Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 12
Um það bil sem faðir hennar var að renna niður síðasta munnbitanum var hún enn að reyna að finna ráð til að koma fanganum und- an. Faðir hennar hafði opnað stofudyrnar til að hleypa inn hreinu lofti, og það var ómögu- legt að fara um stigann óséður. Hún minntist á sjúkt geraníublóm í garðinum, en það hafði engin áhrif á hann. „Ég myndi ekki hreyfa mig þótt allar ger- aníur veraldarinnar væru að drepast“, sagði hann. „Ég ætla bara að reykja úr einni pípu enn, og svo fer ég beint í háttinn. Hlaup hafa vond áhrif á mig“. Hann fór upp stigann, þrátt fyrir allar til- raunir dóttur hans til að aftra því. og hún sat eftir í þögulli skelfingu og hlustaði á þungt fótatak hans yfir höfði sér. Hún heyrði rúmið braka ámátlega undan þunga hans, og tíu mínútum síðar kváðu við um allt húsið háværar hrotur ánægðs manns. Loks tók hún einnig á sig náðir; og er hún hafði legið andvaka í tvo tíma lokaði hún aug- unum til að geta einbeitt huganum betur. Hún vaknaði við það að sólin skein inn um gluggann, og í garðinum var verið að bursta föt. „Ég hef næstum náð því af“, kallaði faðir hennar upp í gluggann. „Ég hef sjálfsagt eyði- lagt öll sönnunargögn í málinu; en ég get ekki verið í búningi, sem er útataður í for. Hann er nógu skítugur samt“. Ungfrú Pilbeam læddist að dyrunum að her- bergi föður síns og gægðist laumulega inn. Ekk- ert lífsmark heyrðist úr skápnum, og allt í einu datt henni í hug að fanginn kynni að hafa kafn- að. og hún skalf af ótta. ,.Uss!“ hvíslaði hún. Áfjátt en hálfkæft „uss“ heyrðist úr skápn- um, og ungfrú Pilbeam steig hljóðlega inn í herbergið. Skjálftinn var af henni. „Hann er niðri að bursta af sér forina“, sagði hún í hálfum liljóðum. ,.Hver?“ sagði skipstjórinn. „Feiti lögregluþjónninn", sagði stúlkan kulda- lega, og mundi óvirðingar föður síns. „Hvað er hann að gera þar?“ spurði skip- stjórinn forviða. „Hann býr hérna“. „Leigjandi?" spurði skipstjórinn grallara- laus. „Faðir minn“, sagði ungfrú Pilbeam. Skelfingarstunan, sem barst úr skápnum, hljómaði eins og tónlist í eyrum stúlkunnar. En brosið hvarf jafnskjótt af vörum hennar, og hún varð gripin glímuskjálfta, því stunurnar breyttust í niðurbældan hlátur. „Uss!“ sagði hún þyrkingslega, kerrti höf- uðið og strunsaði út úr herberginu og niður stig- ann og fór að bera fram morgunverð handa föður sínum. í þröngum og dimmum skápnum fannst skip- stjóranum máltíðinni aldrei ætla að linna. Lög- reglubjónninn virtist kunna vel við það að sitja lengi yfir mat, og skipstjórinn heyrði djúpa og hr.júfa rödd hans og góðlátlegan hlátur. Skip- stjórinn fór að telja, til að drepa tímann, og þegar hann var orðinn leiður á því fór hann að þyl.ia kvæði, sem hann hafði lært í skóla. Síðan fór hann, af sýnu meiri innileik. með það litla, sem hann hafði lært síðan; og enn linnti ekki glamrinu og hávaðanum fyrir neðan. Honum létti stórum, þegar hann heyrði lög- regluþjóninn ýta stólnum frá borðinu og fara að skálma um gólfið. Skömmu síðar hevrði hann fótatak hans nálgast upp stigann, og hann hélt niðri í sér andanum, skelfingu lostinn, þegar hann heyrði að komið var inn í herbergið og þung hönd lögð á skáphúninn. „Elsa!“ kallaði lögregluþjóninn. „Hvar er lyk- illinn að veggskápnum? Ég þarf að ná í hina skóna mína“. „Þeir eru hérna niðri“, hrópaði ungfrú Pil- beam, og skipstjórinn heyrði lögregluþjóninn ganga niður stigann, og prísaði sig sælan. Viku síðar — eftir hans tímatali — heyrði hann létt fótatak ungfrú Pilbeam nálgast upp stigann og hljóðna við skápdyrnar. ,,Uss!“ sagði hann strákslega. „Ég er að koma“, sagði stúlkan. „Verið þér rólegur". Lykli var snúið í skránni. Dyrnar voru opn- aðar og skipstjórinn skjögraði út úr skápnum, blindaður af skæru dagsljósinu. „Pabbi er farinn“, sagði ungfrú Pilbeam. Skipstjórinn svaraði því engu. Hann var önn- um kafinn, ýmist við að h.júkra hægra fætinum, sem hafði gleymt að láta að stjórn, eða klípa og klappa á þann vinstri, sem var sofandi. Þess í milli skotraði hann rauðþrútnurn ásökunar- augum að ungfrú Pilbeam. „Þér þurfið að þvo yður og borða“ sagði hún hlýlega, „fyrst og fremst að þvo yður. Þarna er vatn og handklæði, og meðan þér eruð að hafa yður til, ætla ég sjálf að borða“. Skipstjórinn hökti að þvottaborðinu, og leið skár strax og hann hafði difið höfðinu niður í kalt vatnið. Þegar hann hafði greitt sér fyrir framan spegil lögregluþjónsins og snúið upp á yfirskeggið, leið honum mun betur, og hann gekk niður stigann í ágætu skapi. „Mér þykir leitt, að hann er faðir yðar“, sagði hann um leið og hann settist að borðinu. 46 V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.