Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 29
múrsteinsbyggingunum og tónarnir fylltu loft- in. Kyndarinn svipti hurðinni opinni og geyst- ist út. Um líkt leyti yfirgaf félagi hans, Siggi Brands, hús í nágrenninu, niðurbrotinn á sál og líkama eftir glaum næturinnar, eða öllu heldur hamfarir þær sem á eftir fóru í þessu liúsi, enda var engu líkara á fasi þessa stór- beinótta sjómanns, en hann hefði háð keppni í tugþraut alla nóttina. Og nú handfjatlaði hann aleigu sína í erlendri mynt, 3 ríkismörk, og í hugskoti hans höfðu allar hugsanir hans vikið fyrir einni stórri hugsjón og glæstri: stóru ginstaupi; í baksýn grillti ef til vill í spítala eða aðra líknarstofnun, sem hann gæti lagt sig inn á. Þá glumdi við hratt fótatak í næsta stræti og fram á torgið þusti vinur vor, hómópatinn, á leið til skips, eins og hann var á sig kominn eftir viðskiptin við hinn herskáa kokkál og konu hans. Spikmjúkir og mjallahvítir fæt- urnir voru átakanlegir, en engu að síður báru þeir eiganda sinn áfram með undraverðum hraða og blúndubuxurnar blöktu í golunni, eins og vængir fugls að hefja sig til flugs. Siggi Brands saup hveljur og hrópaði upp yfir sig: „Gvendur!“ Kyndarinn leit við felmtsfullur á hlaupun- um, náfölur og vesældarlegur, og stundi upp einhverju sem átti að vera skýring eða afsök- un, kannski fyndni: „Veðmál, þú skilur, má ekki tefja, ha, ha“. Ja, það var víst óhætt að bóka það, að hon- um var fyrir beztu að hraða för sinni sem mest. Hrottalegur hlátur Sigga Brands gall við, og hláturinn jókst enn meir þegar honum var hugsað til að hann væri kominn í góðra vina hóp, og segði: „Hafið þið heyrt söguna af því, þegar ... “. Það skríkti í honum, og menn sem fóru framhjá litu hann augnaráði, sem ekki varð misskilið. Að lokum hentist hann með hláturinn inn á næsta bar. í Mariensstrasse og hvarvetna, sem kyndar- inn fór um, stöðvaðist öll umferð, karlar og konur depluðu augunum og stóðu sem frosin í sömu sporum. Virðulegur Þjóðverji hljóp í veg fyrir hómópatann og spurði í hugarástandi, sem nálgaðist ofvæni: „Hvað eruð þér að gera?“ „Hlaupa“, hreytti kyndarinn út úr sér“. Nú var enginn tími til útlistana. „Maraþonhlaup, þú skilur, Hamborg—Cuxhaven, ha, ha. Ég er grískur“, bætti hann við, því skyndilega fékk hann eitthvað hugboð um landkynningu. En borgararnir skildu ekki neitt, en sagan um Grikkjann barst út sem eldur í sinu, og fimm mínútum síðar lauk þessu fræga hlaupi, og um leið ævintýri, sem lengi mun í minnum haft, samtímis skelfilegustu augnablikum í lífi kyndarans á Agli Svarta. Fjórum klukkustundum síðar er lagt úr höfn og ferðinni heitið til Fleetwood til að láta setja sjálfritandi dýptai'mæli í skipið. Húsiö er ykkar! Fish Market, stendur á skiltinu. Og hróp og köll kveða við á fiskimarkaðnum í Flítvúdd, fiskikassar eru dregnir í reiti, steinbítur sér, þorskur þarna, heilagfiskur hér, og skellirnir í klossum ensku verkamannanna bergmála yfir dokkurnar. Enski verkamaðurinn er ljótur, og lítirðu í andliti hans, blasir lífssaga hans við þér eins og opin bók: vítamínskortur, tóbaksofnautn, samfara stöðugu bjórþambi, og þér slær fyrir brjóst þegar hann opnar munninn; húðin er slæpt og strengd eins og elt svínshúð, augun sollin, og orðaforði mannsins samanstendur af illskiljanlegu hrognamáli, en veltan er óskap- leg. Hann þegir aldrei. Hann er sífellt undir áhrifum bjórdrykkju, en á laugardögum drekk- ur hann sig fullan — af bjór; það er hans munaður. Og haldirðu áfram upp í þennan bæ, sem ís- lenzkir fiskimenn þekkja eins vel og Reykja- vík, verða á vegi þínum ávaxtasalar á gang- V I K I N G U R 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.