Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 34
ast þangað. Eitthvað hefur nú hjúkrunin verið góð. Ég hef nú líka heyrt á 2. stýrimanni, að dvöl hans á sjúkrahúsinu, hafi verið glansnúm- erið í öllum túrnum, og ekkert telur hann gott, nema þar sem mikið er af fallegum meyjum. En hvað um það, maðurinn er með afbrigðum stjórnsamur og minnir á sögurnar, sem ég hef lesið af brezkum kapteinum, sem orðlagðir voru fyrir hörku og harðfyigi við undirmenn sína. Þú manst þá tíð, Tolli minn, er við sigldum saman, að okkur þótti gaman að loknu dags- verki að skreppa í land á kvöldin, fá okkur einn gráan, síðan að fara á modelhús, nætur- klúbba eða eitthvað þess háttar. Þetta leyfði 2. stýrimaður ekJci, heldur lét hann vinna gengd- arlausa eftirvinnu fram á nætur á kostnað fé- lagsins og sjálfs sín, því alltaf stóð hann yfir skipverjum með reiddan hnefann. En veiztu nokkuð, Tolli ? Ég komst í samninga stýrimanna í gær. Þar stendur, að stýrimenn fá enga yfir- vinnu greidda. Hann fellur því á sjálfs sín bragði maðurinn sá. 3. stýrimaður er kindugur karl. Hann er jafn á alla kanta, l j/2 meter á hæð, V/2 á breidd og að ég held nálgast bráðum IV2 á þykkt. Lík- ist því í fljótu bragði kassa og er alltaf fyrir öllum, sem þurfa að flýta sér, því maðurinn er stirður og silalegur eins og vöxturinn bendir til. Þó er þetta hæglætis karl og trú mín er sú, að hásetarnir vilji heldur vinna undir hans stjórn en 2. stýrimanns. 3. stýrimaður tók upp á þeim fjanda að taka konuna sína með sér í langfart. Hefurðu heyrt annað eins? Ég held, að það sé brot á sjólögunum, en sé það ekki, er það brot á öllu velsæmi á sjóara vísu. Við skipverjar höfum fært þetta í tal við hann og ber hann viðskipta- og gjaldeyrisörðugleik- um við og segir það íslenzkri utanríkisverzl- un að kenna, að hann varð að hafa frúna með. 3. stýrimaður er nú sennilega meiri stærðfræð- ingur en við óbreyttir hásetar, enda skiljum við ekki hans fjármálapólitík, nema ef vera skyldi aö frúin sæi um fjármálin. Svona lítum við á málin, Tolli minn. En þetta er illt viður- eignar, því skipstjórafrúin er líka með í þess- ari ferð. Hefur sennilega þótt grunsamlegt, hvað bóndi hennar fór þétt út til sömu staða. Allur er varinn góður. Finnst þér ekki, Tolli? En þeir tímar, sem við lifum nú á, Tolli minn! Það var ekki talið nauðsynlegt að flytja með sér kvenfólk í langferð í eina tíö, því alls stað- ar var nóg af þeim blessuðum. Og nú er svo komið, að við höfum orðið sex kvensur um borð. Ef mér endist tími til, minnist ég á þær seinna. Við vorum að tala um 3. stýrimann. Ég er ekki á vakt með honum. Hann á hundvaktina. Eina 6B nóttina um daginn var þoka á hundinum. Þá vöknuðum við allir í lúkarnum við, að skipið stöðvaðist. Næsta morgun er farið að tala um þetta og segir þá 3. stýrimaður það í fréttum, að þolcan hafi verið svo þykk, að hljóðið frá skipsflautunni hafi ekki komizt í gegnum hana, heldur endurkastast frá henni sem bergmál. Þá segist hann einnig hafa rétt út hendina með logandi sígarettu, og viti menn, hendin og síga- rettan, já, allt hvarf. Slíkt og þvílíkt gengur nú ekki í gamla og reynda sjómenn, Tolli minn. Þú hefur nú fengið lítið sýnishorn af því, hvern- ig yfirmenn á þilfari á S/S „Marshall" eru. Sný ég mér því að loftskeytamanninum og síðan hásetum, þá vélamönnum, bryta og hans þjón- ustuliði. Loftskeytamaðurinn er yndælasti maðurinn um borð að öllum ólöstuðum. Vera má að mér finnist það af því, að ég get naumast sagt, að ég hafi séð honum bregða fyrir í þennan eina mánuð, sem ferðin hefur tekið. Já, svo ræki- lega heldur hann sig að sínu djobbi, að hann af öryggisráðstöfunum læsir að sér, þegar hann sefur. Kemur mér spánskt fyrir sjónir annað eins og þetta, þegar tekið er tillit til þess, að hann sigldi allt stríðið, og má geta nærri, að þá hefur þessi regla ekki gilt. Annars má Is- land vera hreykið af slíkum syni sem „lofta“. Hann hvorki reykir né drekkur. En aö hann sé eins siösamur í fleiri efnum, hef ég grun um aö sé ekki. Við stoppuðum í námunda við Hollywood í 12 tíma og lofti fór í land með kastlínunni og kom um borð með síðasta end- anum. Sagt var, að hann ætti stefnumót við hina frægu leikkonu Bette Davis. Nú er það eins og við þekkjum, að fátt segir af einum í ókunnri höfn, og það kæmi mér ekkert á óvart, þó að það fréttist eftir nokkur ár, að Bergs- ættar eða Kröggólfsstaðaættar blóð úr Árnes- sýslunni rynni í æðum einhverrar stjörnunnar í Hollywood. Iíásetarnir eru 9 alls. Bátsmaður er sá 10. Hann er Vestfirðingur að ætt. Meðalmaður er hann á hæð og í góðu meðallagi í öllu ytra út- liti og langt, langt yfir allt meðallag, hvað hæfi- leika snertir. Maðurinn er, Tolli minn, fæddur og alinn upp á sjó. Sennilega er hann alinn mest upp á sjávarafurðum og segja mætti mér, af hraustleika mannsins og fjöri, að honum hafi verið gefinn sjór að drekka í stað mjólkur meðan hann var í vöggu. Eitthvað óþekkt víta- mín hefur hann fengið í sig, sem læknar ekki þekkja. Þá er hann færastur í öllu verklegu um borð, sem vera ber, en auk þess búa með bosa hæfileikar, sem sjaldfundnir eru meðal sjómanna. Gleði og glaumur er honum í blóð VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.