Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Page 16
9.
Þörf er almannatrygginga, sem ekki kosta peninga.
Ég álít, að við 'vinnum of lítið að þeim. Hér verður
drepið á það mál að því leyti sem það er efnahagslegs
eðlis.
Það þarf að tryggja gengi peninga. Með stórri geng-
isfellingu á 10 ára fresti, eða árlega, er sparifé raun-
verulega hirt í skatta. Innlegg 20 ára unglings til elli-
lífeyris verður orðið lítils virði er hann er 60 ára.
„Matur er mannsins megin“. Almennustu kvillar með-
al íslendinga stafa af óheppilegu mataræði. Ég nefni
sem dæmi offitu. Verzlunarstétt, sem hagar svo inn-
flutningi, að fólk þurfi að svelta sig til að halda heilsu,
er ekki vanda sínum vaxin. Kannske getur hún hrundið
sökinni á aðra. Leiðtogar í matreiðslufræðum eiga hér
vissulega líka hlut að máli, bændur sömuleiðis. Það
þarf að tryggja fólkinu hollt mataræði. Maturinn þarf
ekki að vera dýrari fyrir það.
„Það er erfiðara að gæta fengist fjár en afla þess“.
Það þarf að tryggja almenning gegn fjái-plógi óvand-
aðra manna. En slíkur fjárplógur er almennari og
margþættai-i en svo, að nokkuð þýði að nefna dæmi.
Mál mitt er ópólitískt. En þjóðfélagið er einstakl-
ingnum æðra. Eignamenn eru menn, sem þjóðfélagið
trúir fyrir stóru pundi. Það þarf að fyrirbyggja að
peningamönnum leyfist að sóa verðmætum. Fé þeirra
er fé alþjóðar.
Hið mikla böl siðmenningárinnar, óttinn og kvíðinn,
er aðalleg’a sálræns eðlis. Efnahagslegar tryggingar ná
ekki að tryggja gegn honum. Á eitt atriði vil ég minn-
ast, sem er undirrót sálsýki, iðjuleysið. Iðjuleysi getur
jafnvel þjáð fólk, sem hefur störfum að sinna. Kaffi-
húsa- og sýningasetur og sögulestur er gott til ígripa
gegn iðjuleysi. En það nægir ekki til að drepa tím-
ann. Það þarf að tryggja fólki aðgang að góðri dægra-
dvöl. Athafnir og íþróttir eru hugðarefni æskulýðsins.
En málið er ekki eins einfalt er roskið fólk á hlut að
máli.
10.
Ég vík aftur að þjóðarháttum. Þjóðlífið er gegnsýrt
af yfirlæti. Utanríkisþjónusta er rekin af yfirlæti, inn-
anlandsstjórn ekki síður. Er alþingismenn ræddu um
launakjör sín, bám þeir þau saman við kjör þing-
manna í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér er þó ólíku
saman að jafna. Þar fer hver þingmaður með umboð
álíka margra manna og íslendingar eru allir. Og þar
njóta þingmenn ekki þeirra hlunninda að geta lagt fram
hverja hugmynd sína sem frumvarp til laga.
En þó þingmenn frestuðu að hækka laun sín og
sýndu með því mikinn þegnskap, er það engu að síður
álit margra að hin frjóa og mikilláta löggjöf leiði til
ófarnaðar. Á ég þar einkum við lög, sem hlaða upp
hið alræmda „ríkisbákn" svokallaða.
Lúxusíbúðir eru á hvers manns tungu. En minna er
rætt um lúxus-vöruflutningaskip Eimskipafélags ís-
lands. Við þurfum þó að borga þau og rekstur þeirra
með dýrum farmgjöldum.
Hver einasta eyðslusöm framkvæmd skiptir máli,
kornið fyllir mælinn. Almenn sparsemi rikis og bæja,
stórfyrirtækja, iðjuhölda og eignamanna yfirleitt munu
reynast drýgri þjóðinni til þrifa en gengislækkun og
niðurfærsla á launum, atvinnuvegunum til styrktar og
ríkissjóði til eyðslueyris.
Sjálfkynning opinberra fyrirtækja og ýmis konar
starfsemi er athyglisverð. Hvar sem drepið er niður,
er yfirlætisleg útþensla fyrirhuguð. Bátaútvegurinn
er hér undanskilinn og raupar allar fiskveiðar. Menn
tala um skriffinnsku og nkisbákn, en eru blindir í
sjálfs sín sök. Menn ætlast til að við, sem byggjum
upp þjóðfélag með aðeins 150.000 einstaklingum, höf-
um ráð á að halda uppi jafn fullkominni menningar-
og vísindastarfsemi og stórþjóðir og jafnvel fullkomn-
ari, samanber útbúnað Þjóðleikhússins.
Það er áreiðanlegt, að þjóðerni og sjálfstæði okkar
stafaði engin hætta af að leitað væri samlags við aðrar
þjóðir um menningarmál og vísindi, sem nú er þáttur
í að sliga efnahag landsins. En það mætti verða okkur
til gagns og mikils sparnaðar.
En fari svo að við þurfum að leita samlags útlend-
inga um framleiðslu okkar, reka hana með erlendu
styrktarfé, er hætt við að senn sé búin þjóð og saga
íslenzk.
11.
Hér að framan hef ég vikið að atvinnuháttum, sem
að mínu viti eru að eyðileggja efnahag landsins. Þjóð-
nýtar framkvæmdir, aðrar en þær, sem unnar eru fyrir
erlent láns- og gjafafé, eru flestar að stöðvast.
Sjúkdómseinkenni þjóðfélagsins eru dýrtíð, ónógt fé í
umferð og skortur erlends gjaldeyris. Óteljandi lög og
fyrirmæli, reglugerðir, samningar, siðvenjur og þjóð-
hættir hlaða upp dýrtíðina og spilla afkomu fólksins.
Sumt af þessu er nauðsynlegt, sumt áreiðanlega ekki.
Heiðarlegur einstaklingsgróði er útilokaður. Þeir, sem
græða, þurfa annað hvort að ljúga til um framtöl eða
skila öllu, sem umfram er þarfir í sköttum til sveita
og ríkis.
Enn eru til menn, som græða, en með fáum undan-
tekningum er það með því að plokka aura úr annars
sjóði. Hagur alþjóðar batnar ekki við það. Frá þeim
sjónarhól eru háir skattar réttlætanlegir.
Aðflutningstollar einir hækka verð erlendrar vöru
um þriðjung.
Opinber verzlunarálagning mun nú nálgast að vera
% útsösluverðs. Er þá ótalin keðjuálagning, okur og
svartamarkaðsbrask.
Ofvöxtur stétta, sem leysa af hendi alls konar þjón-
ustu, leiðir til útgjalda, sem ekki verða tölum talin.
12.
Leitast er við að mæta hinni geigvænlegu dýrtíð með
því að ákveða laun í hlutfalli við framfærslukostnað.
Bændur fá tvöfalt markaðsverð, erlent, fyrir sína fram-
leiðslu á innlendum markaði. En sjómenn, sem lítið
geta selt á innlendum markaði, fá lægra verð fyrir
fiskinn sinn en starfbræður þeirra frá öðrum löndum
fá fyrir sinn fisk.
íslendingar geta ekki sett lágmarksverð á fisk, þar
eð hann þarf að keppa við framboð á erlendum markaði.
Það sem gera þarf og gera verður fiskimönnunum til
styrktar, er að eyða dýrtiðinni.
Bændum er hlíft við verðbólgunni, sem má. Stórar
uppbætur eru greiddar á mjólk og mjólkurvörur. Þeir
16
V I K I N G U R