Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 36
Vélskipið Helgi ferst Framh. af bls. 38. Ferðin gengur að óskum fyrstu mínúturnar, hann er kominn á sundið og það sunnarlega, að menn úr landi ætla, að hann fari að snúa, þegar stórsjór ríður yfir hann og færir hann í kaf, allt nema stýrishúsið. Og þá þrífur stormur- inn hann á svipstundyi og hrekur hann hratt, mjög hratt, að Faxaskeri. Menn á Heimaey horfa á þetta. Sjórinn hefur stöðvað vélina og báturinn nálgast skerið. — Klukkan er 25 mínútur gengin í þrjú, þegar hringt er til loftskeytastöðvarinnar í Vest- mannaeyjum og tilkynnt, að Helgi sé í hættu staddur. Nú gerist margt á skömmum tíma. Herðu- breið er gert boð og henni skýrt frá því, sem er að gerast við Faxasker. Hún leggur af stað samstundis til hjálpar. Vélbáturinn Sjöfn er þá kominn til hennar með lóðs, en snýr við aftur og heldur að skerinu. Og mennirnir í landi fylgjast með því, þar sem Helgi hörfar fyrir veðrinu, nálgast skerið og klettana. Menn á skerinu. Og þá kemst vél hans af stað. Báturinn virð- ist alveg kominn að skerinu, þegar hann stöðv- ast og vinnur sig svo andartak upp í öldurnar. Þá stöðvast vélin aftur og nú skiptir það eng- um togum, að Helgi berst með veðrinu upp að skerinu. sést þar skamma stund, en hverfur svo með öllu. Hannes Hansson, sem fékk ekki pláss með Helga og er einn 30 farþega um borð í Herðu- breið, horfir á það, þegar vélbáturinn brotnar og sekkur. — Hann telur, að báturinn hafi hald- izt ofansjávar í nokkrar mínútur, eftir að hann tók niðri. En svo er ekkert eftir, nema hvað Hannes sér mann koma upp á skerið og ganga vestur eftir því. Skömmu síðar sést annar, sem fer hægt, en virðist halda í áttina til félaga síns. Skipverjar á Sjöfn sjá mennina einnig, en ekki verður greint hverjir þeir eru. Björgunartilraunirnar hefjast nær samstund- is. Herðubreið heldur sig við slysstaðinn eftir mætti, en Sjöfn fer í land eftir björgunartækj- um. Svo út aftur og sem næst skerinu og mönn- unum tveimur, sem enn sjást á því. Þeir eru vestarlega og í svolitlu afdrepi. Og það sést til þeirra meðan bjart er. Svo er skotið til þeirra línum, en vindurinn grípur þær og þeytir þeim í fangið á björgun- arsveitinni. En veðurhæðin eykst og klukkan fjögur, um einni og hálfri klukkustund eftir að Helga hrakti á Faxasker, mælast austan ellefu vindstig á Stórhöfða. Þá er alskýjað og skyggni fer ört versnandi. Um það leyti er sýnt, að þess er lítil eða engin von, að sjómönnunum verði bjargað um nóttina. Og þó sést enn til þeirra, en Hannes getur ekki greint, hvort þeir sitja eða standa á háskerinu, þótt líklegra sé að þeir sitji, því sennilega var varla stætt. Fárviðri. Klukkan átta á laugardagskvöldið er komið fárviðri að austan. Veðurhæð 13 vindstig á Stórhöfða. Frekari björgunartilraunir með línu eru þá vonlausar, en mönnunum, sem hafa for- göngu fyrir bjöi'gunarsveitunum, kemur sam- an um að hafa bát á verði við skerið. Þeir telja, að það geti orðið mönnunum á Faxaskeri til svolítillar örfunar, að þeir viti af því, að vel- mannaður bátur sé á næstu grösum. Þegar hér var komið, vissu menn í Vest- mannaeyjum, að um björgun yrði ekki að ræða næstu klukkustundirnar. Hitt vissu þeir ekki, að þá var að ganga á eitt mesta óveður, sem menn muna eftir í Eyjum. Ársæll Sveinsson útgerðarmaður, fram- kvæmdastjóri Björgunarfélags Vestmanna- eyja, segist ekki muna annað eins veður í 20 eða 30 ár. Sjómaður um borð í Herðubreið seg- ir, að hann hafi aldrei verið á sjó í öðru eins aftakaveðri. Klukkan ellefu eru 14 vindstig í Vestmannaeyjum, mikil snjókoma og skyggni 100 til 200 metrar. Um miðnætti er veðurhæðin óbreytt. Og klukkan fimm á sunnudagsmorgun mælast 15 vindstig á Stórhöfða. Á töflu Veðurstofunnar teljast 12 vindstig fárviðri. Kviknar í Hraðfrystistöðinni. Það er þegar óveðrið er að ná hámarki og vélbáturinn Gotta liggur í hafrótinu austur við Faxasker, að slökkviliðið í Vestmannaeyjum er kallað út. Þá er klukkan um tvö á sunnudags- nótt. Það er kviknað í ,,Kumbalda“ við Hrað- frystistöð Vestmannaeyja og húsið er orðið al- elda áður en varir. Tilraunir til að verja aðalbygginguna, stærsta hraðfrystihús landsins, reynast árangurslaus- ar, eldurinn læsir sig í efstu hæðina og er svo mikill í fárviðrinu, að það lýsir yfir bæinn og bjarma slær á Helgafell og Heimaklett. En stormurinn rífur með sér logandi eldibranda og feykir þeim út yfir höfnina og út á sjóinn, eins og svifblysum. Á sjötta tímanum þennan sunnudagsmorgun í Eyjum, er svo ástatt: Úti í Faxaskeri, við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn, eru tveir af áhöfn Helga, sem sökk við skerið um 14 70 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.