Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 23
Hafnarmál Reykjavíhur SkýrsSa milliþinganefndar F.F.S.i. Á þingi F. F. S. I. 1948 var ailmikiö rætt um hafnarmál Reykjavíkur. Vuru þingfull- trúar á einu máli uin það, að ekki mætti lengur dragast að gera áætlanir um fram- tíðarlausn á hafnarmálum höfuðstaðarins. Samþykkt var á þinginu, að kjósa þriggja manna milliþinganefnd til að fjalia um þetta umfangsmikla og mikilsverða mál. Skyldi nefndin leggja álit sitt og tiilögur fyrir stjórn F. F. S. í. eða næsta sambandsþing. í nefndina voru kjörnir hafnsögumennirnir Þorvarður Björnsson og Guðbjartur Óiafsson og Þorsteinn Arnason vélstjóri. Nefnd þessi leysti af hendi mikið starf. Var álit hennar lagt fyrir síðasta þing F. F. S. í„ og taldi þingið sig í öllum meginatriðum samþykkt þeirri stefnu, sem þar er mörkuð í hafnamálum Reykjavíkur. Fer álit milliþinganefnd- arinnar hér á eftir. Þess ber að gæta, að það er samið fyrir um það bil ári síðan, og liafa frá þeim tíma verið gerðar nokkrar breytingar til bóta að því er varðar aðstöðu fiskibáta. — Ritstj. Á 12. þingi F.F.S.Í. voru hafnarmál Reykja- víkur sérstaklega til umræðu, og þar sem hinum ýmsu fulltrúum fundust margar þær á- kvarðanir er gerðar hafa verið um framtíðar skipulagningu Reykjavíkurhafnar, ekki sem heppilegastar, en aftur á móti ekki vannst tími til á þinginu að koma fram með ákveðnar til- lögur þessu viðvíkjandi, var kosin þriggja manna nefnd til að athuga þessi mál og gera tillögur um þau til stjórnar F.F.S.I. Þegar um staðsetningu hafnar er að ræða, er aðallega tvennt, sem kemur til greina: Gott skjól fyrir veðrum og nægjanlegt landrými, til hinna ýmsu athafna, sem við höfnina verða tengdar. Er litið er til þeirra staðhátta er voru fyrir hendi er Reykjavíkurhöfn var valinn staður, er ekki hægt að segja annað en þetta hafi tekizt vel, þar sem skjól var sæmi- legt milli eyjanna, og landrými varð nægilegt, bæði með því landi, sem fyrir var, og því, sem myndaðist við uppfyllingar að bryggjum þeim er byggðar hafa verið. Við myndun þessarar tiltölulega stóru og góðu hafnar, sköpuðust skilyrði til aukinna athafna hér, og mun engan, sem þá stóð fyrir byggingu hafnarinnar, hafa órað fyrir, að þróun sú, sem orðið hefur í atvinnumálum okkar og útgerð yrði svo ör, sem raun ber vitni um, og aðstæð- ur allar breyttust á svo skömmum tíma, og um leið kröfur þær, sem varð að gera til hinnar tiltölulegu nýju hafnar í sambandi við þá gjör- breytingu, sem orðið hefur á hagnýtingu fiskj- ar. Þá var allur fiskur, sem veiddist, saltaður og síðan þurrkaður á reitum víðsvegar á opnum svæðum, en nú má heita að allur fiskaflinn sé frystur í frystihúsum, sem helzt þurfa og eiga að standa á hafnarbakkanum. Stærð og gerðir skipa hafa orðið mjög breyti- legar, og viðhald þar af leiðandi orðið allt ann- að. Þá nægði ein lítilf jörleg dráttarbraut, með hliðarfærzlum, fyrir allan skipaflotann. En nú eru skipin orðin það stór, að vafasamt er talið hvort heppilegt sé að byggja svo stóra dráttar- braut í höfninni, sem tekið getur skipin á land til hreinsunar og viðgerðar. Þegar því litið er yfir hafnarmál Reykjavík- ur í heild, er tvennt, sem þar aðallega kemur til greina: 1. Hvort hið raunverulega hafnarsvæði hef- ur verið skipulagt með hina öru þróun í útgerðarmálum fyrir augum, en með fullu tilliti til hvað bezt hentaði fyrir fram- tíðina. 2. Hva,ða iðngreinar, sem standa í beinu sambandi við sjávarútveginn, er sjálf- sagt að staðfesta innan takmarka hafnar- innar og hverjar mætti eða ætti að stað- setja utan takmarka hennar. Þegar lokið hafði verið við skjólgarða hafn- arinnar, var ekki hægt að segja, að neitt heild- arfyrirkomulag væri hugsað innan þeirra. Ýms- ar uppástungur hafa komið fram, en þær hafa sem sagt breytzt frá ári til árs, og hver ein- V I K I N G U R 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.