Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 4
þráði einlæglega ættland sitt og kom því hing- að heim á síðastliðnu sumri. Ætlaði hann að dvelja hér um eins árs skeið, m. a. til að treysta bróðurbönd og efla kynningu milli fslendinga vestan liafs og austan. Flutti hann góð erindi í útvarpið, sem miðuðu að því. ,1 Séra Hallór E. Johnson, farþegi. Séra Halldór hafði dvalizt í Vestmannaeyj- um síðan í haust. Var hann þar kennari við gagnfræðaskólann. Hann var kvæntur enskri konu, Jenny Johnson, og átti eina fósturdóttur. Þóröur Bernharðsson frá Ólafsfirði, 16 ára. Var að fara til Vestmannaeyja til vertíðar- starfa. Var þetta fyrsta ferð hans úr foreldra- húsum. * Víkingur leyfir sér að taka hér upp hina ýtarlegu frásögn, er birtist af slysinu og að- stæðum öllum í Morgunblaðinu 10. janúar s.l. Hún er á þessa leið: Það var stinningskaldi á austan hér í Faxa- flóa, þegar vélbáturinn Helgi lagði úr Reykja- víkurhöfn. Hann fór frá bryggju á sjöunda tímanum, og með honum þrír farþegar til Vest- mannaeyja. Meðal þeirra var Arnþór Jóhanns- son, skipstjóri frá Siglufirði, aflamaðurinn landskunni, sem sagði fyrir verkum á Helga Helgasyni fyrir Norðurlandi og „alltaf fékk síld, þótt það væri engin síld“, eins og fiski- menn orðuðu það. Eitthvað slangur af ferðafólki komst ekki með Helga. Steina, ung stúlka, dóttir Guðjóns Scheving málarameistara í Vestmannaeyjum, hætti við förina skömmu áður en leyst var frá bryggju, en farangur hennar var þá kominn í bátinn og fór með honum. Og Hannes Hansson sjómaður fékk ekki pláss, en tók sér far með 3B Herðubreið, sem hélt til Eyja á föstudagskvöld, en um tveimur stundum á eftir Helga. Hannes vildi komast með Helga, af því að hann taldi Iíklegt, að hann mundi verða á undan Herðu- breið inn á Vestmannaeyjahöfn. En tæpum sól- arhring eftir að Hannes tók pjönkur sínar og sneri frá Helga við bryggju í Reykjavík, var hann áhorfandi að því, er báturinn brotnaði í spón og sökk í hafið við Faxasker í Vestmanna- eyjum. Komiö til Eyja. Það var leiðindaveður út flóann og veður- fregnir báru með sér, að það mundi fara versn- andi, þegar kæmi fyrir Reykjanes. Þó var sízt ástæða til að snúa aftur. Helga mundi að vísu seinka eitthvað lítilsháttar, en þó varla svo, að orð væri á því hafandi. Og Hallgrímur Júlíus- son, skipstjórinn á bátnum, sigldi honum til Englands öll stríðsárin, meira að segja svo oft og giftusamlega, að borgarstjórinn í Fleetwood efndi á sínum tíma til samsætis honum til heið- urs og áhöfn hans. Klukkan ellefu árdegis á laugardag, þegar Helgi tók að nálgast Eyjarnar, mældust tíu vindstig á Stórhöfða. Skömmu síðar rigndi eitt- hvað, en um tvöleytið, þegar Helgi kom að Eið- inu, voru enn tíu vindstig á austan. Um líkt leyti voru þar komin Herðubreið og Nanna, bæði frá Reykjavík. Þau lágu í vari undir Heima- kletti vestanverðum. Þóröur Bernharðsson, farþegi. Fœr á sirj sjó. Helgi mun hafa haldið norður og austur fyrir klettinn klukkan rúmlega tvö á laugardag. Hann fer Faxasund, milli Faxaskers og Yztakletts. Framh. á bls. 70. V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.