Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 14
höfninni óáreittur. Hann stanzaði á horninu næst uppfyllingunni og gægðist varlega fyrir það. Nokkur skip voru þar að losa kol, lítið gufuskip var að leggja frá hafnarbakkanum, og fiskibátur leið hægt inn lygna höfnina og stefndi á bátalægið. Skip hans sjálfs, sem lá í grennd við koladallana, var hætt að losa og beið sýnilega eftir komu hans. Hann sá ekkert til Pilbeams lögregluþjóns. Hann hinkraði við eina eða tvær mínútur, lit- aðist síðan flóttalega um til beggja handa og reikaði hirðuleysislega að kolaskipunum. Eng- inn veitti honum athygli; hann stakk höndunum í vasana, horfði spekingslega niður í sjóinn og fikraði sig nær skipi sínu. Fætur hans voru að bila þegar hann steig á landgöngubrúna, en um borð komst hann heilu og höldnu, án þess hann léti undan löngun sinni til að líta um öxl. Hann gekk fram á skipið. „Halló! Hvað vantar þig?“ kallaði einn skip- verja til hans úr eldhúsdyrunum. „Allt í lagi, Bill“, sagði skipstjórinn í hálfum hljóðum. „Láttu sem þú sjáir mig ekki“. „Hvað?“ sagði hásetinn grallaralaus. „Drott- inn minn! Hvað hafið þér —“. „Þegiðu!“ sagði skipstjórinn með þjósti; hann gekk fram að hásetaklefanum, studdi hend- inni á lúkarskappann og hvarf niður um opið með mestu rósemd. Jafnskjótt og hann var kom- inn niður birtist andlitið á Bill í lúkarsopinu. „Urðuð þér fyrir slysi, skipstjóri?" spurði hann með lotningu. „Nei“, hvæsti skipstjórinn. „Komdu niður — fljótur! Stattu ekki þarna eins og glópur. Lang- ar þig til að fá allan bæinn á vettvang? Komdu niður!“ „Það fer ágætlega um mig þar sem ég er“, sagði Bill og hopaði á hæli, því skipstjórinn var kominn upp í stigann og otaði að honum svörtu, reiðilegu andlitinu. „Snautaðu þá burtu“, hvæsti skipstjórinn. „Farðu og segðu stýrimanninum að koma hing- að. en farðu þér hægt. Og ef einhver skyldi hafa veitt því athygli, þegar ég kom um borð, og spyr þig hver ég sé, þá skaltu segja að ég sé einn af hásetunum“. Bill sneri burt, en skildi ekki neitt í neinu. Skipstjórinn neri kolasallann úr augunum og beið eftir stýrimanninum. Hann var svo lengi á leiðinni, að skipstjóranum fór að leiðast biðin, steig upp í stigann og gægðist út á þilfarið. Það fyrsta, sem hann sá, var stýrimaðurinn, sem hallaði sér út á borðstokkinn og hafði vakandi auga á lúkarskappanum. „Komdu hingað“, sagði skipstjórinn. 40 „Er eitthvað að?“ spurði stýrimaðurinn og nálgaðist hikandi um nokkur skref. „Komdu — hingaS!“ endurtók skipstjórinn. Stýrimaðurinn færði sig nær, og hætti sér loks niður stigann, eftir ítrekaða skipun skip- stjórans. Hann virtist taugaóstyrkur. „Já, gláptu bara“, sagði skipstjórinn með snöggum ofsa. „Þetta er allt þér að kenna. Hvert ætlarðu ?“ Hann náði í jakkalafið á stýrimanninum, um leið og hinn síðarnefndi var að skjótast upp stigann, og dró hann niður aftur. „Þú mátt fara, þegar ég hef lokið mér af“, sagði hann grimmdarlega. „Jæja, hvað átti þetta að þýða ? Ha ? Hvað átti þetta að þýða ?“ „Það er allt í lagi“, sagði stýrimaðurinn. „Stillið þér yður“. „Horfðu á mig!.. sagði skipstjórinn. „Allt er þetta vegna afskiptasemi þinnar. Hvernig vog- arðu þér að vera að spyrjast fyrir um mig?“ „Ég?“ sagði stýrimaðurinn og hopaði eins langt og klefinn leyfði. „Spyrjast fyrir?“ „Hvað kemur þér það við þótt ég sé í landi heila nótt?“ sagði skipstjórinn. „Ekkert“, sagði stýrimaðurinn vesælíarlega. „Hversvegna varstu þá að asnast til lögregl- unnar?“ spurði skipstjórinn. „Ég?“ sagði stýrimaðurinn skrækróma af undrun. „Ég? Ég fór ekki til lögreglunnar. Hvað hefði ég átt að gera þangað?“ „Ætlarðu að halda því fram að þú hafir ekki tilkynnt lögreglunni fjarveru mína í nótt“? sagði skipstjórinn hörkulega. „Auðvitað gerði ég það ekki“, sagði stýrimað- urinn kjarkbetri. „Hversvegna hefði ég átt að gera það? Mér kemur ekkert við þótt þér séuð í landi heila nótt. Ég þekki skyldur mínar. Ég veit ekki um hvað þér eruð að tala“. „Og lögreglan hefur ekki haldið vörð um skipið og spurzt fyrir um mig?“ sagði skip* stjórinn. Stýrimaðurinn hristi höfuðið dolfallinn. „Hvers vegna hefðu þeir átt að gera það?“ spurði hann. Skipstjórinn svaraði því engu, en starði þung- búinn fram fyrir sig; hann gat ekki trúað því að nokkur væri svo samvizkulaus að beita hann svo lúalegum brögðum. „Auk þess er þetta ekki í fyrsta sinn sem þér eruð í landi heila nótt“, sagði stýrimaðurinn og var farinn að sækja í sig veðrið. Skipstjórinn leit til hans með þóttasvip, sem naut sín ekki til fulls vegna kolasallans, og gekk upp stigann rólegur og virðulegur í fasi. Hann greip andann á lofti og fölnaði undir kolahrím- inu þegar hann sá Pilbeam lögregluþjón hvers- VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.