Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 22
„Já, herra. Flýttu þér! Komdu með mér strax, ann- ars verður svo bjart, að það er um seinan". Ibn Gann fylgdi Finlay út úr þorpinu og horfði á eftir honum, þegar hann hljóp með ánni. Hann þorði sjálfur ekki með honum. Þeim kom saman um að hann yrði eftir og reyndi að leyna flóttanum. Gerald Finlay hafði ekki farið langt, er hann stanz- aði. Hann var frjáls og gat bjargað sér, en hann hugs- aði til Zonu. Hvað myndi hún halda, ef hann léti hana ekki vita, að hann væri farinn eftir hjálp? Án tafar sneri hann við og læddist til baka. Hann vissi ekki, hvar Zona var í haldi, en hann hugsaði sér, að það væri í næsta kofa við hann sjálfan. Það birti æ meir og hann mátti engan tíma missa. En honum datt samt ekki í hug að breyta ákvörðun sinni. Úti fyrir kofanum við hliðina á sínu eigin fangelsi stanzaði hann. Átti hann að hætta á að kaila á hana? í sama bili hrökk hann við, því hann heyrði konu stynja lágt inni í kofanum. „Zona, Zona, ert það þú?“ hvíslaði hann eins hátt og hann þorði. „Ert það þú, Gerald?" Röddin var skýr og róleg. „Já, ég fer til að sækja hjálp, annars höfum við ekki minnstu von um að sleppa frá þessum þorpurum. Get- ur þú komizt af og þolað við þangað til hjálp berst?“ „Já, já. En hvað ætla þeir sér með okkur? Hver er tilgangur þeirra? Ég vildi gjarnan fá að vita hvers er að vænta“. „Þú ert hugrökk, Zona. Það er bezt þú vitir það. Manstu eftir Umfasi?“ „Þú átt þó ekki við steininn í ánni? Ég myndi ekki — „Þú skalt ekki vera hrædd. Ég skal sækja hjálp. Lof- aðu mér bara að vera hugrökk á meðan — segðu að þú treystir mér!“ „Það veiztu, að ég geri, Gerald. Reyndu að vera fljótur. Ef þú getur það ekki, verðurðu að hugga pabba. En við skulum vona það bezta“. Hann kom ekki upp orði meir, og það var líka kom- inn tími til að hann færi af stað. Flótta hans yrði brátt veitt athygli, en honum og Ibn Gann hafði komið saman um, að eftirleitarmönnunum yrði vísað í áttina til Khartum. Gerald þorði ekki að hlaupa. Ætti hann að komast fótgangandi til Halfaya, yrði hann að spara kraftana. Sólin var tekin að sleikja hann, áður en hann hafði gengið þrjár mílur, og hann settist í skugga steins, sem stóð upp úr þornaðri fljótsleðjunni til að hvíla sig í nokkrar mínútur og borða kexkökur, sem Ibn Gann hafði fengið honum. Hann fékk sér nokkra sopa úr vatnsflöskunni og leið betur. Kyrrðin umhverfis hann var lamandi, það var brenn- heitt og olíugljáandi áin var eins og hún stæði kyrr. Hann langaði svo til að sjá eitthvað hreyfast, að hann tók að lokum stein og henti honum að froski — og þetta litla atvik varð upphaf merkilegri atburða. Milli Finlay og gulrar árinnar lyftist allt í einu sóistorknuð leðjan eins og alda, og undan þunnri skorp- unni reis brúngræn skepna — þung augnalok opn- uðust og illúðleg augu störðu í móti honum. Finlay hörfaði með ópi frá krókódílnum. Hann hafði næstum stigið ofan á hann þar sem hann lá og svaf undir leðjuskorpunni. Hann fann til ólýsanlegs við- bjóðs á dýrinu, en hugsunin um þau örlög, er biðu stúlkunnar, sem hann unni, var margfalt sterkari — það var eins og örlögin væru að gera grátt gaman að honum. Dýrið lagðist aftur til svefns, en það gat fljótt fundið upp á að fara út í ána og halda áfram til Dingwan. Því myndi verða fagnað af íbúunum, sem héldu Zonu fanga. Auk þess gátu fleiri krókódílar verið á leið niðureftir. Finlay hefði helzt viljað taka til fótanna til að kom- ast sem lengst burt frá dýrinu, en hann sagði við sjálfan sig, að hann yrði að gera allt, sem hann gæti til að frelsa Zonu. Þess vegna dró hann hnífinn úr slíðrum og hóf hið óhugnanlega verk. * í Dingwan hafði flótti Englendingsins vakið miklar æsingar, eins og Ibn Gann hafði gert ráð fyrir. Ta var einkum bálvond og skammaði karlinn sinn eins og hund. „Það næsta verður sjálfsagt að hvíta konan sleppur iíka — Umfasi missir af sælgætinu, og áður en við vitum af verður lögreglan frá Halfaya komin hing- að. Ef þú hefur nokkra vitglóru og vilt bjarga rísupp- skerunni, þá læturðu setja konuna út á helga stein- inn strax í kvöld". „En það geta liðið margir dagar þangað til Umfasi þóknast að koma niður ána, og hvað þá?“ „Það verður varla langt, og konan hefur- bara gott af að bíða eftir henni“. Ta starði svörtum augunum sefjandi á manninn, og þar eð hann var nú búinn að brenna svo brýrnar að baki sér, að ekki varð aftur snúið, gat hann eins vel látið þetta eftir henni. Hann gerði menn út af örk- inni, og þeir komu með þær fréttir, að krókódíllinn væri kominn tveim kílómetrum nær. Ta hrósaði happi. Zona hafði notað daginn til að reyna að telja þann, sem færði henni mat, á að sleppa henni, en án árang- urs. Þegar þeir komu í rökkrinu til að sækja hana, hélt hún, að þeir ætluðu að fara með hana til föður hennar og varð allshugar fegin. En í þess stað báru þeir hana niður að ánni og út í bát. Hún gat þess til, hvað þeir hefðu í hyggju, en beit á vörina til að æpa ekki. Nú var liðinn heill dagur síðan Finlay lagði af stað, svo hún vonaði að hjálp bærist í tæka tíð. Þeir settu hana upp á steininn og bundu hana þar við stólpa. Þegar báturinn hélt til lands, starði hún út í myrkrið til að vita hvort hún yrði nokkurs vísari. Hún fann sárt til einverunnar. Það var eins og öll skilningarvit hennar skerptust, og augun vöndust brátt myrkrinu. Var ekki eitthvað, sem hreyfðist í vatninu spölkorn í burtu — stór skrokkur, sem óþef lagði af? Nei, það hlaut að vera ímyndun ein, áin var kyrr, og vatnið gjálfraði ofurlítið við steininn, sem hún sat á. Þetta hljóð hlaut að vera klær, sem kröfsuðu í stein- inn? Nei, það var bara grein, sem rak undan straumi. Myrkrið þjáði hana, henni fannst sem það hlyti að lokum að kæfa hana. Hún missti meðvitundina í nokkra klukkutíma, en svo vaknaði hún, og fyrsta hugsun henn- ar var, hvað Gerald Finlay myndi gera þegar hann 22 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.