Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 9
Hugleiðmgar um síldveiðar sumarið 1950 Á síðastliðnu sumri var ,svo komið, að til stóð að láta síldarbræðsluskipið „Hæring“ fara hing- að til Seyðisfjarðar. En þegar skipið seint og um síðir var tilbúið að fara hingað, þá var síldveiðin lítil og útlitið um síldveiði þótti slæmt; var þá hætt við að senda „Hæring" aust- ur, en í þess stað er okkur hér eystra sagt, að hann hafi verið fluttur inn á „Sund“ og tjóðr- aður þar, því að þar myndi hann sízt vera til tálmunar, en þó munu Reykvíkingar eiga þess kost að sjá djásnið þegar þá langar til. Seint á síldveiðitímanum kom upp góð síld- veiði fyrir austan Langanes, svo að mikill hluti veiðiflotans lenti þangað austur og þurfti því að leita til Raufarhafnar með veiðina, og urðu þá oft mörg skip að bíða dögum saman eftir að geta losnað við veiðina eða þá að fara alla leið til Reykjavíkur, því að hér á Seyðisfirði var ekki hægt að taka við nema rnjög litlu síldarmagni, vegna þess hvað síldarbræðslan sem hér er, er lítil. Þessi reynsla er því ein sönnunin ennþá fyrir þörfinni á afkastamikilli síldarbræðslu fyrir austan Langanes. Verður ekki annað séð, en að ef „Hæringur" hefði verið hér á Seyðisfirði, mundi þessi veiði- hrota á Langanesmiðunum hafa notazt flotan- um mun betur en raun varð á, svo að hér er ekki einungis — og ef til vill minnst — um hagsmuni fyrir Seyðisfjörð að ræða, heldur hagsmuni alls síldveiðiflotans. í sambandi við þetta er svo auðséð, að tals- vert mikið hefði mátt salta af síld til útflutn- ings, sem annars var ekki hægt, vegna þess hve langt er til annara hafna en Raufarhafnar, svo sem Húsavíkur, Eyjafjarðarhafna eða Siglu- fjarðar. Hér á Seyðisfirði hefur verið saltað lítils- háttar af síld á síðustu árum, og veit ég ekki annað en að sú síld, sem hér hefur verið sölt- uð, hafi reynzt svipuð og önnur íslenzk salt- síld. Þó hefur þurft að flytja hana til annara hafna til þess að hún yrði metin og flutt út, og er það býsna kátlegt, að síld, sem er veidd skammt frá Seyðisfirði og söltuð þar, skuli þurfa að flytjast til annara hafna áður en hún fær að fara út úr landinu. 0, jæja, „margt er undarlegt í kýrhöfðinu“, segir orðtækið. Af framansögðu hefði ekki virzt óskynsam- legt að síldarbræðsluskipið „Hæringur“ yrði fluttur hingað til Seyðisfjarðar nógu snemma á komandi sumri, til þess að hann geti tekið á móti síld til vinnslu strax þegar veiði byrjar. „Hæringur" mun hvort sem er liggja ónot- aður yfir sumarið, ef honum er ekki komið fyrir á einhverri þeirri höfn, sem er örugg og lík- indi eru til að síldveiðiskipin vilji leita til, til að losna við aflann. En þvílík höfn er einmitt Seyðisfjörður þeg- ar síldveiði er fyrir sunnan og í kringum Langanes, sem ég veit ekki annað en að sé flest eða öll sunnar. Ef til þess kemur, að „Hæringur“ verði flutt- ur hingað til Seyðisfjarðar, þá er nauðsynlegt að hér sé til nokkur forði af síldartunnum, svo að hægt verði að salta þá síld, sem hingað kynni að berast í söltunarhæfu ástandi og hagkvæmt þætti að salta. Vil ég enn minnast á, að framansagt er ekki einungis sagt til hagsmuna fyrir Seyðisfjörð, heldur er ég fullviss um, að hér er um veru- lega hagsmuni að ræða, sem snerta allan ís- lenzka síldveiðiflotann og ríkisbúskapinn, þar sem líklegt má telja að aukin síldarvinnsla — söltun og bræðsla — á Seyðisfirði, mundi auka gj aldeyr istek j ur. Þegar hlustað er á í útvarpi og lesið í blöð- um svo að segja daglega — reyndar fáum við hér eystra ekki blöðin daglega — sífellt bar- lómsvæl um gjaldeyrisleysi, og verið er á Al- þingi að gera — ég vil segja — neyðarráðstaf- anir'til að afla gjaldeyris, þá finnst mér að það sé ekki vanzalaust fyrir ríkisstjórnina, ef hún lætur það afskiptalaust, hvort „Hæringur“ ligg- ur bundinn við hafnarbakkann í Reykjavík eða tjóðraður inni í „Sundum“, öllum til háðungar, eða að hann verði fluttur eitthvað þangað, sem hann getur orðið til nytsemdar, t. d. til Seyðis- fjarðar. Hermann Vilhjálmsson. VI K I N □ U R 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.