Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Qupperneq 9
En það skal endurtekið hér, sem áður hefur sagt verið, að hann var alger stefnubreyting frá skoðunum þeim, sem öldum saman höfðu ríkt hjá Dönum um víðáttu íslenzkrar landhelgi og frá lagasetningu, sem dönsk ráðuneyti og dansk- ir sjóliðsforingjar höfðu staðið fast á og haldið fast fram gegn ásælni Englendinga og Frakka. Afleiðingar samningsins. Samningurinn tekur aðeins til þegna Dana- konungs og Bretaveldis. Þegnum annarra þjóða var því gersamlega óheimilt að notfæra sér hann, nema með sérsamningum, en þeir munu engir hafa verið gerðir. Samt sem áður hafa allar þjóðir, sem fisk-, síld- og hvalveiðar stunda í Norðurhöfum, not- að sér hann og engin mótmæli heyrzt um það mikilvæga atriði, hvorki frá Dönum né okkur Islendingum sjálfum. Með honum hafa íslenzk fiskimið orðið að fótaskinnum útlendra fiski- manna og á þeim rekin slík skefjalaus og tak- markalaus rányrkja, að við liggur, að sjálf grunnmiðin séu víða fisklaus orðin og mun það taka langan tíma að rækta þau aftur eða koma þeim í viðunandi horf fyrir smábátaútveginn; ekki sízt sökum hins óþolandi ákvæðis samn- ingsins, að landhelgislínan var.sveigð inn á alla þá firði og flóa, sem víðari eru en 10 mílu- fjórðungar milli landa, og einnig að engu höfð hin fornu ákvæði um lokun þeirra allra, hversu víðir, sem þeir voru, fyrir fiskveiðum útlend- inga. Til er máltæki, sem segir á þá leið, að fátt sé svo illt, að ekki fylgi því eitthvað gott, og svo mun og um samninginn frá 1901. Hann er sönnun þess, að samningalaust töldu Bretar sig ekki geta haldið fram, að íslenzka landhelgin væri aðeiirs þrír mílufjórðungar. Uppsögn samningsins. Þegar samningurinn nú er úr gildi fallinn, með löglegri uppsögn, samkvæmt 39. gr. samningsins sjálfs, þá er aftur fengiö það ástand, sem var, þega/r samningurinn var gerður, þ. e. íslenzk landhelgi ein míla dönsk eða U mílufjórðungar frá yztu ey eða hólma við landið, sem stendur upp úr sjó, reiknuð frá línu landsodda eða yztu skerja í milli og allir firðir og flóar innan land- helgi. Þetta vita Bretar mæta vel og þess vegna komast þeir í uppnám út af uppsögninni og af- leiðingum hennar fyrir togaraflotann enska. Hinn 25. september s.l. hófst munnlegur mál- flutningur í fiskiveiðadeilunni milli Breta og Norðmanna fyrir alþjóðadómstólnum í Haag, og til þess að hlusta á þennan málflutning fyrir VÍ K I N G U R Islands hönd, sendi ríkisstjórnin tvo ágæta lög- fræðinga, þá hæstaréttardómara Gissur Berg- steinsson og þjóðréttingarfræðing Hans Ander- sen, og verður að telja þá ráðstöfun hafa verið í alla staði rétta og sjálfsagða, þar sem kon- ungsúrskurðurinn frá 22. febrúar 1812 gilti eins fyrir Noreg sem Island og aðaldeiluatriðið milli Norðmanna og Breta er, hvort gilda skuli hin beina landhelgislína landsodda í milli, elleg- ar hin bogna, sem sveigist inn í firði og flóa, sem breiðari eru en 10 mílufjórðungar. Áður en til málarekstursins kom, voru Bret- ar búnir að bjóða Norðmönnum að viðurkenna fjögurra sjómílna landhelgi þeirra, þó með því skilyrði, að Norðmenn féllust á hina þognu land- helgislínu. Því neituðu Norðmenn algerlega, enda hefðu þá helztu og elztu fiskimið þeirra lent utan við línuna. (Vísa ég um þetta nánar til bæklingsins „Landhelgin“ eftir mig, sem L. I. Ú. gaf út í fyrra, bls. 120-121). Þar sem segja má í máli þessu, „að margt sé líkt með skyldum", vonum við fastlega, að dóm- urinn í Haag gangi Norðmönnum í vil, en sem úrslitadóm fyrir okkar málstað megum við ekki á hann líta. Þvert á móti látum við ekki hug- fallast, þótt hann yrði á aðra leið en við óskum. Við trúum því, að með uppsögn samningsins frá 24. júní 1901, höfum við aftur öðlast sögu- legan og lagalegan rétt til þess að endurheimta þá landhelgi, sem var, þegar nefndur samning- ur var gerður og sem hér að framan er lýst. Við trúum því, að við með uppsögn samn- ingsins höfum öðlast lagalegan og siðferðisleg- an rétt til þess að ákveða sjálfir okkar land- helgi svo langt í sjó fram, að við einir getum hagnýtt okkur grunnmið landsins og haldið á- fram að lifa á ættjörð okkar, íslandi, því menn- ingarlífi, sem hæfir frjálsri og siðaðri þjóð. Við trúum því, að augu annarra þjóða hafi nú opn- azt fyrir þeirri staðreynd, að ísland er með grunnsævi sínu, flóum og fjörðum, voldugasta klakstöðin í Atlantshafi, sem verja þarf gegn rányrkju, og að okkur sé heimilt samkvæmt lögum nr. 44, 5. apríl 1948, að setja reglu- gerðir um verndun fiskimiða, hvar sem okkur sýnist, fyrir okkar eigin landi. Við trúum því, að okkur sé heimilt að fela forseta okkar eða Alþingi að lýsa yfir eða bera fram á alþjóðavettvangi, að allt landgrunnið við Island sé landhelgi, þar sem hér er raun- verulega um að ræða hluta af landinu sjálfu. Og síðast, en ekki sízt, trúum við því og treystum, að Alþingi okkar og ríkisstjórn vilji sitt til vinna, að við sem fyrst öðlumst þá land- helgi, sem við teljum okkur eiga, að fiskimið okkar verði friðuð gegn hvers konar ránskap, 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.