Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 30
stéttunum, aragrúi bjórstofa, og öðru hvoru stöðvar þig farandsali og býður til sölu greið- ur eða úr, undantekningarlaust fyrir hærra verð en í verzlununum, og úrin ganga í nokkra daga og svo ekki meir, en greiðurnar eru upp og niður — sviknar og ósviknar. Þú ýtir honum frá þér, og dáist með sjálfum þér að fögrum litarhætti ensku stúlknanna og kemst ekki hjá því, að gera samanburð á stirð- busahætti þeirra íslenzku, og þeim sjarmör sem leikur í hverri hreyfingu þeirra, sem þjóta hér fram og aftur með dinglandi böggla, og ef þér verður starsýnt á eitthvert andlitið vegna sér- kennilegrar fegurðar eða fallegra augna, þá brosir þetta andlit glaðlega, en snýr ekki upp á sig eins og í Austurstræti heima. Stór ensk bifreið með einkennisklæddum bíl- stjóra þýtur fram úr sporvagni, með óleyfileg- um hraða á íslenzkan mælikvarða; þar fer einkabifreið og bílstjóri skipstjórans Nikulásar meðan hann er í höfn. í aftursætinu situr hann draugfullur en keikur með bögglahlaða til beggja hliða. ódrukkinn ber hann sig vel, en fullur eins og konungur, og þegar nokkrir sjó- menn fyrir utan „Cohen“ kinka kolli, þá gerir hann ,,honör“ og er farinn. Skömmu síðar þýtur önnur bifreið fram hjá fataefnaverzlun „Cohen“ og stefnir út úr bæn- um til Blakkpúlborgar, sem er skammt frá Flítvúdd og fræg fyrir baðstað sinn og fjöl- breytt skemmtanalíf. f bílnum bregður fyrir sígarettuglóð, flösku á hvolfi, og titrandi barkakýli Hákonar gamla hreyfist ótt og títt. Brytinn frá Kaupinhafn tekur við flöskunni, því næst bóndasonurinn. „Drekktu!“ skipar Hákon, „og mundu nú allt sem ég hef kennt þér“. Hákon slær á öxl bíl- stjórans. „Aktu hraðar, kalli minn, þá færðu pund aukreitis; það er bíll á eftir“. „Er það ekki hættulegt“? spyr bóndasonur. „Þegi þú“, segir Hákon. „Þá fyrst hefur hann hugann við það sem hann er að gera“. ,,Rétt“, segir brytinn. „Nú skal man dog lifa glatt!“ Bifreiðin nemur staðar fyrir framan hús skammt frá Winter Gardens og' farþegarnir knýja á dyr. Hurðinni er lokið upp af stórri konu — feitri, undirhökurnar standa á bringunni, brjóstin á naflanum, og konan brosir glaðlega þegar hún sér Hákon. „Nei, Hákon, húsið er ykkar!“ Hurðin opnast upp á gátt. Hákon geysist inn. „Takk, maddamma Kátsjúk, komið piltar. Nú er að láta hendur standa fram úr ermum“. „f bað“, sagði hún, „ég er frá Hull“. Bóndasonurinn deplaði augunum framan í stúlkuna og reyndi að finna samhengi milli Hull og baðkers. Brátt gafst hann upp og leit á stúlkuna eins og hann ætlaði að éta hana með augunum. Vissulega var hún falleg og klædd eins og hún væri klippt út úr tízkublaði, grá skraddarasaumuð dragtin sýndi vel mjúkar lín- ur líkamans og andlitið sýndi að það var snyrt á 1. flokks snyrtistofu, enda eru allar falleg- ustu gleðistúlkur Blakkpúl hátekjufólk miðað við vinnandi stéttir. Bóndasonurinn hlýddi, og hafði hann nokkurn tíma haft ástæðu til að fúska af slíku þarfa- verki sem bað er, þá var það nú. Það leið ekki heil mínúta, þar til hann hentist út úr baðinu, ljónfjörugur og stæltur, tilbúinn að fá að vita hvernig hann varð til, og til hvers hann lifði. Hann kom brátt auga á stúlkuna í rúminu og fór styztu leið — nefnilega yfir rúmgaflinn, og sökk ofan í brakandi silki angandi af ilm- vötnum. „Heilagur Patrekur"! stundi stúlkan gáttuð. „Hlammar hann sér ekki ofan á mig eins og saltpoki“. „Á að skila kveðju frá Hákoni", sagði sveita- maðurinn stuttlega, og hafði nú efnt loforð sitt við Hákon gamla. Kveðjan fór fyrir ofan garð og neðan hjá stúlkunni, hún leit felmtsfull framan í við- skiptavininn og spurði: „Hvað ætlarðu með löppina, maður?“ „Löppina? Þetta er sú hin rétta löpp“. Stúlkan ákallaði aftur heilagan Patrek, en sagði svo gremj ulega: „Byrjaðu með fortissimo og endaðu í pian- issimo“. En íslendingur í útlöndum lætur ekki að sér hæða, því brátt hafði stúlkan gleymt bæði „hægu“ og „hröðu“ og virtist ekki vita í neinn heim. Hálftími leið. „Hve mikið?“ spurði gesturinn og tygjaði sig í fötin. „Ekkert! Þú ert alltaf velkominn — gratis“. Stúlkan horfði dreymandi á spengilegan vöxt bóndasonarins, og andvarpaði. „Bara hann hefði líka barið mig. Ertu ís- lendingur?“ bætti hún við. , Já“. „Það hlaut að vera“. „Well“, sagði þá bóndasonur og rétti fram hendina að sveitamannasið. ,,Ég þakka góðgerðirnar, guð veri með þér“. Hann skálmar út. Niðurlag næst. 64 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.