Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Qupperneq 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Qupperneq 21
„Hvað hefur þú nú verið að hnýsast í, Zona? Og af hverju er vor ungi vinur svona taugaóstyrkur “ „Þetta er indælisfólk, pabbi“, sagði Zona Mikeljohn. „Við höfum heyrt ýmislegt gott, meðal annars, að það tilbiðji krókódílinn ennþá“. „Það er algengt við þennan hluta Nílar. Það er ekki svo mikið af krókdílum hér, svo það er því meiri hátíð að sjá stöku sinnum verulega laglegan drjóla“. „Já, en fólkið hefur nú sínar hugmyndir um hlutina. Það er sagt, að þetta þorp hafi í fyrstu verið reist af gamalli konu, sem það nefnir Umfasi. Hún var að lok- um étin af krókódíl, og nú tilbiðja þorpsbúar hana ásamt krókódílsguðnum. Það versta er þó, að þeir færa henni fórnir". „Einmitt? Það var nú verra!“ Prófessorinn fann, að ritarinn vildi helzt ekki tala meira um þetta. „Jæja, þá, við skulum þá ekki hugsa meira um kassa nr. tólf. Eftir svo sem tvo daga verð ég búinn að rannsaka þessar undarlegu rótarjurtir, sem ég hef fundið hér. Það verður að gera á meðan þær eru alveg nýteknar. Svo förum við til Khartum". Fyrst þegar Zona var farin í sitt eigið tjald, færði Finlay sig nær prófessornum og sagði lágt: „Það er sagt, að þeir fórni aðeins geitum, en ég hef ástæðu til að efast um það“. „Hvemig fer það fram“, spurði prófessorinn með áhuga. „Þeir binda fórnarlambið á stóra steininn, sem við höfum séð hérna úti í ánni, og svo kemur krókódíllinn og sækir krásina. Þeir halda, að fórnin varðveiti æsku Umfasi, svo að hún geti stöðugt haldið verndarhendi yfir þorpinu". „Já, einmitt. Það eru með öðrum orðum ungar stúlk- ur, sem fórnað er“. „Uss! Bezt að Zona heyri það ekki, þó hún hafi stál- taugar. Ég verð feginn, þegar við komum til Khartum aftur". „Já, þetta er ófallegt að heyra", sagði prófessorinn. „Ég vildi ekki, að Zona kæmi með hingað, en hún lét sig ekki. Við skulum taka saman farangur okkar í kyrrþey á morgun og halda áfram ferðinni". Mikeljohn prófessor var afar annt um dóttur sína, og þó hann ætti bágt með að trúa því, að nokkur hætta gæti verið á ferðum, þótti honum þó öruggara að halda sem fyrst af stað. Á meðan sátu Ta og Bougwe í alvarlegum samræð- um. Ta var lagleg en óánægð. Gul húð hennar og slétta, svarta hár hafði vakið aðdáun allra — þangað til nú. Hún var ung og ástríðufull og hafði þráð að eignast ungan og sterkan mann, en faðir hennar hafði selt hana Bougwe, af því hann var höfðingi og gat borg- að vel. Hún undi að vísu við sinn gamla eiginmann, en hún þráði nýja sigurvinninga, þó hún þyrði ekki að framkvæma neitt í þá átt. Það var reyndar huggun, að allar hinar konurnar í þorpinu öfunduðu hana. Enginn jafnaðist á við hana. Svo eitt kvöld hafði hún heyrt eiginmann sinn ræða um þjófnað kassans við Ibn Gann. Og þeir ræddu ekki einasta um kassann, heldur líka hversu falleg hvíta konan væri, sem brosti blygðunarlaust framan í ailan heiminn með óhulið andlit. Ta beit sig ofsareið í vörina yfir slíkri móðgun. Og þegar Bougwe kom V í K I N □ U R nú og sagði, að þeir hvítu hefðu hótað refsingu fyrir þjófnaðinn, hló hún upp í opið geðið á honum. „Þú ert asni að láta þau hóta þér. Þú getur talið þau á þrem fingrum þínum, en sjálfur hefur þú fjölda hraustra manna. Og samt ertu hræddur!" „En ef þau fara nú til Khartum-------“. „Það hlýtur þú að geta hindrað. Fleygðu bæði þeim og öllu draslinu þeirra í Níl. Hvíta konan getur auk þess orðið að gagni. Maður, sem kom frá Wad Sellai í dag, sagði að hann hefði séð guðinn um hálfa mílu héðan. Því skyldi Umfasi ekki gera sér gott af meyru holdi hvítu konunnar? Þá geturðu verið viss um góða uppskeru, og að þú finnur ekki til þrauta-----“. Bougwe greip fyrir munn henni, því einhver kom í sama bili, en það var þá bara Ibn Gann. Ta endurtók tillögu sina, og þegar hún sá svipinn á honum, hrópaði hún: „Ert þú líka hræddur? Eru þá engir karlmenn hér?“ Maðurinn, sem hafði stolið frá þeim hvítu, herti upp hugann og kinkaði hægt kolli. „Þetta er hreint ekki óskynsamleg tillaga", sagði hann. „Hin mikla Umfasi yrði glöð af slíkri fórn“. * Ungi maðurinn var auðvitað sá, sem veitti mest við- nám, þrír voru slegnir í rot áður en hann yrði bund- inn, en hitt var auðvelt. í dögun hafði þeim hvítu verið komið fyrir, hverju í sínum kofa, og Bougwe hafði skipt nokkru af matarbirgðum þeirra sem launum til manna sinna, en Ta spókaði sig í fötunum, sem hún hafði stolið úr töskum Zonu. Það var ekki orðið bjart þegar Finlay raknaði við eftir þungt högg, sem hann hafði fengið á gagnaugað. Hann velti sér til tog heyrði í sömu andrá rödd hvísla fyrir aftan sig: „Ertu vakandi svo þú heyrir til mín?“ Finlay gat ekki snúið sér við. „Er það Ibn Gann?“ spurði hann. „Ég hélt þú hefðir verið með í árásinni í nótt — hvað á þetta að þýða?“ „Uss, herra, það getur einhver staðið á hleri — varkár". „Ég er næstum viss um, að ég sá þig meðal þeirra, sem réðust á mig, þorparinn þinn----“. Finlay reyndi árangurslaust að losa sig. „Uss, hafðu lágt! Vill enski herrann vera róleg- ur ef ég leysi hann?“ Ibn Gann skar böndin með hnífn- um sínum, og á meðan Finlay neri úlnliðina og öklana, hvíslaði egyptinn: „Ég varð að láta sem ég hjálpaði í nótt, annars hefðu þeir bundið mig líka. Nú ertu laus, svo þú getur flýtt þér eftir hjálp". „Og hvað ætla þessar skepnur að gera á meðan ég er í burtu? Ég treysti þér ekki heldur, Ibn Gann. Varst það ekki þú, sem stalst kassanum?" „Jú, ég hef mörgu stolið", svaraði náunginn rólega. „Ýmislegt, sem okkur vantar og mig langar til að eign- ast. En lady Zona hefur brosað til mín á hverjum degi, og ég vil ekki, að Umfasi fái hana. Einhver af þorpsstúlkunum verður að nægja. Ætlarðu að flýta þér eftir hjálp?“ „Guðinn hefur sézt hálfa mílu héðan“, hvíslaði Ibn Gann. „Hann bíður máske nokkra daga áður en hann kemur hingað. Þá hefur þú tíma — “. „Þegiðu! Ég vil ekki heyra meira. Ég ætti að flýta mér til Halfaya og sækja lögreglu, áttu við?“ 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.