Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 27
ca. 10 milljónir kr. Dráttarbraut nr. 2. b. hefur eitt stæði fyrir skip af sömu stærð og þurrkvíin tekur stærst og auk þess 2 stæði fyrir skip allt að 1500 smál. þunga. Heildarkostnaður drátt- arbrautar er vart helmingur af verði þurrkví- arinnar (áætlaður 4,2 millj. kr.). Ríkissjóður yrði sennilegast einn að standa fyrir og kosta byggingu þurrkvíarinnar og leggja út ca. 10 millj. kr., sem varla myndi fást endurgreitt beint að verulegu leyti. Einstaklingar óska að byggja og starfrækja dráttarbrautina sjálfir, en ríkissjóður þarf að ábyrgjast 2,7 millj. kr. lán, sem líkur eru til að greiðist upp á venjulegan hátt. Þessi saman- burður í afköstum, kostaði og fjárframlögum til liða 1. b. og 2. b., er einhlítt hagstæður 2. b., þ. e. a. s. dráttarbráutinni. Að síðustu legg- ur hr. Ólafur Sigurðsson til, að Skipanaust fái þá ábyrgð ríkissjóðs, sem það hefur sótt um, að upphæð 3,0 millj. kr. Þessar athuganir hr. Ólafs Sigurðssonar sýna tvö mikilvæg atriði. Að hvað kostnað ríkissjóðs snertir verði hann ca. 10 millj. kr., ef þurrkví er byggð, og minni aí'köst, eitt skip í einu í þurr- kví, en eitt af sömu stærð á dráttarbraut, og auk þess tvö minni á hliðarsporum, ef drátt- arbraut er byggð, á móts við 3,0 millj. kró á- byrgð, sem ekki ætti að verða til útgjalda fyrir ríkissjóð. f öðru lagi er dráttarbraut Skipanaust ódýrari í rekstri en dráttarbraut sú, er Slipp- félagið hefur byggt. Einnig kemur það til greina, að Skipanaust vill byggja sína dráttarbraut á þeim stað, sem bezt hentar með framtíðarmöguleika til óhindr- aðs og aukins athafnasvæðis fyrir augum, og ætti það eitt út af fyrir sig að vera full ástæða til að það opinbera (ríkið) láti félaginu í té alla þá aðstoð, sem það má, bæði með ábyrgð og á annan hátt, svo sem með gjaldeyrisleyf- um o. fl. Hvað veldur þessum seinagangi og yfirleitt allri afgreiðslu þessara þýðingarmiklu mála, er flestum óskiljanlegt, en eitt er víst, að til grund- vallar liggur ekki, hvað bezt hentar fyrir fram- tíðina og fjárhag ríkisins, heldur hvað hentar stundarhag einstakra manna, og er það illa farið. Eins og áður er getið, er til athugunar stað- setning tveggja þurrkvía, viðgerðarbryggju og annara mannvirkja, sem nauðsynleg eru slik- um iðnrekstri, fyrir vestan dráttarbraut Slipp- félagsins. Ef úr því verður, gerist þröngt fyrir dyrum hjá fiskibátum þeim, sem áætlað hefur verið athafna- og viðlegusvæði við Grandagarðinn, og verður þá ekki annar endir þar á en að fiskiflotinn verði að víkja, til þess að hinn aðilinn fái allt það athafnasvæði, sem fyrir hendi er þar. Og er þá að því komið, að byggja verður nýja höfn annars staðar, sem þegar hefur verið stungið upp á stað fyrir, við Lauganes. Hvað sú höfn myndi kosta er órann- sakað mál, en hitt er víst, að eftir staðháttum þar mun hún dýr verða. Langirog sterkir skjól- garðar þurfa þar, mjög grunnt vatn á stóru svæði. Ög svo er ekki hvað þýðingarminnst hvort hægt sé að haga legu skjólgarða þannig, að hægt sé að útiloka alla haföldu. Hún er á- leitin og finnur oft þær ótrúlegustu leiðir að pota sér áfram. Þetta og ótal fleira þarf að athuga, einmitt á þessu stigi málsins. Verður það ódýrara og hagkvæmara fyrir framtíðar- skipulag hafnarinnar, að staðsetja dráttar- brautir og þurrkvíar innan hafnarsvæðisins, og þurfa svo í rnjög náinni framtíð að byggja nýja höfn á vafasömum stað fyrir skipaflot- ann ? Eða er málunum betur fyrir komið á þann hátt, að staðsetja dráttarbrautir, þurrkvíar og annað, er til þeirra heyrir, utan hafnarinnar á einn stað, þar sem nóg rými er, eins og tillögur hafa verið gerðar um við Elliðaárvog? Oft hefur þeirri hugsun skotið upp hjá mörg- um, er rætt hafa um hafnarmál Reykjavíkur, hvort ekki væri heppilegast að gera skjólgarð frá ytri enda Efferseyjar í ytri enda Engeyj- ar. Þetta hefur þótt fjarstæðukennt, sérstak- lega að því leyti er kostnað snertir, það yrði okkur ofviða. Það má satt vera, en hitt er líka satt og rétt, að Reykjavíkurhöfn verður aldrei góð og örugg höfn fyrr en þetta hefur verið gert. Og því ekki að taka það til athugunar, með framtíð hafnarinnar fyrir augum? f samræmi við framangreindar hugleiðingar um hafnarmál Reykjavíkur, leggjum við til að stjórn F.F.S.Í. hlutizt til um: A8 svæSið vestan Ægisgarðs, frá dráttar- braut Slippfélagsins og með Grandagarði, verði einungis skipulagt sem athafnasvæði fyrir minni skip fiskiflotans (mótorbátana), og teljum þar nóg landrými fyrir öll þau hús, sem þörf er á í því sambandi, svo sem frystihús, geymsluhús og viðlegu fyrir bátaáhafnir o. fl. Afstaða þessara húsa til bátabryggjanna sé þannig, að hægt sé að losa fiskinn úr bátunum beint í hús- in, með færiböndum eða þar til gerðum fiski- dælum. AS á brygyju þeirri við Grandagarð, sem næst er bátabryggjunum, og um leið er skjól- garður fyrir þær, sé byggt íshús, er framleiði ís handa fiskibátunum og togurunum, sem af- greiðslupláss hafa við Grandagarð, er geti svo runnið beint um borð í skipin. A8 á bryggjum þeim, sem ætlaðar verða fyr- V I K I N □ U R 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.