Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 39
JENS V. JENSSON VÉLSTJÓRI Fœddur 18. nóv. 1908 — Dáinn 29. jan. 1950. Minningár eru, ásæknar, sérstaklega þegar rótað er við þeim alvarlega, þá líða myndirnar fyrir hugskotssjónum manns. Eins og maður hórfir á kvikmyndasýningu þessa daga, hafa minningarmyndirnar um Jens V. Jensson verið ásæknar og kærkomnar. Og hljóðlega hefur textinn birtzt á tjaldi tilverunnar, hann er ef til vill ekki öllum ljós, en hann talar skýru máli til þeirra, er þekkja. Þess vegna verða þessi orð, sem hér eru skráð, skiljanlegri þeim, sem þekktu Jens heitinn og stóðu á svipuðum vett- vangi og þeim, er hann háði lífsbaráttu sína á. Ég minnist þess, þegar nokkrir menn komu um borð í skip, er ég var á, sem nýr hluti skipshafnarinnar, þar á meðal var einn ungl- ingur, sem var ekki eins í útliti og hinir fé- lagar hans. Hann var svo unglegur, næstum barnalegur í útliti og var hann hreinni og bjart- ari en hinir, úr augum hans skein útþráin, sem ég þekkti svo vel sjálfur og sem svo mjög hef- ur þjáð marga vestfirzka drengi. Hann var af öðru sauðahúsi en við flestir skipsfélagar hans. Mér var þá ókunnugt um æsku hans og upp- runa og sjálfsagt hefur hin mæta móðir hans ætlað þessum syni sínum annað umhverfi en nú blasti við. En Jens var kominn að heiman, teningnum var kastað. Eftirleiðis bauð hann öllum erfið- leikum byrginn með brosi á vör. Hver þrek- raun, sem varð á vegi hans, var yfirstigin. Hann sigraðist á öllum erfiðleikum, sem mættu frámgjörnum æskumanni á leiðinni til þroska og fullkomnunar. Hann fetaði öruggur upp öll þau þrep, er lágu að því marki að verða vélstjóri, með þeim réttindum, er íslenzkur skóli gat veitt, og lagði gjörfa hönd á allt það, sem að því starfi laut. Jens lærði járnsmíði á Patreksfirði og sigldi aðallega á skipum þaðan og mun hann oft hafa þurft að halda á hinni alkunnu ráðsnilli, er hann var þekktur fyrir, samfara dugnaði og óeigingjörnu starfi, eins og að likum lætur, þar sem fátt vai1 um fagmenn á staðnum, en út- gerð rekin af miklu kappi, enda naut Jens mikils álits vinnuveitenda sinna. Minningarnar, sem ég á um Jens, eru allar glaðar. Hvert sinn er fundum okkar bar saman, var eins og hvít perla gleðinnar væri dregin á lífsþráð okkar. Kringum Jens sindraði allt af græskulausri gleði, hann söng og sagði frá og hló svo hjartanlega, að allir hrifust af. En Jens hafði ákveðnar skoðanir á öllum þeim málum, er efst voru á baugi á hverjum tíma, þar sem hann dró ályktanir af staðreyndum, vildi að hver uppskæri, eins og hann sáði, var illa við alla launstarfsemi, leti og minnimáttarkennd og var ekkert myrkur í máli, er hann ræddi skoðanir sínar á hinum pólitísku viðhorfum. Jens var tvígiftur, fyrri konu sína, Guðrúnu Oddsdóttur, missti hann frá tveim ungum dætr- um. Seinni kona hans, Þórunn Sigurðardóttir, er gekk dætrum hans í móður stað, heyir nú hina þöglu baráttu við sorgina, ásamt systrun- um og ungum kjörsyni þeirra. Þau sakna öll hins góða og umhyggjusama heimilisföður og eiga erfitt með að átta sig á því, að allar fram- tíðarvonir, er bundnar voru við hann, skyldu svo snögglega bregðast. En tíminn læknar öll sár eða að minnsta kosti dregur úr sárasta sviðanum og er það því innri styrkur og samfélag góðra manna, sem bezt um bætir á svona sorgarstundum, og að lokum rennur saman tíminn og eilífðin. Ég veit, að minning Jens er enginn greiði ger með harmtölum og hugarvíli, því hann var karlmenni í lund, og einhvern veginn gæti ég trúað, að Jens hefði verið samþykkur þessum orðum hins spaka manns, er kvað: Hvenær, sem kallið kemur, kaupir sigr enginn frí, þar læt ég nótt sem nemur, neitt skal ei kvíða því. Þetta sé kveðja frá mér, með þökk fyrir allt og allt, vertu blessaður. F. ./. V arharslysið Hafsins í róti hermenn íslands stríða hugrakkir, dyggir, glaöir lífs í starfi, þá öhlurnar falla engu mega kví'ða, afburða-þrek var gefin þeim að arfi. Rétt.látur drottins dómur öllum stjórnar, drottinn einn veit, hve sjómaðurinn fórnar. Himneski guð, sem hjartasárin græðir huggaðu þá, er ástvinina gráta, vcrtu þeim Ijós og lyftu í sólarhæðir leitandi hug, en alltaf hljótum játa, að þú ert, sem velur, þegar dauðinn kallar, þú einnig telur sorgarstunur allar. Patreksfirði, 5. febrúar 1950. Sigurrós Guðmundsdóttir. VI K I N C3 U R 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.