Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Blaðsíða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ
UÍKIH6UR
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ISLANDS
XII. árg. 2.-3. tbl. Reykjavík, febrúar—marz 1950.
Um síðastliðin áramót var frá því skýrt, að sjóslys hefðu orðið
fœrri á árinu 1949 en dœmi eru til í sögu þjóðarinnar á síðari tímum.
Landsmenn glöddust og þökkuðu árangur þann, sem náðzt hafði. Þetta
var eins og Ijósgeisli á dimmum og uggvœnlegum tímum. Menn ósk-
uðu þess, að höpp og hamingja mœtti fylgja íslenzka flotanum á ár-
inu, sem í hönd fór, svo að honum auðnaðist að flytja björg í bú, án
þess að gjalda Ægi konungi alltof þungbœran skatt í dýrmœtum
mannslífum.
En á skammri stundu skipast veður í lofti. Þegar á fyrsta mánuði
hins nýja árs fórust fleiri íslenzkir sjómenn en allt árið 1949.
Laugardaginn 7. janúar fórst vélskipið Helgi frá Vestmannaeyj-
um við Faxasker, í aftakaveðri, sem þá gekk yfir. Tíu menn hurfu á
skammri svipan í hafið.
Og enn áttu eftir að gerast harmatíðindi, áður en janúarmánuður
var allur. Að kvöldi sunnudagsins 29. janúar fórst togarinn Vörður
frá Patreksfirði í hafi 165 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum,
og fimm skipverjar létu lífið.
Enn á ný höfum við íslendingar verið minntir á það, hve áhœttu-
söm eru störf sjómannsins hér við land, enn á ný hefur Ægir krafizt
hinna stœrstu fórna. Þrátt fyrir allar ráðstafanir til aukins öryggis
og margþœtt slysavarnastörf, sem borið hafa ríkulegan árangur,
verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að cnn sem fyrr krefst
höfuðatvinnuvegur vor stórra mannfórna. Þörf aukins öryggis þeirra,
er á hafinu sigla í válegum vetrarveðrum er stöðugt bvýn og aðkall-
andi. Hver slysasaga œtti því að verða ný hvöt til þess, að slysavarnir
séu efldar, svo sem framast má í mannlegu valdi standa. Þar er enn
mikið starf óunnið. Sérhvert framlag til slysavarna við strendur ís-
lands og aukins öryggis á íslenzkum skipum, verður á sínum tíma
endurgoldið, er það forðar válegum atburðum.
Hraustir synir íslands eru horfnir af vígvelli lífsins. Þjóðin öll
vottar ekkjum þeirra, börnum og öðrum œttingjum dýpstu samúð.
Hún þakkar þeim störfin, sem þeir leystu af hendi til hinztu stundar.
VI Kl N G U R 35