylli sína af kolasalla, skipaði Bligh að beygja sig, og ataði hár hans af ein- stakri alúð. „Það dugar ekkert hálfkák“, sagði hún. „Far- ið þér nú og skoðið yður í eldhússpegiinum“. Skipstjórinn hlýddi og kom aftur vesældar- legur á svip. Hann lét ekki huggast þótt ung- frú Pilbeam fullyrti að móðir hans myndi jafn- vel ekki þekkja hann aftur. Hann var mjög lúpu- legur þegar stúlkan opnaði fyrir honum for- stofudyrnar. „Verið þér sælir“, sagði hún fjörlega. „Skrif- ið þér mér þegar þér eruð úr allri hættu“. Bligh skipstjóri lofaði því og gekk hægt upp götuna. I stað þess að gera tilraun til að hand- taka hann, voru borgarbúar samtaka um að víkja úr vegi fyrir honum. Hann komst niður að VÍ KIN G U R 4V

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.