Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1950, Page 1
SJÓMAIMIMABLAÐIÐ U í K 1 H 6 U R ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS XII. árg. 2.—3. tbl. Ileykjavík, febrúar—marz 1950. Um síðastliöin áramót var frá því skýrt, aö sjóslys hefðu oröið fœrri á árinu 1949 en dœmi eru til í sögu þjóðarinnar á síöari tímum. Landsmenn glöddust og þökkuöu árangur þann, sem náðzt haföi. Þetta var eins og Ijósgeisli á dimmum og uggvœnlegum tímum. Menn ósk- uöu þess, aö höpp og liamingja mœtti fylgja íslenzka flotanum á ár- inu, sem í hönd fór, svo að honum auðnaðist að flytja björg í bú, án þess aö gjalda Ægi konungi alltof þungbœran skatt í dýrmœtum mannslífum. En á skammri stundu skipast veöur í lofti. Þegar á fyrsta mánuöi hins nýja árs fórust fleiri íslenzkir sjómenn en allt áriö 1949. Laugardaginn 7. janúar fórst vélskipiö Helgi frá Vestmannaeyj- um viö Faxasker, í aftakaveöri, sem þá gekk yfir. Tíu menn hurfu á skammri svipan í hafiö. Og enn áttu eftir aö gerast harmatíöindi, áöur en janúarmánuöur var allur. Aö kvöldi sunnudagsins 29. janúar fórst togarinn Vöröur frá Patreksfiröi í hafi 165 sjómílur suöaustur af Vestmannaeyjum, og fimni skipverjar létu lífiö. Enn á ný liöfum viö íslendingar veriö minntir á þaö, hve áliœttu- söm eru störf sjómannsins hér viö land, enn á ný liefur Ægir krafizt liinna stœrstu fórna. Þrátt fyrir allar ráöstafanir til aukins öryggis og margþœtt slysavarnastörf, sem boriö hafa ríkulegan árangur, veröum viö aö liorfast í augu viö þá staöreynd, aö cnn sem fyrr krefst höfuöatvinnuvegur vor stórra mannfórna. Þörf aukins öryggis þeirra, cr á hafinu sigla í válegum vetrarveörum er stööugt brýn og aðkall- andi. Hver slysasaga œtti því aö veröa ný hvöt til þess, aö slysavarnir séu efldar, svo sem framast má í mannlegu valdi standa. Þar er enn mikiö starf óunniö. Sérhvert framlag til siysavarna viö strendur ts- lands og aukins öryggis á íslenzkum skipum, veröur á sínum tíma endurgoldið, er þaö foröar válegum atburöum. Hraustir synir íslands eru liorfnir af vígvelli lífsins. Þjóöin öll vottar ekkjum þeirra, börnum og öörurn œttingjum dýpstu samúö. Hún þakkar þeim störfin, sem þeir leystu af liendi til hinztu stundar. V í K I N G U R 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.