Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 31
Lýsing á gamalli verstöð Lengi hefur veiðistaðan Gjögur í Stranda- sýslu verið kölluð fiskisæl. Um miðja 19. öld og lengi fram eftir henni var þar mikill hákarls- afli. Veiðistaðan er sunnan á nesi (Djúphlein) á milli Reykjarfjarðar og Trékyllisvíkur. Bezt- ar upplýsingar frá Gjögri hef ég fengið frá Lýð hreppstjóra Jónssyni á Skriðnesenni, sem réri á Gjögri nokkru eftir miðja 19. öld. Þá gengu frá Gjögri til hákarlaveiða 15—18 skip, 6, 8 og 10 róin. Vertíðin var vanalega frá því seint á þorra, enginn mátti koma seinna til skips en í þorralok, og var útgerð þeirra til 12 vikna, eða til krossmessu, (vinnuhjúaskildaga 14. maí). Á skipunum voru venjulega 7—9—11 menn, eftir stærð skipanna, 1 maður fram yfir keipatölu. Ætíð var stýrt, þó að logn væri. Það bar við, að maður var ,,yfirskipa“, sem nefnt var. Skipin báru 25—55 tunnur af lifur. Þá var þiljað undir þóttur aftan og framan og „plitt- ir“ (hlerarnir) yfir fast skorðaðir, en kassi var miðskipa og lok neglt yfir. Bæði á kassa- lokinu og „plittunum" voru göt, sem lifrinni var hleypt niður um. Kassarnir voru fylltir fyrst, þegar afli fékkst. Þegar ekki fékkst hleðsla af lifur, var hákarl tekinn eins og skipin báru. Allur var hákarl- inn settur á ,,tam“, sem kallað var, (settur á festar við skipið). Skipin voru orðin vel útbúin á seinni árum, bæði legufæri og fleira var traust. Þá voru almennt hafðir með skipunum stórir járndrekar (akkeri) með 15—20 faðma „forhlaupara“ (járnkeðju) og þar í læst aðal- legufærinu, sem var gildur, vandaður kaðall, um 180 faðmar. Áður fyrri liafði trékraka verið notuð fyrir akkeri eða stjóra. Var hún negld saman úr spýt- um og þær fylltar með grjóti, og legufærinu fest þar í. Með trékrökunni vildu, skipin reka í stormi, sem var hættulegt og spillti veiði. Tvö skauta- eða rásegl voru hvort upp af öðru, líkt og sést á myndum víkingaskipa. Það voru einstök skip, sem höfðu spritsegl að aftan og fokku að framan, og sigldu vel í beitivindi. Það þótti tignarlegt, þegar allur flotinn af Gjögri lagði út, eða „sigldi ofan á mið“, sem kallað var, til hákarlaveiða. I byrjun vertíðar héldu formenn og skips- eigendur fund, stundum á Gjögri, til að koma á samningum um að skera ekki hákarl í sjó fyrr en eftir vissan tiltekinn dag, heldur flytja allan hákarl heilan, ósundurskorinn í land. Þá mátti hvorki hafa kassa eða „plitti“ í skipun- um, fyrri en í svonefndum skurðarróðrum. f doggaróðra, sem kallaðir voru, var stutt róið og ekki legið úti nema nóttina stundum. Þá var heldur ekki lengi verið að hlaða af hákarli, ef hann var fyrir, því að skipin báru ekki nema 25—40 smærri hákarla (dogga). Ef mikið var um hákarl, voru hinir stærri hafðir utanborðs og bundnir við rengur í skipinu aftan og fram- an, það var kallað „að róa fyrir hlessu“. Var það þungur róður, ef ekki var meðbyr. Oft varð að bíða eftir „doggsa“, þegar hann var tregur og ekki var í maganum nema sjór. Á önglana var beitt hangnu eða reyktu. hrossa- kjöti og selspiki. í skurðarróðrana var vanalega ekki farið fyrr en 1—2 vikur fyrir sumar og gert ráð fyr- ir að liggja úti 2—4 sólarhringa. Menn færðu sig dýpra og dýpra í kjörum eða stillum að leita hákarlsin3, þar til komið var til hafs, 8 —10 vikur sjávar. Oft var mönnum kalt, ef lítið þurfti að starfa. Sváfu þeir til skiptis á plittunum, því að annað pláss var ekki, og lágu í öllum skinnklæðunum, og var einatt kulda- hrollur í mönnum, er þeir vöknuðu, en sumir áttu erfitt með að geta sofið. Það kom fyrdr, að sum skip fóru ekki langt ofan á haf og öfluðu ef til vill bezt. Fylltu menn skipin á einum sól- arhring af lifur. Þá bar það við, að hákarlinn óð í stórhópum ofansjávar kringum skipin og reif í sig hákarlsskrokkana, sem festir voru við þau og búið var að taka úr lifrina. Þá þurfti ekki annað en krækja í hákarlana, sem óðu kringum skipin, með haka eða skutli. Voru þá valdir úr þeir stærstu, höfðu menn þá nóg að starfa. Þegar hákarlinn hagaði sér svona, töldu menn V I K I N □ U R 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.