Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 26
ur fyrir því hafa ekki komið í ljós opinberlega
ennþá, hverjar svo sem þær eru.
En það verða menn að hafa í huga, þegar
um staðsetningu slíkra fyrirtækja er að ræða,
að stundarhagsmunir einstakra manna mega
ekki ráða neinu þar um, heldur hvað hentar
bezt fyrir framtíðina. Það er byggt fyrir hana,
en ekki stundina, sem er að líða.
Nú eftir rúm 5 ár er þessum málum háttað
þannig, að í förum hinna gömlu dráttarbrauta
slippsins er nú byggð ný dráttarbraut, sem
tekur um 1400 tonna þunga, með hliðarbraut-
um, sem taka 1000 tonna þunga, í umhverfi,
sem er alls ófullnægjandi, með tilliti til annarar
starfrækslu hafnarinnar, og í athugun er við
hlið þessarar dráttarbrautar staðsetning þurr-
kvíar og annara mannvirkja, sem skipasmíða-
stöð útheimtir.
Á þeim stað, sem milliþinganefndin benti á,
og Alþingi, bæjarstjórn og hafnarstjórn sam-
þykkti þá hefur Skipanaust h.f. verið að reyna
að fá leyfi og aðstoð þess opinbera til þess að
koma upp og starfrækja dráttarbrautir fyrir
allt að 2500 tonna þunga, sem mundi geta tekið
öll skip, sem Islendingar eiga nú, nema Trölla-
foss. Það hefur að vísu fengið leyfi til að setja
upp og starfrækja dráttarbraut þessa, en að-
stoð þá, sem nauðsynleg var, ábyrgð ríkisins,
hefur það ekki getað fengið, þrátt fyrir að
ríkið eða Alþingi fyrir þess hönd. hafi verið
á undanförnum árum óspart á að láta ábyrgðir
í té á ýmsu, sem ekki getur talizt nauðsynlegra
en þetta fyrirtæki, Skipanaust.
Skipanaust h.f. er stofnað 1944, af allmörg-
um iðnaðarmönnum, með það fyrir augum að
koma upp og starfrækja dráttarbrautir til
skipaviðgerða og skipasmíða. Og það einmitt
bindur sig við áðurgreindan stað í tillögum
milliþinganefndar, svo það eitt út af fyrir sig,
hefði átt að tryggja því örugga aðstoð hins
opinbera, eftir að það sá sér ekki fært, að hefj-
ast handa þar.
Nýbyggingarráð samþykkti dráttarbraut fé-
lagsins, sem lið á heildaráætlun fyrir þjóðar-
búskap fslendinga árið 1947. Félagið hefur
samið um kaup á mjög fullkominni dráttar-
braut, frá firmanu Grandall Dry Dock Eng-
eneer, keypt efni og gert annan undirbúning
fyrir samtals um 600.000 kr., og bygging þess-
arar dráttarbrautar mun taka 5—6 mánuði,
eftir að allt efni er komið hér á staðinn.
Þetta firma hefur byggt dráttarbrautir víðs-
vegar um heim, og hafa alls staðar reynst vel.
Hr. ólafur Sigurðsson forstjóri Landssmiðj-
unnar, lýsir þessum dráttarbrautum á eftir-
farandi hátt:
„Ég hef athugað allar einstakar teikningar
frá firmanu Grandall Dry Dock Engereers Inc.,
Boston, er þeir hafa gert af fyrstu hugmynd
félagsins um 1500 smál. braut. Allur sá útbún-
aður virðist vera traustur og haganlega gerð-
ur, enda hefur nefnt firma margra áratuga
reynslu í byggingum slíkra brauta. Það, sem
sérstaklega má benda á að til verulegs hægðar-
auka og þæginda við vinnuna er:
1. Að meðfram hliðum vagnsins eru háir
stálgrindaveggir, með gangpalli efst. Sigl-
ir skipið inn á milli veggjanna og er fest
í þá meðan afrétting þess á vagninum fer
fram. Auðveldar það að mun upptökur
skipa. Til samanburðar má geta þess, að
á braut Slippfélagsins eru engir slíkir
veggir, og gefur félagið upp, að til upp-
töku þurfi samtals 18 menn. Varla mun
þurfa helming þeirra í fyrirhugaðri braut
Skipanausts h.f., og þó mun verkið vinn-
ast fljótar.
2. Að trépallur er ofan á vagni brautarinn-
ar og myndar hann lárétt og gott vinnu-
plan undir skipinu, engir þverbitar eða
slár hindra þar vinnu eða flutningatæki“.
Ennfremur segir hr. ólafur Sigurðsson um
hvernig dráttarbrautar- og þurrkvíarmálum
landsins verði hagað í framtíðinni fyrir togara
og stærri skip:
„Tvær lausnir eru hugsanlegar fremur öðr-
um:
1. a. Dráttarbraut Slippfélagsins h.f. er þeg-
ar byggð og tekur mest 1400 smál.
þunga á braut og 1000 smál. á hliðar-
færslu.
b. Þurrkví, 87 metra að lengd, samsvarar
ca. 2500 smál þunga.
c. Þurrkví ca. 140 m. að lengd fyrir allt
að 8000 t. d. w. skip.
2. a. Dráttarbraut Slippfélagsins, sem að
að ofan er nefnd.
b. Dráttarbraut Skipanausts h.f. fyrir
mest 2500 smál. þunga á braut og 1500
smál. hliðarfærslu.
c. Þurrkví, ca. 140 metrar að lengd.
Dráttarbraut Slippfélagsins er fyrir
hendi og er fullt tillit tekið til hennar
í báðum lausnunum".
Þurrkví ca. 140 m. er á fjögurra ára áætlun
ríkisstjórnarinnar og í fullu samræmi við al-
mennar hugmyndir fjári’áðamanna. En hún
meðtekin í báðum lausnum. Lausnirnar eru
þannig frábrugnar hvor annari aðeins hvað
snertir b-liðinn.
Virðist því ástæða til að athuga hann nánar.
Þurrkvíin nr. 1. b. hefur eitt stæði og kostar
60
V I K I N G U R