Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 32
víst, að hákarlajaktir úr Fljótum og Eyjafirði væru farnar að skera og sleppa hákörlum. Þá hljóp allur hákarl af fjörðum og flóum til hafs. Var þá aðeins undir heppni komið, ef menn náðu, honum, því að hann sinnti þá lítið færum manna. Gott þótti mönnum að fá byr og bjart veður í land, því að langt þótti að róa í land, sem ekki var um að tala, nema logn væri. í sunnanátt var vanalega siglt upp undir Strand- ir og svo grynnra inn með landi, ef vindur var við vestur. Ef vindur var óhagstæður var beðið byrjar. Það var oft misjafn afli í skurðarróðrunum, líka hamlaði hafísinn mönnum stundum að kom- ast á mið. Þegar ekki sást til lands, þá er menn sigldu heim, vegna þoku eða kafalds, var siglt eftir kompás, og var það vandaverk, ef illt var í sjó, því að ekki mátti muna neinu, til að ná réttri lendingu. Gjögurformenn voru ráðnir og rosknir, á- byggilegir menn og margir mjög veðurglöggir. Menn gerðu sig út til 12 vikna, eins og áður er sagt. I útgjörðinni var brauð og kökur úr rúgi. Kökurnar voru þunnar, bakaðar á pönnu eða járnplötu, allt gert heima, súrt smjör, kæfa, harðfiskur og hertur hákarl. Bankabygg var haft í súpu, sem oftast var elduð einu sinni á dag, og höfðu menn þá hver einn saltkjötsbita. í hverjum bita var spýta merkt með skorum, og átti „kokkurinn" að skila hverjum sínum saltkjötsbita með spýtunni. Þeir, sem birgir voru af kjöti, höfðu tvo kjötbita, svo kom súpan eða grauturinn á eftir, um hádegið í öskum eða renndum tréskálum. Einhver af skipshöfninni var ,,kokkur“ fyrir alla um vertíðina. Kaffi var lítið á Gjögri, en þó oftast á morgn- ana hjá flestum, og soðið, korgurinn eða , gromsið", seinni hluta dags. Kaffið var drukk- ið úr „spilkomumf (smáskálum). Oft var lítið um sykur, og mörgum entist það illa, og fékkst sjaldan í verzlunum, og þótti bagalegt. Samt vildu menn ekki vera alveg án kaffis, þó að það væri bæði sykur- og mjólkurlaust, höfðu þá með því brauð eða kökur, smurt með súru smjöri. I skurðarróðrunum var nóg kaffi. Flest- ir höfðu að heiman súrt skyr, hver í sínum dalli. Hverju skipi fylgdi drykkjar- (sýru) tunna. Aldrei var farið á sjó, svo að ekki væri nægi- legt að drekka á skipinu, og blöndukútur var í hverri búð. Um tímabilið 1865—1875 bjó einn bóndi á Gjögri, og fátt þurrabúðarfólk var þar. Allt stundaði sjó, bóndinn hafði eina kú og nokkrar kindur. Bóndinn bjó í portbyggðri baðstofu, og hafði kúna undir loftinu. Verbúðir á Gjögri voru orðnar á síðari tím- um allvistlegar, þær voru portbyggðar, og var manngengt undir loftið. Rekkjur voru með báð- um hliðum á loftinu. f helztu búðunum var rekkja formanns þvert fyrir innra gafli, and- spænis loftgati. Aðalverskrínur sínar höfðu menn uppi hjá rúmum sínum. 1 þeim var smjör, kæfa, brauð og kökur. Tveir sváfu í hverju rúmi andfætis (lagsmenn). Undir loftinu var þröng. Þar héngu skinnklæði, skinn, sem elt voru í skinnklæði, skrínur og dallar, sem höfðu að geyma útgjörð manna. í flestar búðirnar var gengið inn með öðrum gaflinum að stiga, er lá upp á loftið milli fremstu rúmanna. Tveir og þrír tveggja rúðu gluggar voru uppi á suðurhlið, og var því nægileg birta á loftinu, en niðri var iakari birta. Búðirnar voru ýmist með reisifjöl eða skarsúð. 1 landlegum á Gjögri var ýmislegt haft fyrir stafni. Þeir, sem laghentir voru, smíðuðu hús- gögn, fötur, dalla, trog, orf, hrífur, aska, ausur, meisa og margt fleira. Þetta urðu menn að smíða á rúmum sínum, sökum plássleysis. Þar sem rýmra var um, smíðuðu menn sái, keröld og koffort. Allt smíði var sagað eða klofið úr rekavið. Sumir höfðu með sér hrosshár að heiman og unnu úr því reipi eða sila. Aðrir eltu skinn og saumuðu skinnklæði, er þá voru almenn hlífð- arföt, svo sem skinnstakkar, skinnbuxur og skinnsokkar. Svo voru brækurnar, er náðu upp undir hendur og heilar að neðan með sóla und- ir ilinni eða saumum langsum undir ilinni, og gátu menn vaðið í brókunum upp fyrir mitti án þess að vökna. Þær voru vandaðar að efni og saum. Nokkrir lásu sögur og kváðu rímur. Oft var glatt á hjalla, ef rímur voru vel kveðn- ar, og þótti góð skemmtun. Sumir gerðu ekki neitt, lágu jafnvel heila daga allsnaktir í ból- inu, en þeir voru ekki margir. og var heldur ekki sparað að gera þeim rúmrusk, helzt ef ein- hver kom úr annarri búð, en ekki þótti gott að fá góð handtök á þeim bera, þegar búið var að draga hann fram úr bælinu á loftið. Ekki var mikið um spilamennsku á Gjögri, helzt spilað alkort og marjas, en þar voru góð- ir taflmenn, er tefldu helzt valdskák, og stóð hún yfir ef til vill allan daginn. Sumir tefldu myllu og refskák. Einu sinni eða tvisvar á vertíðinni var stofn- að til bændaglimu. Þar var stundum fjölmennt og góð skemmtun, þá vel var glímt. Helztu brögð voru: Klofbragð, leggjarbragð, hælkrók- ur og mjaðmarhnykkur. Þeir stirðu og sterku vildu taka hryggspennu, sem ekki var leyfilegt. 66 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.