Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1952, Side 25
% Því eigum vér nú að heimta vorn rétt og- skjóta
málum okkar í þessum efnumí alþjóðadóm. Aldrei
hefur okkur gefizt betra tækifæri til þessa en
einmitt nú að leita réttar okkar á erlendum vett-
vangi, þar sem við erum nú orðnir aðiljar að
samtökum, þar sem þjóðimar leita trausts og
réttar hver hjá annarri. Islenzkir sjómenn ættu
ekki að láta standa á sér til stuðnings þessu máli.
Þeir hafa nú skipshöfn eftir skipshöfn sent áskor-
anir sínar til Alþingis um þetta mál.
Undirskriftir þeirra munu nú verða innbundn-
ar í vandað skinnba-nd, svo að þær megi sem bezt
varðveitast því til sönnunar fyrir alda og óborna,
hver er og hefur verið skoðun íslenzkra sjómanna
í þessu máli.
Þetta sama ættu sem flestir aðrir landsmenn
að gera einnig, svo að Alþingi og ríkisstjórn skelli
ekki lengur við skollaeyrunum og finni sig knúða
til að láta til skarar skríða. Farmanna- og fiski-
mannasamband íslands mun með ánægju greiða
fyrir þessu eftir föngum og koma áskorununum
á framfæri. — H. A. H.
*
Erindi það, sem ég flyt hér, er um rétt Is-
lendinga til Grænlands og nauðsyn þess, að við
látum nú þegar til skarar skríða og látum ekk-
ert vera óreynt til að fá þennan rétt viður-
kenndan á alþjóða vettvangi, — hvað sem það
kostar og hverjum sem það líkar vel eða illa, ef
við högum kröfum okkar þannig, að engum verði
gert rangt til, en þó þannig, að við sjálfir líð-
um engan órétt.
Tilefni þessa erindisflutnings er það, að Far-
manna- og fiskimannasamband íslands sam-
þykkti á 14. þingi sínu, að beita sér mjög ein-
dregið fyrir almennri undirskriftasöfnun meðal
sjómanna til stuðnings þingsálytkunartillögu
þeirri er hr. alþingismaður Pétur Ottesen hef-
ur framborið á Alþingi, fyrst 1945, svo 1947
og síðan, um „að skora á ríkisstjórnina að gera
nú þegar gangskör að því, að viðurkenndur
verði réttur Islendinga til atvinnurekstrar á
Grænlandi og við strendur þess“. En Farmanna-
og fiskimannasamband Islands hefur á undan-
förnum þingum sínum, þar sem mættir hafa
verið margir hinir reyndustu og kunnustu menn
úr íslenzkri sjómannastétt, alveg ágreinings-
laust og ótvírætt látið það álit í ljós oft og
einatt, „að íslendingar ættu sögulegan rétt til
landsins og löglegan rétt til hagnýtingar á auð-
lindum þess, bæði á sjó og landi, og að F.F.S.I.
myndi styðja af alhug og dáð hverja þá við-
leitni er gengi út á að fá þennan rétt viður-
kenndan".
Réttur íslendinga til Grænlands byggist á ótal
staðreyndum, er fyllt geta þykkar bækur og
ekki verður í móti mælt, en rök gegn rétti Is-
lendinga finnast engin, önnur en tómlæti þjóð-
arinnar að tiieinka sér þennan rétt, sem hún
þó hvergi hefur afsalað sér og aldrei má af-
sala sér, — hvað sem á dynur.
ísland hafði ekki lengi verið byggt er lands-
menn urðu varir við önnur lönd í vesturátt.
Elzta skráða heimild um það er af hrakning-
um Gunnbjarnar TJlfssonar kráku, sem sagði
frá nýjum skerjum vestur í hafi, er hann hefði
fundið og voru kölluð Gunnbjarnarsker. Þeir
Snæbjörn galti og Hrólfur rauðsenzki fóru að
leita þessara skerja, ásamt 24 öðrum Vestfirð-
ingum, og urðu þeir fyrstir til þess að finna
Hvítsker eða Grænland og kanna það árið 980
og voru þar með fyrstir allra manna til að hafa
vetursetu í Grænlandsóbyggðum, sem enn þann
dag í dag þykir ekki heiglum hent. Frásögnin
af Snæbirni galta er einhver sú einkennileg-
asta, sem er að finna í íslendingasögum og má
merkilegt heita, að enginn skuli hafa fundið
sig knúðan til að byggja þar á skáldsögu eða
ritgerð.
Eins og kunnugt er, þá voru það Breiðfirð-
ingar, undir forustu Eiríks rauða, sem fyrstir
hófu byggð í Grænlandi og þeir gáfu landinu
hið aðlaðandi nafn, sem það ber enn í dag. Þeir
gáfu og ýmsum landshlutum, fjörðum og fjöll-
um fögur íslenzk örnefni, sem flestöll er ennþá
hægt að staðfæra, en sem Danir, sér til ævar-
andi skammar, hafa látið víkja fyrir ýmsum
ónöfnum, er þeir sjálfir ekki botna í, hvorki
upp né niður. Er það sjálfsögð skylda okkar að
gefa út ný kort af landinu með réttum nöfnum.
Landnám íslendinga í Grænlandi og sigling-
arnar þangað kostuðu miklar fórnir í manns-
lífum og fjármunum, og er óvíst að nokkur
þjóð hafi nokkurn tíma lagt meira í sölurnar
til þess að færa út veldi sitt við jafn erfiða
aðstöðu, þar sem þó ekkert var frá neinum
tekið. Það þrek er eitt af því dásamlegasta,
sem um getur í mannkynssögunni.
Það er margt því til sönnunar, að Grænlend-
ingarnir tilheyrðu hinu íslenzka þjóðfélagi, engu
síður en Islendingar í öðrum fjarliggjandi
landshlutum, og að íslenzk lög giltu á Gfæn-
landi engu síður en heima Öxar- við áná.
Grænlendingar höfðu hjá sér hreppaskiptingu
og háðu dómþing eins og íslenzkir landsfjórð-
ungar og allt bendir til, að Alþingi hafi verið
þeirra eina löggjafarþing. Þegar kristni var lög-
tekin á Alþingi náði það og til Grænlands.
Þegar Islendingar sóru konungi hollustu gerðu
Grænlendingar það einnig og með sömu skil-
yrðum, að virtur væri forn réttur hins íslenzka
þjóðfélags og að haldið yrði uppi stöðugum sigl-
ingum til landsins, loforð, er voru margsvikin,
og í raun og veru lögðu þau svik íslendinga í
V I K I N □ U R
25