Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 28
J. H. Jónss. EGILL SVABTI Nœrbuxnahlaup í Mariensstrasse. Hver djöfullinn er að öskra á þýzku í dyr- unum. Eigandi þessa óguðlega ávarps svo snemma dags er einkennisklæddur tollþjónn, nú líka kokkáll. Undan miðri sænginni í hjónarúminu gægist úfið og timbrað höfuð hómópatans, rekur síð-. an út úr sér tunguna, því á þessu stigi máls- ins gerir hómópatinn lítinn, ef nokkurn, grein- armun á venjulegri draumsýn og veruleika. Höfuðið hverfur aftur undir sængina. „Swinehund", grenjar Þjóðverjinn. Undir sænginni kemst allt á fleygiferð, því nú fyrst virðist hinn óvelkomni gestur gera sér ljóst að ekki sé allt með feldu og gefur rúmnaut sínum óvægið olnbogaskot: Klokken bist acht (klukkan er átta), og maðurinn þinn kominn heim. Konan hrekkur fram á gólf, og situr flötum beinum, ringluð, hárið í óreiðu, ir togara-afgreiðslu, séu einnig byggð geymslu- hús fyrir veiðarfæri o. fl. þeim tilheyrandi. Að þegar þurrkvíar séu byggðar, og önnur mannvirki til skipaviðgerða og smíða, verði þær staðsettar við Elliðaárvog, innan við Kleppsspítala. AS ríkið veiti Skipanaust h.f. umbeðna ríkis- ábyrgð, kr. 3,0 millj. nú þegar, og aðra þá að- stoð, sem þurfa þykir við að koma upp fyrir- hugaðri dráttarbraut. Vér teljum, að ef fyrir- hugaðar dráttarbrautir og þurrkvíar séu stað- settar við Elliðaárvog, þurfi ekki um langa framtíð að byggja nýja höfn. Og þótt svo yrði, teljum vér umtalaðan stað við Lauganes mjög óheppilegan vegna staðhátta, en taka beri til athugunar, hvort ekki sé tiltækilegt að byggja skjólgarð úr Effersey í Engey og skipuleggja svo stækkun hafnarinnar út frá þeim mögu- leikum. Þorvarður Björnsíson, Guðbjartur Olafsson, Þorsteinn Arnason. N.B. Uppdráttur af framtíðarskipulagi hafnarinnar átti að fylgja nefndarálitinu, en myndamótið var ekki tilbúið. Kemur uppdrátturinn í næsta blaði. og varaliturinn nær frá efri vör upp í annað augað. Þá er hún í pels að ofan, en næsta fá- klædd að neðan, svo ekki sé meira sagt. Hómó- patinn hefur staðið upp í rúminu og reynt að halda jafnvæginu á dúandi dýnunni ; er klædd- ur í blúndubuxur konunnar, og fitlar við blúnd- urnar fýldur á svip og fussandi. Þjóðverjinn nemur staðar agndofa og starir á neðri helming hómópatans. Þetta er móðgun sem krefst blóðs. „Ó tempora", tautar hómópatinn. „Ó tempora“, öskrar Þjóðverjinn og hleyp- ur til. Þá fyrst virðist hómópatinn vakna til fulls og með jafn dularfullum hætti og hann er kominn í þennan skrúða að neðan, hefur hann skyndilega náð í dós með neftóbaki og dembir innihaldinu í andlit mótstöðumannsins. „Veskú!“ Þjóðverjinn tekst á loft óður af reiði og sárs- auka, hlammast síðan á gólfið eins og sprungin blaðra. Kyndarinn notar tækifærið og tæmir dósina í vit húsráðanda, tekur síðan til við að leita að skónum og fótunum. Hann nær í skóna, en svo ekki meir, þvi Þjóðverjinn hefur náð af veggnum byssusting úr síðustu heimsstyrjöld og tvíhendir nú vopnið með hryhilegum tilburðum, blindur og óður. Það lá við slysi, en varð ekki af, byssusting- urinn skar loftið við eyra kyndarans, sökk síð- an upp að hjöltum í þilið. Manneskjan í her- berginu við hliðina rak upp hátt vein þess efn- is, að verið væri að myrða sig, en kyndarinn skauzt út svo sá í hælana. „Buxurnar mínar“, sönglaði í kvenmanninum. „Haltu kjafti!“ Hvað sem segja má um hómópatann, og hversu margt sem má finna honum til foráttu,, þá hikaði hann aldrei. Hann var nú staddur við útidyrahurðina og smeygði sér í skóna. I húsinu gat hann ekki dvalizt stundinni lengur, svo nú var ekki um annað að gera en leggja land undir fót, svo glæsilegt sem.það ferðalag yrði. Og um leið slóu þungar koparklukkur Cuxhaven 8 tíma sólarhringsins svo buldi í 62 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.